Tuesday, December 16, 2008

Desember.....smesember

Desember hefur verið einstaklega skrítinn mánuður. Venjulega hef ég verið að læra fyrir próf á þessum tíma, en núna á ég bara að skila skýrslu í janúar og hef ekki staðið mig sérlega vel við þá vinnu. Já og í staðinn fyrir að njóta þess að vera í fríi í Des og drekka kakó með rjóma hef ég nánast gert lítið annað en að gera við hjólið mitt........

Annars er annað í fréttum hjá okkur.....að

Ég er með átsýki og ríf ísskápinn nánast af hjörum á 5.mín fresti (kanski ekkert nýtt)

Jóla Haribo er orðinn uppáhald

Anna er í heimsókn og erum við því með annan fótinn í Tormestorp hjá Andrési og Söru

Lísa er búinn að baka nokkrar sortir af smákökum og GETIÐ þið hver er búinn að éta þær..

Ég fékk 300kg af grjóti í pósti

já og ég kem heim á mánudaginn


Gleðileg Jól

kv Jónas og Elísa

1 comment:

Anonymous said...

Hæhæ takk fyrir myndirnar. Flottar fyrirsætur:) Hlökkum til að fá þig heim og til að hitta Lísu í janúar:)
Kv Hlín