Tuesday, August 5, 2008

Núna fer að líða að þessu

Jæja núna erum við komin bæði með inngöngu í skólana og nú er bara að leggja staðfestingu á því í póst, það er eins gott að þessi bréf berist skólanum og þeir viti af því að við erum að koma.....

Annars er lítið að frétta af okkur annað en það að við erum á fullu að leita okkur að íbúð í köben þar sem við erum ekki enn búin að fá inni á kollegie......


allir að hugsa vel til okkar og íbúðarmálanna okkar.

kv.Jónas og Elísa

3 comments:

Anonymous said...

Jæja gaman að þið séuð byrjuð að skrifa aftur.

kv. Ólafur Tage

Lalli og Eva said...

Hola chicos!!

Já sko eins og ég sagði þá er sófinn alveg ágætlega þægilegur hérna í stofunni okkar. Jónas þú gætir nú líka verið herramaður og boðið Lísu sófann og þú sett 2 stóla saman - það má nú venjast því...!!

Annars er ég með augun galopin svona í alvöru og þið vitið af boligportal.dk og dba.dk þar sem þið getið orðið heppin ef þið kíkið svona 10 sinnum á dag (grínlaust ég gerði það)...

Líka þegar þið komið getið þið sótt um til dæmis á Solbakken og bara mætt á skrifstofuna og sett upp "ég á hvergi heima" svipinn. Það er víst óbrigðult ráð!! ;)

Hlökkum til að fá ykkur - hvenær komiði annars?? (spurning með eitt tölvugrey ef ég verð ekki búin að finna einhvern annan í verkið).

Kv. frá Vesterbro

Eva og Lalli

Anonymous said...

Mikið er ég fegin að íbúðamálin eru komin á hreint. Þið leyfið okkur auðvitað að sjá myndir af íbúðinni þegar dótið ykkar er komið á sinn stað elskurnar. Kv. Anna-mamma