Saturday, April 5, 2008

Austurríki



Halló Ísland.

Erum búin að vera í Austrríki núna í 3 daga og höfum það eiginlega allt of gott. Það er allt búið að snúast um að gera okkar dvöl hérna sem besta.

t.d Skruppum við til Vínar í gær.....

Já og svo held ég að ég hafið hvorki orðið svangur né þyrstur síðan ég kom, það er sko séð fyrir því að maður hafið nóg að bíta og brenna....
Fólkið sem við erum hjá talar ekki mikla ensku og við enn minni þýsku, og því getur reynst erfitt að segja.... Nei takk ég er orðinn saddur.... Ég hef því tekið þann pól í hæðina að éta bara..... og er ansi góður í því..
Ein algengasta setningin hjá Lísu er ,,Jónas getur þú ekki borðað þetta fyrir mig" enn því miður á ég nóg með mig og hún verður því oft að éta og éta.

Fjölskyldan sem við erum hjá ræktar epli og það eru því nóg af eplum og heimagerður eplasafi með öllu hérna...

Steiermark das grune hertz der Österreich

2 comments:

Anonymous said...

Gott að þið eigið náðuga daga og nóg að borða! Mig langar að sjá fleiri myndir frá Austurríki. Kv. Anna-mamma

Anonymous said...

Yndislegar myndir frá Austurríki. Mig dauðlangar aftur þangað. Ætlið þið að heimsækja Margréti í Dellach Drau.( fyrrverandi skiptinema hjá mér.) sem þið Siggi heimsóttuð í síðustur ferð?
Verði ykkur að góðu allur maturinn og drykkirnir. Gott að safna forða fyrir hungurdaga þegar heim kemur og borga þarf mat og skuldir.
Kveðja Sigga K