Wednesday, April 9, 2008

Gröbming

Jæja.

Erum komin í mikla fjallasælu í nágreni Salzburgar. En....... það er einn hængur á, skíðatímabilið hérna kláraðist um síðustu helgi. Ekki hægt að segja annað en að við séum frekar mjög rosalega ótrúlega fáránlega óheppin, þar sem að það er óvenjulega kalt í Austuríki þessa dagana og því er engin skortur á snjó hérna.

En þrátt fyrir alla þessa gríðarlegu óheppni þá er eitt svæði enn opið, sem við skelltum okkur á í dag. Og þetta eina svæði er ansi stórt og þó það þurfti að taka gondóla upp í snjóinn þá var nóg fyrir ofan.

Þar sem að Lísa hefur kanski ekki farið jafn oft á skíði og ég þá ákvað ég að setja ekki undir mig snjóbretti í dag heldur skíði........ Mér finst skemmtilegara á snjóbretti..... það var til að geta hjálpað henni við e-h sem gætið komið upp á, en það kom nú ekki til þess.
Lísa stóð sig eins og hetja en hún var búin að segja mér margar frægðarsögur úr Kirkjubrekkunni frægu, og í dag voru hún látin standa við stóru orðin.
Þegar við vorum búin að fara nokkrar ferðir í barnalandinu, fékk ég að skella mér eina ferð upp á topp, og ég var ansi valtur, rétt kominn 20m frá lyftunni og flaug á hausinn. Fólk horfði á mig brölta við að standa upp og svo dreif ég mig niður og skellti mér í svarta (erfiðasta) brekku til að sanna fyrir sjálfum mér að ég gæti þetta enn.

Dagurinn gekk því þannig fyrir sig, ég fór í stórubrekkurnar og Lísa sólaði sig á meðan. Svo fórum við nokkrar ferðir saman í litlubrekkunum, alveg þangað til ég var óþolinmóður og fékk að fara eina ferð.
ENN.....SVO
Þegar ég var búin að skoða svæðið taldi ég nú að ég væri búin að finna leið sem Lísa gæti nú farið niður með léttum leik..... sem var rétt, fyrstu 500m en þá kom að brekku sem ég hafði "gleymt" og við reyndum við hana en hún reyndist frekar erfið. Þetta endaði með því að lísa rendi sér á rassinum niður fínustu brekkur í Evrópu...... Ekki slæmt það.

Núna sitjum við heima ég mér eldrautt nef, og Lísa lýtur út eins og þvottabjörn þ.e.a.s hvít í kringum augun eftir sólgleraugun, erum dauðþreytt og ætlum sko að sofa út á morgun.

kv. Frá Gröbming

10 comments:

Anonymous said...

Þetta er ævintýri líkast! Ég er fegin að þú renndir þér á rassinum Lísa mín, þú veist hvað mér er illa við skíði! Fegin að heyra að þið skemmtið ykkur vel hjá góðu fólki, en er farin að lengja eftir ykkur heim. Kv. Anna-mamma

Anonymous said...

Þetta er almennilegt, þið verðið þarna í brekkunum næstu daga:o) þetta er smá tilbreiting frá túsistastöðunum kv. Addý -mamma

Anonymous said...

Sæl verið þið. Það er gott að þið eruð farin að æfa ykkur fyrir skíðaferðina næsta vetur :)

Kveðja Óli T.

Anonymous said...

Þið eruð frábær. Skíðaæfintýri á auðvitað að fylgja Austurríki.
Ástarkveðjur. sigga K

Jonas og lísa said...

Erum búin að setja inn fleiri myndir frá Austurríki.
Því miður eru fáar myndir af okkur í skíðabrekkunum en það er vegna þess að við fórum svo hratt að ekki var hægt að ná mynd af okkur.

Anonymous said...

þetta er nú meira ævintýrið hjá ykkur, það verður gaman að fá ykkur í heimsókn, ekkert nema nýjar upplifanir hja ykkur sem þið getið sagt okkur frá :)

meðan við situm yfir skólabókum en það er komið ágætlega gott veður hérna, þurfið allavega ekki vetrargallann hérna, hlakka til að sja ykkur
Svansý

Anonymous said...

Einhvernveginn þá held ég að gondólar sigli um í Feneyjum en kláfar fari upp brekkurnar, eða hvað ? :)aþ

Jonas og lísa said...

gondóli er kláfur á þýsku :)

Jonas og lísa said...
This comment has been removed by the author.
Anonymous said...

'O !! jæja en það er nú gott að þú sért orðinn svolítið þýskur í máli :) vorum aðeins að pæla hvað íslenska orðið yfir gondóli væri, veit það einhver? Addy-mamma