Sunday, April 27, 2008

Af skólamálum, bjórdrykkju og hári....

Núna erum við búin að koma okkur í klípu......

Við vorum semsagt að skoða umsóknarfresti fyrir skólana hérna úti og við höfum lesið eitthvað ótrúlega skakt þar sem umsóknarfresturinn okkar rann út fyrir mánuði............

Samt var Jónas búin að fá póst um að umsóknarfresturinn fyrir masters nám sé 1.júní, og við vonum að það standist, en það virðist vera sem Lísa sé svolítið of sein....... Við ætlum samt að gera umsókn og vona að það sé auðveldara fyrir Íslendinga að komast inn.

Þetta er allavegana verkefnið fyrir næstu daga.

Núna erum við í heimsókn á Óla og Svanhildi í Troröd og höfum við skemmt okkur stórkostlega við bjórdrykkju og aðra vitleysu, við teljum okkur vera auðveld að fá í heimsókn þar sem að við erum ekki að nenna að skoða neitt svo þau fá helgarfrí í bjórdrykkju og blaðri..... vona að þau séu sátt við það.

En á föstudaginn var búið að drekka talsvert af dönskum bjór og þá komst í tal hvað Óli er stórgóður hárgreiðslumaður og hann sagðist vera mesti og besti hárlitunarmaður norðan alpafjallana..... Við þurftum nú að sannreyna það og það endaði með því að Jónas var litaður.... og þegar við vöknuðum daginn eftir var HANN með fallega rauðfjólublátt hár sem var ótrúlega ekki fallegt...... En þar sem óli stóð sig vel þá var skuldinni skellt á Lísu sem blandaði litinn og á hún núna erftit verkefnið fyrir höndum að reyna að kippa þessu í liðinn þar sem ég er að fara að hitta leiðbeinandann sinn fyrir Mastersverkefnið á mánudaginn.... Eins gott að ég líti ekki út eins og sleikibrjóstsykur þegar ég fer að hitta hann..................... kemur í ljós.

Sjáumst á föstudaginn.....

kv. Jónas (fjólublárauðhærði) og lísa (sem er sko ekki í uppáhaldi)

6 comments:

Anonymous said...

Ég vona svo sannarlega að allt gangi upp. Eitt er á hreinu, hárið verður að komast í lag Jónas minn. Svona gerist þegar of mikið er drukkið af bjór, sem sagt víti til varnaðar. Kv. Anna-mamma

Anonymous said...

Á ekkert að setja inn myndir af skandalnum??? :-)

Hlakka til að sjá ykkur, kannski næstu helgi ef þið verðið ekki búin að fá nóg af knúsum :-)

Jonas og lísa said...

Það verður haldin sérstakur knúsdagur fyrir þá sem vilja knúsa Jónas og Lísu, og munum við standa á hringtorginu í Hveragerði frá kl. 13.00 - 15.00 þann 3.maí.

Fólk er beðið um að mynda tvöfaldaröð niður Breiðumörkina.

Anonymous said...

Þetta er ég, þessi nafnlausa :-)
Mæti á laugardaginn með ís...


Kveðja
Unnur Edda

Anonymous said...

þú varst nú bara þriggja ára þegar þú varst litaður fyrst!! 'Eg er sammála Unni, endilega setja inn myndir svo við hin getum hlegið líka. Addý-mamma

Anonymous said...

Frændi...ég man eftir einni bjórdrykkju þar sem þú endaðir með bleikt naglalakk!!
Ég pant í knúsröðina, Ísland er skemmtilegra með ykkur innanborðs
Matta