Heil og sæl
Við erum búin að ganga af okkur lappirnar undanfarna daga og ákváðum að sofa út í dag, sem var orðið langþráð.
Á þriðjudaginn vorum við stoppuð af lögguni þegar við vorum að labba niður í bæ og var það vegna þess að það hafði verið "bent" á mig eftir að ég "var" með einhver læti inni á rakarastofu sem við höfðum gengið fram hjá. Löggan sem stoppaði okkur var einhver uppskrúfuð bresk kelling sem átti mjög erfitt með sig þegar ég reyndi að brosa og gera grín af þessu. En við samþykktum að ganga með þeim til baka og láta mannin á rakarastofuni athuga hvort ég væri hryðjuverkamaðurinn umtalaði. Þegar við komum þangað var hann fljótur að segja að ég væri ekki gaurinn, löggan sagði ekki einusinni afsakið og ég vona að hún sé með mörg líkþorn og vörtur á yljunum eftir þetta.
Í gær fórum við á British Museum og við vorum búin að panta miða á sýningu um kínversku leirhermennina (the therracota army). Þegar við mættum um morgunin að sækja miðana okkar og áttu að gilda inn kl. 10:50 þá kom babb í bátinn. Þeir voru ekki fyrr en kl. 22:50 (smá am/pm ruglingur þegar við pöntuðum). Það þýddi að við urðum að koma aftur á safnið um kvöldið. Við skoðuðum nú þann hluta safnsins sem ekki kostaði inn á og líkaði ágætlega, Lísa var reyndar hálf þunn og var því ekki alveg í stuði til að vera skoða múmíur og gamalt drasl.
Kl. 13:00 hittum við frænku hennar Lísu hana Elísabetu sem býr hér og hún fór með okkur í enn einn göngutúrinn sem leiddi okkur á staði sem við hefðum líklegast ekki séð sjálf. En við náðum nú samt nokkrum pöbbum á leiðinni og því þótti okkur gangan létt. Við fórum svo heim til Elísabetar og borðuðum kvöldmat hjá henni. Svo var farið að skoða sýningina sem stefnd var að, sem ekki brást og var áhugaverð í alla staði.
Þrátt fyrir allt þetta hefur mál málanna og aðalatburður ferðarinnar hingað til verið þegar við hittum Paul Smith í Tate modern (nýlistasafninu). Elísabet vinnur hjá honum og við Lísa fengum sætt krummpað bros frá þessum fræga fatahönnuði.
(Ég verð nú að játa að ég hafði ekki hugmynd um þennan mann fyrr en lísa sagði mér að hann væri frægur, þá pissaði ég í buxurnar.)
Í dag fórum við í London eye sem var ansi töff, gott útsýni yfir þessa borg sem maður hefur staðið á öðru hverju götuhorni vopnaður korti og grettu að reyna að lesa hvað stendur á því.
Við settum inn myndir á myndasíðu sem við bjuggum til, nokkrar sætar myndir af okkur bara svo þið gleymið ekki hvernig við lýtum út.
kiss kiss Jónas og Lísa
Friday, January 25, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Mér líst nú ekkert á þetta með lögguna! Jónas, þú hefur ábyggilega sett upp einhvern svip.
Annars er gott að vita að þið skemmtið ykkur vel. Kv. Anna-mamma
Gott að sjá að þið hafið nóg að gera. Hvað varðar þennan fatahönnuð þá er ég ekki viss hver hann er en ég væri geggjað til í að hitta hann, er hægt að redda því. Frægasti fatahönnuður eða meira svona innflytjandi sem ég hef hitt er tuski í hveró.
Verið dugleg að skrifa, kveðja Óli Tage
Post a Comment