Monday, March 10, 2008

Ekki fréttir.

Við höfum ákveðið að gera nokkrar breytingar á ferðaplaninu okkar og það er ekki að þakka góðum ábendingum frá diggum lesendum okkar.....

Þessar breytingar hafa í för með sér mikinn lífsháska og mun líklega aðeins annað okkar ná fluginu heim í maí.

Til að fá að vita hvað það er sem við ætlum að gera ..... viljum við fá að vita svolítið í staðinn.

Hver var morðinginn í danska sakamálaþættinum Forbrydelsen?

Kv.Jónas og Lísa

10 comments:

Anonymous said...

Það er nú saga að segja frá því.

Ég horfi bara á fyrsta þáttinn og sagði ég við Svanhildi þessi drap hana og Svanhildur horfði á þetta allan veturinn og hvað kom í ljós, jú ég hafði rétt fyrir mér.

Það er samt erfitt að útskýra fyrir ykkur hver þetta er því að ég sá bara einn þátt, ég ætla samt að prófa. Þetta var gaurinn sem vara að vinn hjá pabbanum held ég

Kveðja Óli Tage

Jonas og lísa said...

Þakka kærlega fyrir þessar upplýsingar.

Ég vona að þættirnir séu búnir á Íslandi annars gæti verið að fólk verði súrt út í okkur.

Annars var okkur ekki búin að detta þessi gaur í hug....

En já í sambandi við breytingarnar á planinu þá erum við að pæla í að skella okkur á skíði ef það verður enn snjór í norðrinu þegar við verðum þar.... merkilegt ekki satt?

Anonymous said...

Ég hef bara ekki hugmynd hver drap hvern, var ekki að fylgjast með þessum þáttum :-( hlakka til að fá ykkur heim, og þá vonandi sem allra fyrst

Luv
Unnur

Anonymous said...

Jább, hét hann ekki Vagn eða e-h þvíumlíkt, ég sá sko bara næst síðasta þáttinn þar sem komst upp um hann og spurði Arndísi og Hlédísi endalaust: "Hver er þessi, en þessi, eeen þessi...??"
Óþolandi týpan.
En takk fyrir póstkortið gullin mín, það fær sko að hanga á ísskápnum þar til ég fæ að sjá í smettin á ykkur. Hugsa til ykkar og vona að þið farið varlega á skíðum.
Knús, Matta frænka

Anonymous said...

Hei, og annað. Ef þið farið til Geneva (eða hvernig sem það er skrifað), þá á ég íslenska vinkonu þar sem er gift ítala og þau eru einmitt að fara núna í lok mars út til Geneva og verða í 2 mánuði held ég. Þau eiga fjallakofa sem er víst algjört ævintýri að heimsækja, get haft samband við þau, ef þið eruð á ferðinni.
Annað knús, Matta

Anonymous said...

Vona að ykkur gangi vel. Best væri bara að vita ekki of mikið um ykkar áætlanir, þá fer minna fyrir áhyggjunum! Mér líst vel á fjallakofann í Geneve, Þið gætuð verið þar í mestu makindum og horft á skíðakappana úr fjarlægð, eða hvað? Kv. Anna-mamma

Jonas og lísa said...

Matta ertu að meina Genoa (Geneva er í Sviss).

Við ætlum til Genoa....
Við viljum ekki vera uppáþrengjandi en fjallaskáli hljómar mjög vel í okkar eyrum. Ef þú hlerar það að fólk nenni að standa í því að fá okkur, sérstaklega ef hann býður upp á skíðaferð.

Takk

Anonymous said...

Takk Óli, fyrir að eyðileggja fyrir mér Forbrydelsen partýið sem ég var búinn að skipuleggja hérna á vistinni um helgina!! Ætluðum að poppa og svona og horfa á lokaþáttinn saman hérna krakkarnir.. En þú kemur bara opinberlega fram og kjaftar frá morðingjanum.. Ég er gráti næst..
Kveðja frá Odense ;)

Anonymous said...

ójá, gleymdi að Matta kjaftaði líka.. hehe..

Anonymous said...

Já þá er ég örugglega að meina Genoa..allavega er það á Ítalíu sem ég er að meina! Ég tékka á Heiðu vinkonu og kanna málið. Knúhús, Matta