Sunday, April 27, 2008

Af skólamálum, bjórdrykkju og hári....

Núna erum við búin að koma okkur í klípu......

Við vorum semsagt að skoða umsóknarfresti fyrir skólana hérna úti og við höfum lesið eitthvað ótrúlega skakt þar sem umsóknarfresturinn okkar rann út fyrir mánuði............

Samt var Jónas búin að fá póst um að umsóknarfresturinn fyrir masters nám sé 1.júní, og við vonum að það standist, en það virðist vera sem Lísa sé svolítið of sein....... Við ætlum samt að gera umsókn og vona að það sé auðveldara fyrir Íslendinga að komast inn.

Þetta er allavegana verkefnið fyrir næstu daga.

Núna erum við í heimsókn á Óla og Svanhildi í Troröd og höfum við skemmt okkur stórkostlega við bjórdrykkju og aðra vitleysu, við teljum okkur vera auðveld að fá í heimsókn þar sem að við erum ekki að nenna að skoða neitt svo þau fá helgarfrí í bjórdrykkju og blaðri..... vona að þau séu sátt við það.

En á föstudaginn var búið að drekka talsvert af dönskum bjór og þá komst í tal hvað Óli er stórgóður hárgreiðslumaður og hann sagðist vera mesti og besti hárlitunarmaður norðan alpafjallana..... Við þurftum nú að sannreyna það og það endaði með því að Jónas var litaður.... og þegar við vöknuðum daginn eftir var HANN með fallega rauðfjólublátt hár sem var ótrúlega ekki fallegt...... En þar sem óli stóð sig vel þá var skuldinni skellt á Lísu sem blandaði litinn og á hún núna erftit verkefnið fyrir höndum að reyna að kippa þessu í liðinn þar sem ég er að fara að hitta leiðbeinandann sinn fyrir Mastersverkefnið á mánudaginn.... Eins gott að ég líti ekki út eins og sleikibrjóstsykur þegar ég fer að hitta hann..................... kemur í ljós.

Sjáumst á föstudaginn.....

kv. Jónas (fjólublárauðhærði) og lísa (sem er sko ekki í uppáhaldi)

Tuesday, April 22, 2008

jæja jæja jæja

Nú er að koma að leiðarlokum hjá okkur....... :(

Við erum komin heim til Andrésar og Söru í Svíþjóð og þau byrjuð að vinna og við þurfum að gera ýmislegt hérna í Skandinavíu áður en við komum heim, sækja um skóla o.fl.

Síðasta vika gekk alveg eins og í sögu að mestu leiti...... Það var ekkert búið að ske allan tíman þangað til tvo síðustu dagana.....

Sko, við vorum á nýjum Toyota yaris og var ansi þröngt um okkur, en á mánudaginn þá vorum við að leggja af stað til Hamborgar í 600km akstur og við þurftum að taka disel..... 5km seinna fer bíllinn að láta e-h skringilega, hann varð kraftlaus og svo fór að koma svartur mökkur aftan úr honum. Við stoppuðum og húddið var opnað en það var náttúrulega ekki mikið gagn í því þar sem við vitum ekkert um bíla, svo góndum aðeins ofan í húddið og svo var hringt í þjónususíma. Þar sem að við sögðum þeim að við hefðum verið nýbúin að taka disel þá töldu þeir að kanski væri þetta bara e-h mismunur í olíunni á milli landa...... Við keyrðum í ca. 40 mín og bíllin varð alltaf máttlausari og máttlausari og reykurinn meiri og meiri....þarna spunnust upp hinar ýmsu samsæris kenningar um hvað diselolían er léleg á Esso í þýskalandi.... Á endanum gekk þetta ekki lengur og við hringdum aftur í þjónustusíma Toyota í Svíþjóð og þeir sendu e-h gæja (við vorum á autobahn) sem var komin eftir 10mín og kíkti aðeins ofan í húddið og tók eftir því að loftintakið í túrbínuna var ekki á, þetta tók hann 5 mín að laga og við gátum haldið áfram.......
þetta var búið að seinka okkur um ca. 3klst í allt á lang lengsta keyrslu deginum okkar frekar pirrandi......


Svo í gær keyrðum við frá Hamborg til Svíþjóðar og þegar við vorum að nálgast Kaupmannahöfn þá tókum við eftir því að bíllin var að verða dísellaus við ákváðum að taka dísel aðeins seinna....... Og þegar við vorum komin framhjá Kastrup flugvelli á leiðinni yfir Eyrarsundsbrúnna föttuðum við það að við hefðum gleymt að taka disel......og ljósið farið að blikka í mælaborðinu.....þarna er ekki hægt að snúa við svo við urðum að halda áfram yfir........Við urðum svo disel laus rétt við hliðið þar sem maður borgar fyrir að fara yfir brúnna og þar sem Sænski tollurinn er..... við þurftum því að ýta bílnum í gegnum sænska tollin og þar þurftum við að bíða í 2klst vegna þess að bíllinn fór ekki í gang við það að setja á hann dísel, það þurfti aftur að hringja í þjónustusíma Toyota og gaurinn sem svaraði var sá sami og daginn áður........ ég held að Andrés sé kominn á svartan lista yfir eigendur Toyota í Svíþjóð...... það fyndna var að hann mundi fyrstu tölustafina í símanúmerinu..... hann kom svo bílnum í gang og við gátum loksins haldið áfram heim á leið.....

allt gekk þetta á endanum....

kv.Jónas og Lísa.......Og Andrés og Sara.......Og litla Toyotan sem er búin að bera okkur alla þessa leið.

ps.
Bjössi ég er í svo góðu formi eftir át og drikkju........ að ég held ég fari að taka það nærri mér þegar þú kallar mig fitubollu núna....þannig að þú verður að passa þig ég er svo viðkvæm Sál.

Friday, April 18, 2008

östrig og schweiz

Hej hej vi har set mange bjerge og meget sne.
Nu er vi i Lauterbrunner i Schweiz.
I dag har vi prövet at tage bilen med toget, fordi vejen var lukket med sne.
Vi drikker öl og slår prutter hele dagen, Andres har den værste lugt i hele livet.
Vi har det rigtigt godt og i morgen skal vi ud at vandre og om aftenen tager vi til vinsmagmning i Alsace i Frankrig og det bliver meget spændende.

Kram Jonas og Lisa
Sara og Andres

Monday, April 14, 2008

Hmmmmm! Hvernig lýst ykkur á þessar bollur?





Fengum að máta þessar fínu Austurrísku flíkur og teljum okkur lýta ansi vel út í þeim.....eða hvað?

kv. Jónas og Lísa

Sunday, April 13, 2008

Fjallaloft

Við erum búin að vesenast heilmikið hérna. Það stendur þó kanski hæst upp úr að geta eitt deginum í ekki neitt þegar maður hefur fullt að gera. Á einhvern hátt þá er skemmtilegara að vera latur þegar maður getur gert e-h, t.d. í Reggio þá höfðum við lítið að gera og þá var ekkert gaman að vera latur, hérna getur maður horft á tv eða farið á netið, farið út að hjóla eða labba kíkt í ísskápinn o.fl merkilegt.
Í gær fórum við til Salzburgar með Sissi og Ernst þar sem við skoðuðum gamla bæinn og fórum á kaffihús, og sáum húsið sem Mozart fæddist í.
Daginn þar á undan fórum við að skoða stærsta bókasafn í eigu kirkjunar í heimi, við sáum bækur sem voru gerðar árið 1340 t.d. Það bókasafn er í eigu e-h munnkaklausturs sem er held ég ótrúlega ríkt.... passar ekki alveg en svona er það nú bara, er víst einn stærsti vinnuveitandi í Steiermark.

Á þriðjudaginn hittum við Andrés og Söru í Salzburg og við ætlum að keyra um í viku með þeim, það fer því að styttast í annan endann á þessu flandri okkar.

Við búumst nú ekki við að komast jafn mikið á internet þá vikuna og við höfum gert hérna og fólk verður þá bara að lesa gömul blogg til að stytta sér stundir og skoða myndir ef það saknar okkar..... eða bara njóta síðustu dagana þar sem þið eruð laus við okkur :)

Það er annars allt komið í ljós með sumarið og nám næsta haust hjá okkur. Við erum hætt við USA (þrátt fyrir að Jónas hafi fengið inngöngu í skólann.......) kanski seinna.
Annars erum við búin að ákveða að fara í nám til Danmerkur í haust Lísa ætlar í DTU í levningsmiddelingeniör......get ekki þýtt þetta og Jónas fer í Kaupmannhafnarháskóla, er búinn að fá inni í verkefni þar og held að það verði spennandi......
Svo verðum við bara að vera dugleg að vinna í sumar (Lísa á sambýli og Jónas á ISOR) til að borga allan bjórin sem við erum að drekka þessa dagana....

Kanski verðum við dugleg að setja inn myndir fyrir þriðjudaginn, því það er síðasti almennilegi internetdagurinn okkar....

kiss kiss

Wednesday, April 9, 2008

Gröbming

Jæja.

Erum komin í mikla fjallasælu í nágreni Salzburgar. En....... það er einn hængur á, skíðatímabilið hérna kláraðist um síðustu helgi. Ekki hægt að segja annað en að við séum frekar mjög rosalega ótrúlega fáránlega óheppin, þar sem að það er óvenjulega kalt í Austuríki þessa dagana og því er engin skortur á snjó hérna.

En þrátt fyrir alla þessa gríðarlegu óheppni þá er eitt svæði enn opið, sem við skelltum okkur á í dag. Og þetta eina svæði er ansi stórt og þó það þurfti að taka gondóla upp í snjóinn þá var nóg fyrir ofan.

Þar sem að Lísa hefur kanski ekki farið jafn oft á skíði og ég þá ákvað ég að setja ekki undir mig snjóbretti í dag heldur skíði........ Mér finst skemmtilegara á snjóbretti..... það var til að geta hjálpað henni við e-h sem gætið komið upp á, en það kom nú ekki til þess.
Lísa stóð sig eins og hetja en hún var búin að segja mér margar frægðarsögur úr Kirkjubrekkunni frægu, og í dag voru hún látin standa við stóru orðin.
Þegar við vorum búin að fara nokkrar ferðir í barnalandinu, fékk ég að skella mér eina ferð upp á topp, og ég var ansi valtur, rétt kominn 20m frá lyftunni og flaug á hausinn. Fólk horfði á mig brölta við að standa upp og svo dreif ég mig niður og skellti mér í svarta (erfiðasta) brekku til að sanna fyrir sjálfum mér að ég gæti þetta enn.

Dagurinn gekk því þannig fyrir sig, ég fór í stórubrekkurnar og Lísa sólaði sig á meðan. Svo fórum við nokkrar ferðir saman í litlubrekkunum, alveg þangað til ég var óþolinmóður og fékk að fara eina ferð.
ENN.....SVO
Þegar ég var búin að skoða svæðið taldi ég nú að ég væri búin að finna leið sem Lísa gæti nú farið niður með léttum leik..... sem var rétt, fyrstu 500m en þá kom að brekku sem ég hafði "gleymt" og við reyndum við hana en hún reyndist frekar erfið. Þetta endaði með því að lísa rendi sér á rassinum niður fínustu brekkur í Evrópu...... Ekki slæmt það.

Núna sitjum við heima ég mér eldrautt nef, og Lísa lýtur út eins og þvottabjörn þ.e.a.s hvít í kringum augun eftir sólgleraugun, erum dauðþreytt og ætlum sko að sofa út á morgun.

kv. Frá Gröbming

Monday, April 7, 2008

Ótrúlegt...........

.....................hvað tíminn flýgur áfram.
Erum búin að ver hérna í tæpa viku og núna er heimsóknin búinn. Á morgun förum við af stað í næstu heimsókn og búumst við ekki verri mótökum þar. Þrátt fyrir að vera nettengt stanslaust höfum við ekki bloggað mikið en við höfum bætt við myndum og hvetjum við fólk til að kíkja á þær.

Biðjum að heils öllum Jónas og Lísa

Saturday, April 5, 2008

Austurríki



Halló Ísland.

Erum búin að vera í Austrríki núna í 3 daga og höfum það eiginlega allt of gott. Það er allt búið að snúast um að gera okkar dvöl hérna sem besta.

t.d Skruppum við til Vínar í gær.....

Já og svo held ég að ég hafið hvorki orðið svangur né þyrstur síðan ég kom, það er sko séð fyrir því að maður hafið nóg að bíta og brenna....
Fólkið sem við erum hjá talar ekki mikla ensku og við enn minni þýsku, og því getur reynst erfitt að segja.... Nei takk ég er orðinn saddur.... Ég hef því tekið þann pól í hæðina að éta bara..... og er ansi góður í því..
Ein algengasta setningin hjá Lísu er ,,Jónas getur þú ekki borðað þetta fyrir mig" enn því miður á ég nóg með mig og hún verður því oft að éta og éta.

Fjölskyldan sem við erum hjá ræktar epli og það eru því nóg af eplum og heimagerður eplasafi með öllu hérna...

Steiermark das grune hertz der Österreich

Friday, April 4, 2008

Nýjar myndir.....

Erum búin að setja inn nýjar myndir.....

Tuesday, April 1, 2008

Gridarleg spenna

Eins og lesendur sidunar hafa tekid eftir hafa undanfarnir dagar verid aesispennandi og folk hefur lagt a sig mikla rannsoknarvinnu vid ad reyna ad finna ut hvar vid erum.

Tegar upp var stadid var tad Sigridur Kristjansdottir sem bar sigur ur bytum.

Vid erum semsagt i Ljubljana i Sloveniu og erum ansi satt vid borgina. Borgin er passlega stor og hostelid okkar er nanast alveg nidri i gamlabaenum og tvi er stutt i helstu turistastadina (kastalann o.fl) og matsolustadina.

Vid hofum brugdid ut af vananum herna i Sloveniu og i stadinn fyrir ad borda ut ur stormorkudum hofum vid farid ut ad borda i nanast oll mal. Tad er nefnilega talsvert odyrara ad borda herna en a Italiu, t.d. i gaer fengum vid okkur tvo retti og drykki med og borgudum 30 evrur (tad hefdi rett dugad fyrir eyrnatoppum i Feneyjum). Svo seinna um kvoldid forum vid ad sja Roma Manchester og tar fengum vid 1,5l af bjor a 5,40 evrur, Jonas var ansi sattur vid tad og sofnadi vaerum svefni um kvoldid, fullur magi af mat og bjor.

Vid erum ad fara ad tekka okkur ut af hostelinu okkar en erum ad bida eftir starfsmanninum, gaurinn er ekki sa araedanlegasti i bransanum, bidum eftir honum i gaer lika.

Um half ellefu hoppum vid upp i lest og stefnan verdur tekin til Graz i Austurriki tar verdum vid sott a lestarstodina af folki sem Jonas var hja fyrir 8 arum. Nu verdur tyskan brukud....... engin Italska lengur.......

verdur gott ad komast i tvottavel og sma pasu fra lestarstodvum....

Meira seinna.

Ps. Sigga tu att von a gridarlega fallegu Turistadoti sem vid erum buin ad finna handa ter.