Þetta efnahagsástand á Íslandi hefur heilmikil áhrif á námsmenn......
Fyrir nokkrum árum töluðu námsmenn alltaf um sig sem fátæka námsmenn en undanfarinn ár hef ég ekki fundið fyrir því. Maður hefur lifað eins og venjulegur einstaklingur á Íslandi á sínum námslánum. Bíll, íbúð,bjór......
Núna fer kanski að líða að því að maður geti kallað sig fátækan námsmann. Ég veit það ekki enn en það kemur líklega í ljós á næstunni, svona þegar danskir bankar byrja að leifa millifærslur frá Íslandi.
Við vorum nú svo heppin að eiga inni orlof hérna í banka frá 2006, svo við höfum ekki þurft að stressa okkur á því að ná einhverju út úr bönkunum. Svo er nú hægt að fara langt á því sem til er í ísskápnum. það þarf því ekki að hafa áhygjur af okkur (MÖMMUR!!!!).
Jahh! og ef allt fer á versta veg þá er kanski hægt að líta á þetta sem ágætis ástæðu og fasta í fyrsta skiptið, hvernig væri það???? Fasta til að mótmæla Bretunum og hryðjuverkalögunum þeirra.
Kanski verður þetta að frægum megrunarkúr, kreppukúrinn og hann útleggst þannig!
Morgunmatur, epli (þau eru ódýr á haustin)
hádegismatur 2 epli
kvöldmatur e-h baunadrasl í staðinn fyrir kjöt,
Á milli mála. Kaffi til að fylla í tómarúmið.
Kv. frá námsmönnunum í Köben sem eru á kreppukúrnum!
Monday, October 13, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
4 comments:
Já, mér líst vel á kúrinn, munið bara að drekka mikið vatn með. Kv. Anna-mamma
Hehehe ég sagði það sama við Lalla í gær: Þá er kannski bara ágætt að fara í megrun fyrst að það eru ekki til peningar fyrir mat!!
en fyndið við áttum líka orlof síðan 2006 - ekkert lítið sátt með það svona rétt á meðan peningarnir mínir eru í frosti... Hvað er það!!!
Ég kem með fulla tösku af mat með mér til baka þegar ég kem frá Íslandi. Ætlaði fyrst að hafa það föt en eftir smá íhugun hef ég skipt um skoðun og ætla að fylla hana af mat...
En bíddu átti ekki að blogga um eitthvað annað en kreppu??
Iss kreppa hvað, við fengum nú þennan dýrindis mat hjá ykkur á laugardag, og ekki vottur af kreppu af því.
Við drekkum þá bara ódýran bjór og kranavatn og þá verður þessi kreppa ekkert mál :)
annars takk fyrir skemmtilegt kvöld :)
kv. Allý og Davíð
Ja eg lofa ad blogga ekki aftur um kreppu......
Post a Comment