Við tókum okkur til og fengum að halda á meistaranum sem er ótrúlega rólegur og góður, lá bara og horfði út í loftið ekkert að stressa sig á hlutunum.
Allý og Davíð eru með fleiri myndir á blogginu sínu og ég vona að þeim sé sama að ég smellti myndum af gaurnum þeirra hérna inn.
Jæja best að fara að pakka.....ekki nema 1 1/2 sólarhringur í Argentínu
kv.Jónas og Lísa
3 comments:
shinoJá, drengurinn er yndislegur og það er ekki hægt að segja annað en að það fari ykkur vel að halda á honum! Skemmtilegar myndir, takk fyrir þær.
Góða ferð Jónas minn og gangi þér allt í haginn elsku kallinn minn. Lísa mín, nú eru það bara námsbækurnar, ekki verður Jónas til að trufla þig Í HEILAN MÁNUÐ!
Kv. Anna-mamma
Undarlegt, þetta ´shino´ er orðið sem ég þurfti að skrifa sem word verification. Hvernig það komst inn í textann er mér hulin ráðgáta, en það getur allt gerst í tölvu. Kv. Anna-mamma
Þessi prins er algjör rúsína, vonandi að þú hafir æft þig vel Jónas fyrst þú ert búin að bjóðast til að vera alltaf að passa fyrir okkur hehe. Góða verð til Argentínu, bið að heilsa Evítu ef þú hittir á hana. Svansý
Post a Comment