Friday, September 26, 2008

Póstur

Jæja núna er fyrsta vikan í nýju íbúðinni liðinn. Og gluggatjöld loksins kominn upp, það má segja að sumir á heimilinu hafi sett heimsmet í 3m spretti þegar var verið að spretta á milli "blindra" staða í íbúðinni áður en glugga tjöldin komu upp.

Við erum að ganga á milli búða hérna í nágreninu í leit að húsgögnum og erum heppin með það að kirkjan er með allavegana 2 búðir með notuð húsgögn í nágreninu, en ekkert gott finst enn.

Nú er komið að þjóðinni sem við búum hjá, DANIR.....Lísa er hálfdönsk og ég sagði oft í gríni þegar við bjuggum heima, ,,þetta er daninn í þér"
En ég er búinn að komast að því að hún er ekkert lík neinum dönum...........

Við höfum komist að því að þeir misnota póstkerfið í landinu, maður kemur kanski á e-h skrifstofu með eyðublað og svarið er...... já, ég fylli þetta úr fyrir ykkur og sendi það svo í pósti...........og maður bara ehhhh...get ég ekki bara beðið eftir þessu?
Það er vegna þess að Íslendingar eru að öllum hlutum á síðustu stundu en danirnir eru svo skipulagðir að þetta er ekkert mál fyrir þá.

Svona gengu málinn allavegana þegar við vorum að fá íbúðina....allt kom í pósti.....Einnig í bankanum við sátum hjá konunni og hún var að stofna reikninga á okkur svoooooo þegar hún var að verða búin þá kom........... já þið fáið eiðublöð í póst sem þið undirritið og skilið svo inn......hmmmm heima á Ísl. þá fengi maður visakort,debetkort,yfirdrátt og bankahólf áður en maður væri sestur. En svona er þetta í landi Tuborg og Carlsberg.

Í Kaupmannahöfn búa SVO margir Íslendingar að ég er þegar kominn með ca. 12 ný símanúmer og ég er ekki búinn að kynnast neinum nýjum..... Hvernig má þetta vera???
Kostirnir og ókostirnir við það að allir þessir Íslendingar búa hérna núlla hvorn annan út.
Hvernig? Get ekki útskýrt það........ þetta er gáta sem eftir er að svara..........


Bið að heilsa öllum heima og gaman frá því að segja að ég var í stuttbuxum í allan dag.......

kv.J

1 comment:

Anonymous said...

Það er greinilegt að þið hafið nóg að gera, annað en að læra. Gott að þið getið gengið um íbúðina án þess að vera fyrir allra augum. Undarlegu taktarnir hennar Lísu eru auðvitað færeyskir, hún á svo sem ekki langt að sækja þá! Vona að þið finnið ódýr húsgögn fljótlega. Palli flytur í Breiðholtið um mánaðarmótin, hann afþakkaði öll húsgögnin sem gátu fylgt íbúðinni. Svona er þetta! Það er fínt að geta fylgst svona með ykkur. Kv. Anna-mamma