Sunday, April 13, 2008

Fjallaloft

Við erum búin að vesenast heilmikið hérna. Það stendur þó kanski hæst upp úr að geta eitt deginum í ekki neitt þegar maður hefur fullt að gera. Á einhvern hátt þá er skemmtilegara að vera latur þegar maður getur gert e-h, t.d. í Reggio þá höfðum við lítið að gera og þá var ekkert gaman að vera latur, hérna getur maður horft á tv eða farið á netið, farið út að hjóla eða labba kíkt í ísskápinn o.fl merkilegt.
Í gær fórum við til Salzburgar með Sissi og Ernst þar sem við skoðuðum gamla bæinn og fórum á kaffihús, og sáum húsið sem Mozart fæddist í.
Daginn þar á undan fórum við að skoða stærsta bókasafn í eigu kirkjunar í heimi, við sáum bækur sem voru gerðar árið 1340 t.d. Það bókasafn er í eigu e-h munnkaklausturs sem er held ég ótrúlega ríkt.... passar ekki alveg en svona er það nú bara, er víst einn stærsti vinnuveitandi í Steiermark.

Á þriðjudaginn hittum við Andrés og Söru í Salzburg og við ætlum að keyra um í viku með þeim, það fer því að styttast í annan endann á þessu flandri okkar.

Við búumst nú ekki við að komast jafn mikið á internet þá vikuna og við höfum gert hérna og fólk verður þá bara að lesa gömul blogg til að stytta sér stundir og skoða myndir ef það saknar okkar..... eða bara njóta síðustu dagana þar sem þið eruð laus við okkur :)

Það er annars allt komið í ljós með sumarið og nám næsta haust hjá okkur. Við erum hætt við USA (þrátt fyrir að Jónas hafi fengið inngöngu í skólann.......) kanski seinna.
Annars erum við búin að ákveða að fara í nám til Danmerkur í haust Lísa ætlar í DTU í levningsmiddelingeniör......get ekki þýtt þetta og Jónas fer í Kaupmannhafnarháskóla, er búinn að fá inni í verkefni þar og held að það verði spennandi......
Svo verðum við bara að vera dugleg að vinna í sumar (Lísa á sambýli og Jónas á ISOR) til að borga allan bjórin sem við erum að drekka þessa dagana....

Kanski verðum við dugleg að setja inn myndir fyrir þriðjudaginn, því það er síðasti almennilegi internetdagurinn okkar....

kiss kiss

4 comments:

Anonymous said...

Frábært að heyra frá ykkur, mér finnst þetta ferðalag ykkar alveg magnað. Ég er samt fegin að túrinn er senn á enda og að þið komið heim, þótt það sé aðeins skamman tíma. Kv. Anna-mamma

Anonymous said...

Fagnaðarlæti í Trørød, klassi að fá ykkur út til dk. Nú er bara að koma Leif og Unni út líka.

Kveðja Óli Tage

Anonymous said...

Hlakka til að fá ykkur heim:)
Kv Hlín

Anonymous said...

Gaman hvað allir dekra við ykkur, það er gott að eiga góða vini. Mér líst vel á Dk. þá getur Lísa lært eitthvað líka ooooog..... stutt að heimsækja ykkur og njóta Dk sem er svo æðisleg:)kv.Addý-mamma