Thursday, September 4, 2008

Fyrstu dagarnir í stuttu yfirliti

Jæja núna er kominn fimmtudagur og þá er komið að punkta bloggi.



Mánudagur.



Fórum stressuð fyrsta dag í skólann



íbúðaleit gekk ekki vel



Jónas fór úr strætó allt of snemma og þurfti að labba 2km með 5 töskur til óla og Svanhildar.



Þriðjudagur

Jónas fór á sína fyrstu handboltaæfingu síðan Siggi Sveins var upp á sitt besta.

Og hann stóð sig aðeins betur í upphituninni en spilinu (upphitun = fótbolti)



Slappað af yfir sjónvarpinu á Trorod kollegiinu



Tékkað á email 10 sinnum yfir daginn og boligportal.dk 50 sinnum.



Engin íbúð



Miðvikudagur.

Lísa tók lestina 2 stoppum of langt þegar hún var á leið til Trorod.



Skoðuðum íbúð á Íslands bryggju.



Fengum tilboð um íbúð (í eldriborgara blokk) á Norrebro.



Fimmtudagur

Óli þvoði skítug íþróttaföt af Jónasi..........jeee



Jónas lærði heima í fyrsta sinn



Jónas skrifaði blogg



Eftir þetta skemmtilega blogg má bæta því við að ég og óli erum að fara á handboltaæfingu kl.7 og þar sem það er fimmtudagsæfing verður víst komið við í kantinuni í íþróttahúsinu og drukkin bjór eftir æfingu......Svanhildur skutlar okkur og ég er nokkuð viss um að ég standi mig betur í bjórnum en í handboltanum.





kv. LJÓS



ps. Unnur er hægt að semja við þig um að redda okkur svona pennum sem hægt er að stroka út?



Ég borga þér andvirðið í bjór þegar þú kemur í heimsókn..........

2 comments:

Anonymous said...

Örugglega mjög gott að búa í eldriborgara blokk, alltaf heitur matur hjá skvísunum og þær hafa heldur ekkert betra að gera en að þvo skítug íþróttaföt af Jónasi... Þú bara fylgir þeim í búðina og fleira skemmtilegt í staðinn :) heheh svo er hægt að halda rosa partý, segir þeim að slökkva bara á heyrnatækjum :) og þið sleppið líka við þessi svakalegu "óhljóð" frá næstu íbúum sem hafa alltaf fylgt ykkur :D
Fullt af kostum við að búa í svona blokk.....

En ekki málið að senda ykkur penna, í hvaða litum og hve marga?

Knús,
Unnur Edda og Gæsaskyttan

Lalli og Eva said...

Hola hola!! Velkomin í danska landið. Eldriborgaraíbúð í Norrebro hljómar bara helv. vel þykir mér... Unnur Edda hefur nokkuð til síns máls held ég nefnilega!! Allt er líka betra en ekkert er það ekki annars??

Kaffihúsahittingur kannski eitthvað soon?? Ef þið eigið leið um Vesterbro give me a call 5340 2048

Kv. Eva