Tuesday, October 28, 2008

San Rafael og eg forst ekki i flugslysi.........

Eg er kominn til San Rafael, ferdin hingad gekk vel. svolitid skritid ad ferdast tannig ad madur hefur ekki pantad neitt og veit i raun ekkert hvad er naest.

Erum komin med bilaleigubila og forum sudur a vid a morgun.

Sorry Eva, eg fer ekkert til Mendoza tannig ad tu heldur handlegnum.



annars var soldid skondid tegar vid fengum bilaleigubilana ta var mikid verid ad spa i verdi og svona og gaurinn spyr ekki hvort bankarnir i danmorku seu betri en a Islandi..... tad vita greinilega allir ad island er i grininu.

Hef ekki haft tima til ad finna simabud enta, lentum svo seint i gaerkveldi og forum snemma fra Buenos Aires i dag.


Stefnan er ad fara ad fa ser eina nautasteik i kvold, eins gott ad hun standist undir vaentingum....annars er allt ekkert gridarlega odyrt herna. allavegana ekki eins og eg vonadi.

kv. fra San Rafael Jonas

Sunday, October 26, 2008

Argentína!!!!!!

jæja nú er eins gott að allt sé komið ofan í tösku..... ég hef það samt á tilfinningunni að ég sé að gleyma einhverju......sérstaklega af því að ég veit ekki almennilega hvað það er sem ég er að pakka fyrir.....veður, hiti o.fl.

ég flýg kl.7 í fyrramálið og veit ekki alveg hvernig sambandið verður þarna niður frá. Ég er að vona að ég geti keypt argentínskt "frelsi" og ef ég get það þá skelli ég númerinu hérna inn.

annars bið ég að heilsa og vona að ég geti verið eitthvað í sambandi á meðan ég verð þarna niður frá

kv.Jónas

Saturday, October 25, 2008

Frændi frændi frændi frændi

Vorum að koma af spítalanum frá Allý og Davíð sem eignuðust lítinn strák í gærkvöldi. Gæinn er algjört æði og ekkert smá góður.



Við tókum okkur til og fengum að halda á meistaranum sem er ótrúlega rólegur og góður, lá bara og horfði út í loftið ekkert að stressa sig á hlutunum.



Allý og Davíð eru með fleiri myndir á blogginu sínu og ég vona að þeim sé sama að ég smellti myndum af gaurnum þeirra hérna inn.

Jæja best að fara að pakka.....ekki nema 1 1/2 sólarhringur í Argentínu

kv.Jónas og Lísa

Tuesday, October 21, 2008

kjams kjams kjams

Takk fyrir sendinguna........

Er að gúffa í mig flatkökur og planleggja hvenær ég borða hangikjötið.......

það verður sem fyrst þar sem það styttist í Argentínu hjá mér (mánudaginn næsta).


kv.Jónas

Sunday, October 19, 2008

Þar sem maður á nú yngri systkini er þá ekki.......

tilvalið að pína þau aðeins?

Þannig er mál með vexti að ég er að skrifa lokaskýrslu í áfanganum mínum og á að skila á hádegi á morgun. Þegar maður er langt frá því að klára slík verkefni þá finnur maður sér alltaf eitthvað annað til að gera......þegar maður á að vera að skrifa um e-h merkilegt.

Ég ákvað því að leita að myndum af systkinum mínum og setja þær á netið, ekki einhverjar módel myndir...hehehehee

Því miður fyrir Helga þá fann ég ekki myndir af Hlín, ég verð því að redda myndum af henni seinna.Þessi hefur verið tekin við eitthvað merkilegt tækifæri í FSU..........



Það verður seint sagt að ennisbönd fari honum vel

Þarna er hann með vini sínum.....

Ég vona að þið hafið notið þessarar myndasýningar, og núna er ég búin að eyða 30mín í vitleysu í staðinn fyrir að vera að skrifa.....

Best að halda áfram

kv.Jónas

Thursday, October 16, 2008

Hefur einhver séð?

Við fengum dótið okkar úr fragt í vikunni og mikið varð lísa ánægð að fá klippigræjurnar sínar. en við virðumst hafa gleymt nokkrum hlutum.. og söknum þeirra mikið :(

Ég hef ekki séð þessa hluti lengi.......

ég sakna skónna minna mikið, ef einhver sér þá og kemur þeim til mín....... þá fær hann bjór



við finnum heldur ekki þessa bók


hún er líklega á þelamörk eða í Lyngeiði ef einhver sér hana..... þá fær sá hinn sami bjór.

kv. Jónas og Lísa





Monday, October 13, 2008

Námsmannakreppa/Kreppukúrinn

Þetta efnahagsástand á Íslandi hefur heilmikil áhrif á námsmenn......

Fyrir nokkrum árum töluðu námsmenn alltaf um sig sem fátæka námsmenn en undanfarinn ár hef ég ekki fundið fyrir því. Maður hefur lifað eins og venjulegur einstaklingur á Íslandi á sínum námslánum. Bíll, íbúð,bjór......

Núna fer kanski að líða að því að maður geti kallað sig fátækan námsmann. Ég veit það ekki enn en það kemur líklega í ljós á næstunni, svona þegar danskir bankar byrja að leifa millifærslur frá Íslandi.

Við vorum nú svo heppin að eiga inni orlof hérna í banka frá 2006, svo við höfum ekki þurft að stressa okkur á því að ná einhverju út úr bönkunum. Svo er nú hægt að fara langt á því sem til er í ísskápnum. það þarf því ekki að hafa áhygjur af okkur (MÖMMUR!!!!).

Jahh! og ef allt fer á versta veg þá er kanski hægt að líta á þetta sem ágætis ástæðu og fasta í fyrsta skiptið, hvernig væri það???? Fasta til að mótmæla Bretunum og hryðjuverkalögunum þeirra.
Kanski verður þetta að frægum megrunarkúr, kreppukúrinn og hann útleggst þannig!

Morgunmatur, epli (þau eru ódýr á haustin)

hádegismatur 2 epli

kvöldmatur e-h baunadrasl í staðinn fyrir kjöt,

Á milli mála. Kaffi til að fylla í tómarúmið.

Kv. frá námsmönnunum í Köben sem eru á kreppukúrnum!

Friday, October 10, 2008

Hahahahahah

Hafið þið heyrt um hænuna sem borðaði jójóið????



Hún verpti sama egginu 5 sinnum


þessi var í boði Danske Bank......í tilefni af því að þeir eru búnir að loka á millifærslur frá Íslandi

kv.Jónas og Elísa sem láta ekki deigan síga.

Wednesday, October 8, 2008

Undurraga

Vín varð fyrir valinu.....Merlot 2007.

Við ákváðum að halda upp á það að.........æiii ég veit ekki alveg hvað við erum að halda upp á.



Kv. Jónas og Elísa