Monday, September 1, 2008

Danmörk ó Danmörk afhverju ertu svona erfið?

Jæja fyrsti dagurinn í skólanum búinn....

Hjá Jónasi var hann ekkert sérstaklega spennandi þar sem umfjöllunin var ísótópar og ég var ekki alveg í stuði til að vita hvernig ég get reiknaðu út hvernig jörðin varð til og hvað þá að vita hvernig á að vita hversu gömul hún er.......en ég á að skila dæmi á miðvikudaginn og það er eins gott að ég fái hugljómum um Osmíum útreikninga þangað til.....kanski gamli vinur minn Tuborg hjálpi ekki til við það vegna þess að ég er í fríi á morgun..


Elísa var einnig að fara í fyrsta skipti í dag og það var smá stress í gangi þar sem hún var að byrja í nýjum skóla, með nýjum krökkum og nýju tungumáli.........og engin Unnur til að sitja við hliðina á lengur.
En ég veit ekki betur en að henni hafi líkað ágætlega og að hún sé búin að spotta gelgjurnar í beknum.......

Við erum hjá Óla og Svanhildi og nýtum okkur það óspart að þekkja fólk hérna þar sem enginn vill leigja okkur íbúð hérna, held ég ætti kanski að fara að senda mynd af okkur með umsóknum......eða kanski ekki!

Fínt að fá að vera hjá góðu fólki en það er aðeins að skemma upplifunina að vera flutt til Dk og vera upp á aðra komin......þetta lagast allt og þá verður greiðinn launaður....


Á morgun er líka stór dagur. ÉG er að fara á handbolta æfingu með Óla......hann er búin að undirbúa mig andlega fyrir þessa æfingu og helsti frasinn sem hann hefur notað á mig í sumar er "Hefurðu sett á þig harpix" ????? er það mikil lífsreynsla eða???? spyr ég alltaf. Ég er mjög spenntur yfir því að setja á mig harpix á morgun og rifja upp taktana hjá Sigga Sveins, sem ég sá í sjónvarpinu einu sinni....


Ps. Nennir ekki einhver að kaupa bílinn af okkur?

kv.Jónas og Elísa

2 comments:

Anonymous said...

Ég er viss um að þið fáið íbúð mjög fljótlega :) og þá getið þið og Óli og Svansý farið að rífast um hvar við eigum að gista þegar við komum í heimsókn til DK......heheheh ætli það verði ekki frekar í hina áttina!!!!

Knús,
Unnur

Anonymous said...

Sigurjón
Til að undirbúa þig undir harpix er gott að vera með "teip" á fingurgómunum til að byrja með því annars færður blöðrur (eða húðin losnar frá og það er vont) og þú færð sár. Til að ná því af, er gott að nota nivea krem, svona í bláum dollum og er notað til að bera á lítil börn og síðan bara að sápa fingurnar vel á eftir ;)