Monday, December 29, 2008

Annáll 2008

Núna er ansi viðburðaríku ári að ljúka...... ýmislegt merkilegt hefur gerst hjá okkur Elísu.
Ég held ég nenni ekki að skrifa fullan útdrátt á því helsta sem hefur skeð á árinu svo ég nefni aðeins það helsta.....

Janúar

Við vorum nýflutt út úr bestu íbúð sem ég hef búið í á Íslandi, kjallaranum okkar á Laufásveginum með fallegu grænu hringjunum.
Við fluttum heim á Þelamörkina.
Febrúar
Við stoppuðum ekki lengi á mörkinni, við fórum á ferðalag í lok janúar, sem leiddi okkur um London, Ítalíu frá Suðri til Norðurs og Vestri til Austurs. Þaðan til Slóveníu svo 2 vikur í Austurríki (Ég elska landið), þaðan fórum við um Lichtenstein, Sviss, Frakkland, Þýskaland, Svíðþjóð og svo Danmörku þar sem við skipulögðum fluttninga um haustið og fyrirhugað nám í Kaupmannahöfn.
Maí-ágúst
Í sumar unnum við í Reykjavík, ég á ÍSOR og Elísa á Marbakkanum. Stórmerkilegir hlutir eins og jarðskjálfti o.fl. var viðfangsefnið...........Stuð???
September
Í lok ágúst fluttum við svo til Danmerkur, án íbúðar og húsgagna fórum við út með það í huga að finna okkur stað að búa á.
Þar settumst við upp á Óla og Svanhildi og ég held að við getum seint þakkað þann greiða til fulls........(Kanski ég segi takk núna um áramótin)
Október
Við fengum svo íbúð hérna í eldriborgara blokkunum okkar, sem er fínt. Engin læti um helgar og ég held að flestir hérna séu heyrnalausir..........kostur
Nóvember
Í nóvember fór ég í mánuð til Argentínu.....að safna grjóti.....já og taka myndir af því líka....heljarennar ævintýri.
Desember
Desember fór í jólagjafapælingar hjá mér og algjöra leti.....ég var gjörsamlega búinn eftir Argentínu.
Anna Kristín og Stefanía komu í heimsókn, sem var stórskemtilegt. Vona að fleiri sjái sér fært að kíkja á okkur.

Stutt skrepp til Íslands yfir helstu hátíðisdagana (kom heim úr í gær).....Takk fyrir mig

Næst á dagskrá eru svo áramótin en þeim verður fagnað með Óla og Svanhildi......Jibbíííí

2009
Næsta ár verður ekki síður spennandi
Hlín, Thelma og Helgi flytja út
“Jónas” Ólafsson er væntanlegur
Matta er búin að lofa mér knúsi í 11/2 ár......í ár munum við standa við það.

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla

Jónas og Elísa

Tuesday, December 16, 2008

Desember.....smesember

Desember hefur verið einstaklega skrítinn mánuður. Venjulega hef ég verið að læra fyrir próf á þessum tíma, en núna á ég bara að skila skýrslu í janúar og hef ekki staðið mig sérlega vel við þá vinnu. Já og í staðinn fyrir að njóta þess að vera í fríi í Des og drekka kakó með rjóma hef ég nánast gert lítið annað en að gera við hjólið mitt........

Annars er annað í fréttum hjá okkur.....að

Ég er með átsýki og ríf ísskápinn nánast af hjörum á 5.mín fresti (kanski ekkert nýtt)

Jóla Haribo er orðinn uppáhald

Anna er í heimsókn og erum við því með annan fótinn í Tormestorp hjá Andrési og Söru

Lísa er búinn að baka nokkrar sortir af smákökum og GETIÐ þið hver er búinn að éta þær..

Ég fékk 300kg af grjóti í pósti

já og ég kem heim á mánudaginn


Gleðileg Jól

kv Jónas og Elísa

Saturday, December 6, 2008

Laugardagskvöld...........

Frekar lítið að gera.....annað en að drekka bjór og rauðvín.

Sem er kanski ekki svo slæmt.

kv. Jónas og Elísa

Monday, December 1, 2008

Hún á afmæli í dag......hún á afmæli í dag....

hún er 25 ára hún Elísa, hún er 25 ára í dag


Til hamingju með daginn.......Ég vona að ég verði góður við þig í dag..