Thursday, January 31, 2008

Reggio Di Calabria

Vid klikkudum adeins. Vid skrifudum tetta i gaer svo tid faid tvo posta i dag


Vid komum med lestinni i borgina okkar i gaer, vid vorum sott a stodina af gaur sem vid bjuggumst vid ad taladi ensku, en neeeiii ekki svo gott. Tad kom to annar madur sem kunni sma hrafl i ensku tegar vid vorum ad taka vid ibudinni. Tetta virdist vera mjog algengt herna, vid notum mjog mikid setninguna non parla italiano og byrjum bara oft a tvi tegar vid erum i budinni og ta byrjar handapatid vid ad reyna ad utskyra hvad madur vill.



Ibudin sem vid erum i er ansi stor og tad eru 3 herbergi fyrir utan okkar sem eru leigd ut til studenta, en vid erum ein i ibudinni vegna tess ad flestir eru herna i nami a sumrin. Sem vid skyljum ekki alveg serstaklega tar sem ad vid erum ad traeda skuggana tegar vid erum i gongutur.



Borgin er nanast oll yngri en 1908 tar sem ad hun eidilagdist nanast alveg i jardskjalfta. Tad tydir ad allar byggingarnar eru yngri og taer eru ekkert mjog fallegar, fallegasti stadurinn er vid strondina en tar er nu samt buid ad "skreyta" adeins med spreybrusum.



Madur ser vel yfir til Sikileyjar og Etna sest vel svo madur a eftir ad kikja yfir einhvern daginn til ad skoda.



Vid verdum adeins ad segja fra umferdinni..... hun er hryllileg vid vorum uti ad ganga i gaer og vid drifum okkur heim tar sem vid vorum bara half hraedd vid hamaganginn og flautid og magn af bilum og skellinodrum. Madur tarf ad skjota ser yfir gotur tar sem enginn stoppar a gangbrautum, engin notar stefnuljos ne bilbelti..... en Italirnir eru godir ad nota bilflautuna.



Vid byrjum i skolanum a manudaginn og vid vonum ad hann se betri en utlitid segir til um, forum tangad i dag og vorum half hissa, tetta leit ekkert ut eins og skoli frekar eins og inngangur i fjolbylishus.



Vid settum inn myndir af ibudinni okkar endilega ad kikja taer, nuna forum vid og kaupum 1stk raudvin til ad tora yfir gotuna a leidinn heim.

Saturday, January 26, 2008

Mexico mojito

Mojito er frábærasta uppfinning sem hefur verið fundin upp á eftir hjólinu. Við fórum á Mexicanskan stað sem heitir La Pacifico. Þar fengum við nokkrar tegundir af mojito sem að var greynilega gert að mexicönskum sið, við smökkuðum bæði venjulegt mojito, mojito með brómberjum og mojito með átta ára gömlu rommi. :)

Svo fengum við þennan rosalega góða mexicanska mat, slatta af guacomole með nautakjöti og miklum bræddum osti. Bjór frá Mexico og dúndrandi tónlist sem fékk mann til að háma matinn í sig. Við getum ekki annað sagt en að staðurinn er frábær og ættu allir London farar að prufa hann. Einfaldlega að fara út á Caring cross lestarstöðinni og villast svo í 40-50mínútur og þá hljótið þið að hitta á þennan stað.

Við skoðuðum Camdem market, ótrúlegt úrval af fötum á góðu verði og drasli á betra verði. Þarna var mikið fötum sem samanstóðu af leðri og keðjum..... Fyrir þá sem vilja svoleiðis.

Einnig var fullt af fötum sem lísa fílaði í botn (ekki leður ohhhh.). Við fundum einnig hinar ýmsu sveppategundir fallega innpakkkaðar og tilbúnar til NOTKUNAR.

á morgun ætlum við á Wagamamma sem er japanskur veitingastaður og við lísa erum orðin nokkuð góð í að nota prjóna og stórar tréskeiðar, sem eru helstu mataráhöldina þar. Reyndist þrautin þyngri í byrjun en þetta er allt að koma hjá okkur.

PS. Jónas er komin með bjórvömb..... rosabjórvömb...

Takk og bless.

Friday, January 25, 2008

Hælsæri og blöðrur

Heil og sæl

Við erum búin að ganga af okkur lappirnar undanfarna daga og ákváðum að sofa út í dag, sem var orðið langþráð.

Á þriðjudaginn vorum við stoppuð af lögguni þegar við vorum að labba niður í bæ og var það vegna þess að það hafði verið "bent" á mig eftir að ég "var" með einhver læti inni á rakarastofu sem við höfðum gengið fram hjá. Löggan sem stoppaði okkur var einhver uppskrúfuð bresk kelling sem átti mjög erfitt með sig þegar ég reyndi að brosa og gera grín af þessu. En við samþykktum að ganga með þeim til baka og láta mannin á rakarastofuni athuga hvort ég væri hryðjuverkamaðurinn umtalaði. Þegar við komum þangað var hann fljótur að segja að ég væri ekki gaurinn, löggan sagði ekki einusinni afsakið og ég vona að hún sé með mörg líkþorn og vörtur á yljunum eftir þetta.

Í gær fórum við á British Museum og við vorum búin að panta miða á sýningu um kínversku leirhermennina (the therracota army). Þegar við mættum um morgunin að sækja miðana okkar og áttu að gilda inn kl. 10:50 þá kom babb í bátinn. Þeir voru ekki fyrr en kl. 22:50 (smá am/pm ruglingur þegar við pöntuðum). Það þýddi að við urðum að koma aftur á safnið um kvöldið. Við skoðuðum nú þann hluta safnsins sem ekki kostaði inn á og líkaði ágætlega, Lísa var reyndar hálf þunn og var því ekki alveg í stuði til að vera skoða múmíur og gamalt drasl.
Kl. 13:00 hittum við frænku hennar Lísu hana Elísabetu sem býr hér og hún fór með okkur í enn einn göngutúrinn sem leiddi okkur á staði sem við hefðum líklegast ekki séð sjálf. En við náðum nú samt nokkrum pöbbum á leiðinni og því þótti okkur gangan létt. Við fórum svo heim til Elísabetar og borðuðum kvöldmat hjá henni. Svo var farið að skoða sýningina sem stefnd var að, sem ekki brást og var áhugaverð í alla staði.


Þrátt fyrir allt þetta hefur mál málanna og aðalatburður ferðarinnar hingað til verið þegar við hittum Paul Smith í Tate modern (nýlistasafninu). Elísabet vinnur hjá honum og við Lísa fengum sætt krummpað bros frá þessum fræga fatahönnuði.
(Ég verð nú að játa að ég hafði ekki hugmynd um þennan mann fyrr en lísa sagði mér að hann væri frægur, þá pissaði ég í buxurnar.)

Í dag fórum við í London eye sem var ansi töff, gott útsýni yfir þessa borg sem maður hefur staðið á öðru hverju götuhorni vopnaður korti og grettu að reyna að lesa hvað stendur á því.

Við settum inn myndir á myndasíðu sem við bjuggum til, nokkrar sætar myndir af okkur bara svo þið gleymið ekki hvernig við lýtum út.

kiss kiss Jónas og Lísa

Tuesday, January 22, 2008

London baby

London

Erum búin að koma okkur fyrir á hostelinu okkar og erum bara nokkuð sátt við það, herbergið okkar er kannski helst til lítið og t.d. þurfti ég að fara fram þegar Lísa skipti um skoðun hér fyrr í dag.

Við erum búin að vera dugleg að nota Tubið og erum nokkuð sátt við okkar frammistöðu þar.

Svo skruppum við á Oxford Street og Lísa sagði mér hetjusögur af sér og Unni þegar þær örkuðu þar um forðum daga klifjaðar af pokum.

Við ætlum að taka einhvern túrista pakka á þetta á morgun og kannski að finna peysu handa lísu þar sem að það er nú frekar kalt hérna, það er nú samt skárra en ef það fer að rigna.


Fyrir ykkur sem langar að commenta hjá okkur þá er bara að haka í anonymous og þá er hægt að skrifa eitthvað skemmtilegt.

Endilega að pósta svo við vitum hvort einhverjir aðrir en Svanhildur og Óli elska okkur.

kv. Jónas og Lísa

Tuesday, January 15, 2008

Ein vika til stefnu

Jæja eftir nákvæmlega eina viku leggjum við af stað suður á bóginn. Eins gott að það verði ekki ófært þar sem við keyptum ekki forfallatryggingu.

Það sem við höfum ákveðið að gera í London verður helst til lítið annað en eitthvað túrista dót og drekka öl..... já og hitta frænku hennar lísu sem býr þarna.

Og ég reyni að halda lísu frá búðunum þar sem við megum bara tékka inn tvær töskur hjá ryan air.
og lísa heldur mér að mestu frá bjórnum svo við þurfum ekki að borga fyrir 3 sæti.

kv. LísanóJónasíL

Monday, January 14, 2008

fyrstu fréttirnar


Fyrsta góða fréttin í sambandi við ferð okkar lísu til Reggio di Calabria kom í dag. Við fengum staðfestingu um það að við fáum íbúð jeiiii.

Þannig að þá höfum við litlu að kvíða, núna er bara að kíkja í póstinn á hverjum degi og athuga hvort boð um skólavist fari ekki að koma, annars er það bara smámál þegar íbúðin er komin.

Við fljúgum út þann 22.janúar til london. Við ætlum að bralla ýmislegt í london, t.d. eins og sönnum Íslendingum sæmir þá förum við á Oxford street og þar fæ ég túr með alvönum gæd, við ætlum líka á British Museum og hittum svo frænku Lísu þetta er það eina sem er planað, já og smakka allar bjórtegundirnar sem við sjáum á hinum ýmsu pöbbum. Við ætlum að vera í London þangað til þann 28.jan þegar við fljúgum til Ítalíu. Svo ætlum við okkur að vera komin í borgina okkar þann 1.feb þegar við fáum íbúðina (fínu og flottu, líklega jafnstór og kústaskápur).

JogL