Sunday, October 26, 2008

Argentína!!!!!!

jæja nú er eins gott að allt sé komið ofan í tösku..... ég hef það samt á tilfinningunni að ég sé að gleyma einhverju......sérstaklega af því að ég veit ekki almennilega hvað það er sem ég er að pakka fyrir.....veður, hiti o.fl.

ég flýg kl.7 í fyrramálið og veit ekki alveg hvernig sambandið verður þarna niður frá. Ég er að vona að ég geti keypt argentínskt "frelsi" og ef ég get það þá skelli ég númerinu hérna inn.

annars bið ég að heilsa og vona að ég geti verið eitthvað í sambandi á meðan ég verð þarna niður frá

kv.Jónas

5 comments:

Anonymous said...

Litli gaurinn er algjört æði, rosalega fínn!Ég man svo vel eftir Allý nýfæddri en hún var með svo dökkt og þétt hár. Mér sýnist þessi vera eitthvað svipaður og svo sléttur og fínn. Góða ferð Jónas minn og gangi þér vel, Lísa mín þá verður þú grasekkja í mánuð :) þú átt nú góða að. Addý-mamma.
ps ég er sammmála því að það fer ykkur vel að halda á kríli !

Anonymous said...

buenas noches! como estás? Já ég er að commenta í fyrsta skiptið, nenni aldrei að commenta ut af öllu dæminu sem maður þarf að rita fyrir neðan, en þetta er rituð sönnun þess að ég er að fylgjast með ykkur. Adiós! og ég ætla að commenta á comenntið hennar mömmu það fer ykkur ekki vel að halda á kríli haldið ykkur bara við það að vera ómamma og ópabbi kann vel við þig sem ópabbi.

Kv. Helgi

Anonymous said...

Elsku Jónas okkar, góða ferð og gangi þér vel. Verðum bara að vona það besta. Mér finnst þetta allt of langt ferðalag í kílómetrum talið og allt of langt í tímum talið. Hlökkum til að heyra frá þér og vonum að ferðalagið verði eitt ævintýri út í gegn. Kv. Anna-mamma og þau hin í Lyngheiðinni.

Eva Harðardóttir said...

Ekkert mál að kaupa Argentískt frelsi - koster skid og ingen ting.. svona farsímabúðir útum allt.

Mendoza er æði æði æði og ef þú kemst í einhverja rauðvínssmökkun þá myndum við eiginlega gefa annan handlegginn fyrir eina góða rauðvín beint frá Mendoza... hefur það bak við eyrað ;)

Ótrúlega góða ferð og góða skemmtun og líka gott læri/nám/jarðskoðun... veit ekki alveg hvað skal segja.

Lísa mín þú mátt sko alltaf leika við mig. Got my number og ég skal sko líka hringja í þig og allt!!

Knús og kiss

Eva

Anonymous said...

Góða skemmtun ;)

En Lísa, mér finnst að þú eigir að vera x-tra dugleg að blogga á meðan ;)

Knús,
UEJ