Saturday, January 26, 2008

Mexico mojito

Mojito er frábærasta uppfinning sem hefur verið fundin upp á eftir hjólinu. Við fórum á Mexicanskan stað sem heitir La Pacifico. Þar fengum við nokkrar tegundir af mojito sem að var greynilega gert að mexicönskum sið, við smökkuðum bæði venjulegt mojito, mojito með brómberjum og mojito með átta ára gömlu rommi. :)

Svo fengum við þennan rosalega góða mexicanska mat, slatta af guacomole með nautakjöti og miklum bræddum osti. Bjór frá Mexico og dúndrandi tónlist sem fékk mann til að háma matinn í sig. Við getum ekki annað sagt en að staðurinn er frábær og ættu allir London farar að prufa hann. Einfaldlega að fara út á Caring cross lestarstöðinni og villast svo í 40-50mínútur og þá hljótið þið að hitta á þennan stað.

Við skoðuðum Camdem market, ótrúlegt úrval af fötum á góðu verði og drasli á betra verði. Þarna var mikið fötum sem samanstóðu af leðri og keðjum..... Fyrir þá sem vilja svoleiðis.

Einnig var fullt af fötum sem lísa fílaði í botn (ekki leður ohhhh.). Við fundum einnig hinar ýmsu sveppategundir fallega innpakkkaðar og tilbúnar til NOTKUNAR.

á morgun ætlum við á Wagamamma sem er japanskur veitingastaður og við lísa erum orðin nokkuð góð í að nota prjóna og stórar tréskeiðar, sem eru helstu mataráhöldina þar. Reyndist þrautin þyngri í byrjun en þetta er allt að koma hjá okkur.

PS. Jónas er komin með bjórvömb..... rosabjórvömb...

Takk og bless.

4 comments:

Anonymous said...

Gott að vita að þið hafið komist 'heim' eftir Mojito-'smökkunina'. Kv. Anna-mamma

Anonymous said...

maður verður bara svangur að lesa bloggið ykkar !m-Addý

Anonymous said...

Eruð þið á lífi ?, ef að svar verður ekki komið eftir 3 daga þá veit ég hver niðurstaðan er.

Óli Tage

Anonymous said...

Var að finna bloggið ykkar...þó ég hafi beðið þig að drekka amk 2 bjóra fyrir mig, þá ætlaðist ég ekki til þess að þú tækir því svona bókstaflega!
kv Sigurjón