London
Erum búin að koma okkur fyrir á hostelinu okkar og erum bara nokkuð sátt við það, herbergið okkar er kannski helst til lítið og t.d. þurfti ég að fara fram þegar Lísa skipti um skoðun hér fyrr í dag.
Við erum búin að vera dugleg að nota Tubið og erum nokkuð sátt við okkar frammistöðu þar.
Svo skruppum við á Oxford Street og Lísa sagði mér hetjusögur af sér og Unni þegar þær örkuðu þar um forðum daga klifjaðar af pokum.
Við ætlum að taka einhvern túrista pakka á þetta á morgun og kannski að finna peysu handa lísu þar sem að það er nú frekar kalt hérna, það er nú samt skárra en ef það fer að rigna.
Fyrir ykkur sem langar að commenta hjá okkur þá er bara að haka í anonymous og þá er hægt að skrifa eitthvað skemmtilegt.
Endilega að pósta svo við vitum hvort einhverjir aðrir en Svanhildur og Óli elska okkur.
kv. Jónas og Lísa
Tuesday, January 22, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
5 comments:
Ég elska ykkur líka.. hehe.. Gangi ykkur vel, hilsen fra Danmark.
Þráinn Ómar.
Hehehe, já þá það var gaman hjá okkur Lísu :-)
Luv
Unnur
Èg elska ykkur lìka hvedja Frà Noregi
Það er aldeilis að þið eruð elskuð! Það er svo sem ekkert undarlegt við það, við gerum það líka. Góða skemmtun. Anna og Óli
Nei komið þið sæl og blessuð lenti inn á þessa síðu rétt í þessu, vonandi hafið þeið það gott kveðja. Hel-G Hlín Le Master G The U The Tómasson og Thelma nótt Þráinsdóttir.
Post a Comment