Wednesday, March 18, 2009

Dægradvöl

Við systkinin vorum að ræða dægradvöl í kvöld og vorum að velta fyrir okkur bíóferðum og afhverju þær væru svon rosalega dýrar hérna í Dk.
Þá benti einn snillingurinn á það að þetta væri stutt skemtun fyrir mikinn pening og við bárum saman bíóferð og kassa af bjór.

Bíóferð ca.130 með öllu = 5 klst.

Kassi af bjór ca 80-120 (fer eftir tegund) = 2 sólarhringar af gleði!......fyrri daginn fullur og seinni daginn þunnur

Í mínum huga er þetta því ekki spurning, sem námsmaður verð ég að nýta peninginn minn vel og því myndi ég velja bjórkassann.

Tuesday, March 17, 2009

Dæmið hefur snúist við!

Venjulega er það ég sem fer eitthvað og skil Lísu eftir.....núna er það hún sem skildi mig eftir og stakk af til Íslands.............


ég hef ekki verið einn síðan 2006 og þá líka í Danmörku.
Ætli vikan mín núna verði eins og þá...Kebab, bjór og +10kg þegar Lísa kom út

Því miður........verður þetta ekki tær upp í loft og kassi af bjór........... ég er nefnilega á kafi í skýrslu vinnu..... 4 skýrslur fyrir þar næsta föstudag, verkefni fyrir mánudag og eitt næsta fimmtudag


kv.
Jónas (8 daga piparsveinn)

Thursday, March 12, 2009

Er maður orðin gamall.........

..........þegar maður saknar rúmsins síns í útlöndum?

Annars veit ég ekki hvað ég sofið í mörgum rúmum síðast liðið ár, það er örugglega farið að nálgast næstum 100.......

J

Monday, March 2, 2009

Sko.........

Þar sem ég er langeygður eftir eldgosi þá ætla ég að koma með tillögu.......

Ef allir Íslendingar myndu taka sig til og hoppa á nákvæmlega sömu sekúntu eins hátt og þeir gætu.
300000mans x 100kg (erum fitubollur) = 30 miljón kg

Þá myndi landið léttast um 30milljón kg í eina sekúntu og myndi kanski koma eldgosi af stað........kanski eitthvað fyrir eðlisfræðinga að reikna út.

Annars er lítið að frétta, ég er búin að búa niðri í skóla síðastliðinn mánuð við að undirbúa grjótið mitt sem ég er að senda af stað á eftir........loksins
Rumpa einum fyrirlestri af á eftir og ég stóla á að engin af samnemendum mínum hafi lesið efnið því ég las það ílla og vill ekk líta of ílla út.

SVO.................................... Fer ég í viku námsferð á morgun til Tenerife......

Það verður fínt, aðeins að fá sól.....

Svo skreppur Lísa til Íslands stuttu eftir að ég kem heim og þá verð ég að vinna upp vinnu tapið sem öll lab vinnan hefur orsakað.

Vonandi að þetta gangi allt upp og verði ekki að atlægi á eftir

kv.Jónas