Tuesday, April 22, 2008

jæja jæja jæja

Nú er að koma að leiðarlokum hjá okkur....... :(

Við erum komin heim til Andrésar og Söru í Svíþjóð og þau byrjuð að vinna og við þurfum að gera ýmislegt hérna í Skandinavíu áður en við komum heim, sækja um skóla o.fl.

Síðasta vika gekk alveg eins og í sögu að mestu leiti...... Það var ekkert búið að ske allan tíman þangað til tvo síðustu dagana.....

Sko, við vorum á nýjum Toyota yaris og var ansi þröngt um okkur, en á mánudaginn þá vorum við að leggja af stað til Hamborgar í 600km akstur og við þurftum að taka disel..... 5km seinna fer bíllinn að láta e-h skringilega, hann varð kraftlaus og svo fór að koma svartur mökkur aftan úr honum. Við stoppuðum og húddið var opnað en það var náttúrulega ekki mikið gagn í því þar sem við vitum ekkert um bíla, svo góndum aðeins ofan í húddið og svo var hringt í þjónususíma. Þar sem að við sögðum þeim að við hefðum verið nýbúin að taka disel þá töldu þeir að kanski væri þetta bara e-h mismunur í olíunni á milli landa...... Við keyrðum í ca. 40 mín og bíllin varð alltaf máttlausari og máttlausari og reykurinn meiri og meiri....þarna spunnust upp hinar ýmsu samsæris kenningar um hvað diselolían er léleg á Esso í þýskalandi.... Á endanum gekk þetta ekki lengur og við hringdum aftur í þjónustusíma Toyota í Svíþjóð og þeir sendu e-h gæja (við vorum á autobahn) sem var komin eftir 10mín og kíkti aðeins ofan í húddið og tók eftir því að loftintakið í túrbínuna var ekki á, þetta tók hann 5 mín að laga og við gátum haldið áfram.......
þetta var búið að seinka okkur um ca. 3klst í allt á lang lengsta keyrslu deginum okkar frekar pirrandi......


Svo í gær keyrðum við frá Hamborg til Svíþjóðar og þegar við vorum að nálgast Kaupmannahöfn þá tókum við eftir því að bíllin var að verða dísellaus við ákváðum að taka dísel aðeins seinna....... Og þegar við vorum komin framhjá Kastrup flugvelli á leiðinni yfir Eyrarsundsbrúnna föttuðum við það að við hefðum gleymt að taka disel......og ljósið farið að blikka í mælaborðinu.....þarna er ekki hægt að snúa við svo við urðum að halda áfram yfir........Við urðum svo disel laus rétt við hliðið þar sem maður borgar fyrir að fara yfir brúnna og þar sem Sænski tollurinn er..... við þurftum því að ýta bílnum í gegnum sænska tollin og þar þurftum við að bíða í 2klst vegna þess að bíllinn fór ekki í gang við það að setja á hann dísel, það þurfti aftur að hringja í þjónustusíma Toyota og gaurinn sem svaraði var sá sami og daginn áður........ ég held að Andrés sé kominn á svartan lista yfir eigendur Toyota í Svíþjóð...... það fyndna var að hann mundi fyrstu tölustafina í símanúmerinu..... hann kom svo bílnum í gang og við gátum loksins haldið áfram heim á leið.....

allt gekk þetta á endanum....

kv.Jónas og Lísa.......Og Andrés og Sara.......Og litla Toyotan sem er búin að bera okkur alla þessa leið.

ps.
Bjössi ég er í svo góðu formi eftir át og drikkju........ að ég held ég fari að taka það nærri mér þegar þú kallar mig fitubollu núna....þannig að þú verður að passa þig ég er svo viðkvæm Sál.

8 comments:

Anonymous said...

'Eg sem hélt að þið væruð enn í Þýskalandi á akstri ! Jæja , það styttist í að maður sjái ykkur sem er gott, bið líka að heilsa hinum bílaviðgerðarséniunum,kveðja Addý-mamma

Anonymous said...

Ég er viss um að bíllinn hefur bara ekki þolað öll þessi þyngsli!
Ég er svo fegin að þið komið bráðum heim. Bið að heilsa Adda og Söru Kv. Anna-mamma

Anonymous said...

Hahahahah sé ykkur alveg fyrir mér :-) vantar svo að heyra smá í ykkur ( eða svona meira Lísu!!) eruð þið með Ísl. númerin ykkar??

Luv Unnur

Jonas og lísa said...

Já erum með íslensku númerin okkar.

kv. lísa

Anonymous said...

bara einn dagur í að þið komið, hlökkum til að sjá ykkur, búin að taka út hreindýrið, kaupa rjómann í sósuna og bjórinn er kominn í ísskápinn, við höldum ykkur í formi :)

Svansý og Óli

Jonas og lísa said...

Júhúúú

við erum spennt......

Það er samt eitt sem ég verð að ná um helgina.....það er að fara á strikið og fá mér kebab hjá Halim Al (eða hvað hann nú heitir) :)

sjáumst á morgun

Anonymous said...

Halló , skralló gullmolar. mikið er gaman að lesa bloggið ykkar og fylgjast með ,,svona úr fjarlægð.Hlakka til að hitta ykkur kát og hress á íslandinu góða í maí. Gleðilegt sumar stórt knús magga móða m-amma

Anonymous said...

Frábært að lenda í smá ævintýri í restina... ;) Þetta er greinilega búin að vera æðisleg ferð!
Kv. Dagný Ösp