Monday, February 16, 2009

Hnakkurinn minn er........

.........götóttur og það þýðir að hann er alltaf blautur!
Það að hnakkurinn sé blautur er kanski ekki vandamál því ég set plastpoka yfir hann og er þurr á rassinum......

Þegar það er frost úti þá er annað mál, hnakkurinn minn frýs og ég er dofinn í rassinum vegna kulda.

Thursday, February 5, 2009

Allt að ske

Núna líða dagarnir hjá eins og hendi sé veifað......alltaf nóg að gera.
Þetta er nú heldurbetur munur frá því sem var í Desember þegar við Elísa sváfum til 11 og horfðum á sjónvarp frá 17.00

Elísa er byrjuð að vinna á leikskóla svo hún er að skipta á bleyjum allan dagin og ég er byrjaður í kúrsum aftur og er að undirbúa allt Argentínska grjótið mitt um leið.

Ég veit ekki hvort þið hafið nokkurn tímann þekkt einhvern sem þvær grjótið sitt jafn alúðlega og ég.............djöfull er ég klikk!

Annars þarf ég að klára þennan undirbúning áður en mamma kemur út í loka mánaðarins og svo verður mars undirlagður af ferðalögum hjá okkur.

Elísa hatar sól og ætlar því að skella sér í eina viku til Íslands til að hlaða batteríin og knúsa kettina sína (sem er víst aðal ástæðan fyrir heimför).

Ég er hins vegar þekktur sóldýrkandi og veit ekkert betra en að liggja á ströndinni og sleikja sólina með sand á milli tánna, og af þeim sökum ætla ég að skella mér til Kanarí eyja í byrjun mars....maður verður nú að halda við sandalafarinu sem er óðum að hverfa eftir Argentínu.
Það er nú munur að læra jarðfræði í Danmörku, þar sem landið er gjörsamlega laust við allta sem kallast spennandi jarðfræði (að mínu mati) þá bregða þeir á það ráð að fara til útlanda og nú er ferðinni heitið semsagt til Tenerife, ekki slæmt svona í skammdeginu.

kv.Jónas