Monday, January 19, 2009

Tæp vika......

er nú síðan að liðið mætti til köben og við erum búinn að vesenast heilmikið......kanski of mikið vesen og of lítið fjör.

Nú fer að styttast í að dótið þeirra komi með skipi og þá verður nú betra að búa á Larsbjörnsstræti...... annars er það kanski ekki slæmt að þau eyði kvöldunum í að spila veiðiþjóf (eins og Thelma segir) í staðinn fyrir að horfa á imbakassann....

Það er ýmislegt nýtt hérna fyrir henni Thelmu og sumu er erfitt að venjast t.d. því að það er enginn frystir yfirfullur af ís og hérna þarf maður að labba allt.....enginn bíll þegar skreppa á út í búð.
Það á því eftir að taka einhvern tíma að venjast öllu hérna.....

Við fórum í IKEA og rúmfatalagerinn í gær og var markmiðið að finna e-h sófa.... þegar við komum þangað áttuðum við okkur á því að stiginn í húsinu er það lítill að það er ekki hægt að kaupa hvaða sófa sem er.......og við keyptum engan sófa.

Hlín verður því að lifa með hrotunum í Helga hamborgara aðeins lengur

Pabbi kemur út á föstudaginn og ég held að hann sé ekki að koma að heimsækja mig!!!!

Annað markvert er kanski það að......

....Hlín fynnst að Helgi borði of mikið af hamborgurum
....Helgi elskar Big Tasty á Macdonalds
....í gær kláraði Helgi hamborgarann sinn...Hlínar....og Lísu
....Thelma dugði lengra í gær í göngutúr án þess að kvarta, túrarnir lengjast um 10m á dag.

kv.
Jónas

2 comments:

Lalli og Eva said...

Hjól og stóll... Thelma ánægð. Annars held ég að það sé margt sem á eftir að koma "spánsk" fyrir sjónir eða jafnvel "danskt" fyrir sjónir fyrir þau þremeninga.

Fæ ég verðlaun fyrir gátuna??

Anonymous said...

já klárlega.....þú færð bjór í verðlaun.



Jónas