Tuesday, February 26, 2008
Taormina
Taormina er byggdur uppi i fjalli beint upp af sjonum og er frekar spes og fallegur, tetta er alvoru ferdamannabaer og madur fann fljott fyrir tvi.
Tetta hefur verid vinsaell ferdamannabaer i yfir 100 ar og vorum vid ekki hissa tegar vid gengum um hann.
Vid settum inn myndir fra deginum a myndasiduna, vorum ansi anaegd med tessa ferd.
kvedja lisa og jonas
Monday, February 25, 2008
Veðurfréttir
Lísa er búin að vera í sólbaði úti á svölum og ég er orðin sveittur á rassinum.
Bara svona til að láta ykkur vita, við vonum að veðrið hjá ykkur sé gott....
kiss kiss
Sunday, February 24, 2008
Fótbolti
Þegar við vorum að labba á völlin fór ég að pæla í því að ef við værum á englandi þá væru allir sem væru að fara á völlin blindfullir. Ekkert svoleiðis í gangi.
Við vorum í stúkunni þar sem stuðningsmenn Reggina voru og menn, konur og börn voru óspör á orð eins og t.d. bastardo
í miðjum leik kom í ljós að nokkrir stuðningsmenn Juve voru í stúkunni rétt hjá okkur, ekki innilokaðir í net hinumegin á vellinum eins og aðrir, þetta komi í ljós rétt eftir að Juve jafnaði og því urðu heljarennar læti. Menn reyndu að klifra yfir girðingar og fóru að gríta klinki á milli stúkanna, fólk frá Reggio sem var nálægt Juve mönnum fór að flýja í burtu þegar klinkinu byrjaði að rigna.
Annars var leikurinn fínn og hann endaði með því að Reggina fékk víti á 90mín sem varð til þess að þeir unnu Juve 2-1 sem gerist sko ekki á hverjum degi og geggjuð fagnaðarlæti brutust út .... Ekkert smá skemmtilegt..
kv. Jónas og Lísa
Wednesday, February 20, 2008
Ökutími
Fyrsti ökutíma ítalsks unglings ATH! Samtalið er þýtt á Íslensku......
Ökukennarinn (Luigi): Góðan dag
Nemandinn (Isabella): Góðan dag herra Luigi, hvernig lýður þér. (mjög gott kurteis í fyrsta tíma... gott)
Ökukennarinn (Luigi): Vel þakka þér fyrir. Jæja eigum við að byrja?
Nemandinn (Isabella): Jáhá, ég er ekkert smá spennt.
Ökukennarinn (Luigi): Það er gott. Jæja þetta er flautan, já ýttu á hana.
Nemandinn (Isabella): Já híhí. FLAUT.
30 mín. Seinna.
Ökukennarinn (Luigi): Jæja þetta er orðið fínt, þú mátt hætta að flauta.
Nemandinn (Isabella): Já allt í lagi. Vá æðislega skemmtilegt...
Ökukennarinn (Luigi): Já finst þér ekki. Í næsta tíma mundu læra að setja bílinn í gang og ég mun kenna þér á aðra hluti sem eru ekki eins nauðsynlegir við akstur, eins og t.d. kúpling, bensíngjöf og stefnuljós.
Nemandinn (Isabella): Æi þarf ég að læra eitthvað annað en að flauta.
Ökukennarinn (Luigi): Já því miður..
ATH! Þetta eru ýmindaðar aðstæður en gætu allt eins verið sannar miðað við hvernig bílar eru notaðir hérna. Og ef pimp my ride væri stílfært yfir í ítalskt sjónvarp væri örugglega skipt um flautu fyrst.
Monday, February 18, 2008
Helgin.......
Svo viljum við þakka ættingjum okkar fyrir öll símtölin sem við höfum fengið í nýja númerið okkar, mér telst til að Anna hafi hringt c.a. 3, Andrés 3, Addý 1 og
Þelamörk 43 1.
Vá hvað ykkur þykir vænt um okkur!!!!!!
(Lísa segir að ég sé með heimþrá af því að ég er alltaf að tuða yfir því að engin hringi)
Jæja nóg af tuði....
Við skelltum okkur til Sikileyjar um helgina. Við erum búin að góna yfir sundið nokkuð oft og loksins fórum við. Við eyddum nokkrum klst í Messina sem er aðeins stærri borg en Reggio (okkar). Helsti munurinn var kannski sá að göturnar voru breiðari og borgin öll stærri að sjá, annars var hún svona típísk Ítölsk, hundaskítur á gangstéttinni og dúfur.
Frá Messina fórum við lest suður með austurströnd Sikileyjar fram hjá misstórum bæjum og eru 1-2 alla vegana komnir inn á heimsókna listann okkar. Annar er Taormina frekar vinsæll ferðamannastaður á sumrin og er eflaust skemmtilegur að sækja heim þegar ferðamannatíminn er í lágmarki, hinn er Catania sem stendur undir Etnu og er það kannski það helsta sem dregur mig til borgarinnar. Ég tók ansi margar myndir af fjallinu út um lestargluggann á leiðinni heim í gær (Lísu til mikillar ánægju þar sem hún var að reyna að sofa).
Við eyddum helginni í Siracusa sem er einnig típísk Ítölsk borg en þó talsvert vinalegri en þær sem við höfum séð í ferðinni, skemmtilegur borgarhluti þar sem göturnar voru frekar gangstígar og húsin allveg úti við sjó. Einnig var þarna gamalt grískt leikhús og rústir frá rómverjum en við vorum aðeins of sein og það var lokað því svæði á nefið á okkur.
Annars var frekar mikill vindur og kalt svo maður náði ekki alveg að njóta þess að rölta um borgina til að skoða.
Ég veit ekki hvað hitastigið er hérna en ég er viss um að það er svipað og á Íslandi og við vorum að drepast úr kulda í skólanum í morgun. Það er ekki beint hvetjandi að rífa sig fram úr hlýju rúminu á morgnana og skella sér í skólann þegar maður veit að það er jafn kalt og í ísskápnum okkar þar inni.
Nokkrar nýjar myndir komnar inn.
Kiss kiss
Friday, February 15, 2008
Sma ferdalag a morgun
Wednesday, February 13, 2008
hitasveiflur
Ég held t.d. að ef eihver myndi kenna Ítölunum að nota tvöfalt gler og almennilega þröskulda (út á svalir) þá væri ekki alveg jafn kalt.
Vegna þess hve mikill kuldi kemur inn um svaladyrnar okkar þá notum við (ásamt öllum öðrum) sérstaka hlera til að loka fyrir á nóttunni. Þetta getur skapað vandamál sem tók okkur nokkra morgna að átta okkur á.
Vandamálið er það að maður fær ekkert sólarljós inn í íbúðina um morguninn og því er almyrkvað í herberginu svo lengi sem þessi “rúlluhleri” er fyrir hurðinni.
Maður er allveg gríðarlega þungur upp á morgnana (kanski ekkert nýtt fyrir okkur) og það má segja að við Lísa erum að skapa okkur okkar eigið skammdegi hér í suðurhöfum. Ég hef t.d. staðið sjálfan mig að því að vakna og hugsa...,, Hvenær ætlar sólin eiginlega að koma upp” ég allveg gjörsamlega útkvíldur og allt almyrkvað ennþá, ég hélt að það væri ennþá nótt. Svo leit ég á klukkuna og hún var orðin hálf eitt........ frekar skrítið.... allt orðið bjart úti og hitinn stigin yfir 13°.
Við erum að reyna að skipuleggja helgarferð og er stefnan tekin á Sikiley og eitthvað í nágreni við Etnu.
Reynum ad vera dugleg ad taka myndir og setjum taer svo inn eftir helgi.
Kv. Jónas og Lísa.
Monday, February 11, 2008
Samvera........
Lisa: Ertu buin ad fara a klosettid i dag?
Jonas: Nei var ad vona ad kaffid myndi hjalpa.
Lisa: Ekki eg heldur, vid verdum ad fara ad borda minna pasta.
Jonas: Ja og drekka meira kaffi.
Samtalid var reyndar lengra og meira um smaatridi sem eg lysti fyrir Lisu (henni totti tetta MJOG ahugavert....), tel ekki naudsynlegt ad skyra nakvaemlega allt herna.
Eg vona ad tid eigid godan dag og tessi postur veki upp godar tilfinningar......
kv. Jonas og Lisa
Friday, February 8, 2008
VEIKINDI
Og hann er tad svo sannarlega tvi vid tjaumst af mjog algengum sjukdomi sem getur borist i menn ur sverdfiski baedi vid inntoku, innondun og snertingu. Helstu einkenni sjukdomsins eru skapstird a morgnana og erfidleikar vid ad fara fram ur rumi, longun til ad leggja sig yfir midjan daginn og hraedsla vid allt likamlegt erfidi.
Tad er skemmst fra tvi ad segja ad vid erum med sjukdominn a hau stigi og tad hefur ordid vart vid oll einkennin a heimilinu.
VARUD! ef tid sem lesid tetta og commentid ekki er mjog liklegt ad tid smitist...... tad sagdi laeknirinn okkur i gaer (alveg satt).
Tad hafa verid trumur og eldingar herna i tvo daga sem gaeti to kanski skyrt letina i okkur.....
kv. Jonas fitubolla og Lisa skvisa
Wednesday, February 6, 2008
Mercoledi, 6 Febbraio 2008
Það er eitt vandamál sem við eigum við að stríða hérna (tengist aðeins því að vera mállaus), það er að við vitum ekki alveg hvernig við eigum að spyrja. Hversu mikið kostar þetta???? Því eins og t.d. í gær vorum við að labba fram hjá fiskbúð og fyrir utan búðina var sverðfiskshaus sem greinilega hafði verið veiddur um morguninn, okkur langaði náttúrulega til að smakka hann og báðum um stykki. Sagan er aðeins flóknari svo hún kemur bara öll...
Við reyndum að útskýra að við vildum fá nóg fyrir tvo og konan sagði uno i duo og vegna gífurlegrar kunnáttu í tungumálinu svöruðum við sí, svo segir lísa við mig sjáðu hún er að klúfa steikina okkar, þá skyldi konan okkur þannig að steikin ætti að fara í tvo hluta...... Fína sverðfisksteikin okkar var þunn og kjánaleg... Já og að verðinu þá kostuðu tvær sverðfisksteikur (báðar klofnar í tvennt nota bena) 14 evrur, sem er í raun frekar mikið, hefðum líklegast ekki keypt þetta ef við hefðum kunnað að segja...Hvað kostar þetta? (14 evrur = 1400kr kanski ekki mikið fyrir fínt stykki en við hefðum getað fengið okkur fína nautasteik þrisvar sinnum fyrir þetta verð).... En við erum allveg að fara að mana okkur upp í að reyna að biðja um hlutina frekar en að standa og benda á eitthvað og kinka kolli.....
Við reynum að nota ensku bara í undantekningar tilfellum t.d. þegar við báðum um símakort.
Það er búið að vera einhverjir tillidagar hérna undanfarið, við erum aðeins úr takti við dagatalið en eru ekki sprengi, bollu og öskudagur núna einhverntíman? Við tengjum allavegana krakka í búningum við það, krakkarnir eru búinir að vera með froðu í brúsum (eins og rakfroða) svo af og til mætir maður krakka þöktum í froðu og bílar og hús hafa fengið sinn skerf. Í gær hefur svo verið aðaldagurinn því það var skrúðganga eða carnival eins og þetta er kallað hérna með skreytum vögnum og bílum og fullt af fólki.
kv. Jonas og Lisa
Monday, February 4, 2008
Óhamingja..... eða hvað?
OHHHHH við héldum að við yrðum ein í febrúar (erum frekar mannfælin) við vorum einnig í óðaönn að skola niður seinni flöskunni af ódýra berjasaftinu sem við erum orðin svo hrifin af....
Einnig kom þessi truflun á slæmum tíma þar sem að við vorum að horfa á uppáhalds sjónvarpsþáttinn okkar, þátturinn er einskonar orðaleikur þar sem að maður reynir að geta upp a orði i eyðurnar, þið getið rétt ýmindað ykkur hve góð við erum í þessum leik. Lísu finnst þátturinn einnig mjög áhugaverður af því að konan sem er í honum er alltaf í svo flottum kjólum og mér finnst þátturinn svo skemmtilegur af því að konan er í honum..... Bara svo þið skiljið hvað okkur finnst svo skemmtilegt við hann setti ég myndir (af sjónvarpsþætti....skrítið) á myndasíðuna, þar getið þið dæmt sjálf hvort “kjóllinn” er flottur eða ekki...
Eftir að hafa eitt helginni með meðleigjandanum sem er stelpa (frá Úkraínu en býr og vinnur í Graz) held ég að þessi geðveiki í okkur Lísu um að vilja vera ein hafi engan rétt á sér, þetta er ósköp róleg og ljúf stelpa. Það er einnig mjög gott að hafa hana í íbúðinni með okkur þar sem við Lísa fáum ekki alveg upp í kok á hvort öðru, allavegana ekki strax. Hún talar einnig Ítölsku svo hún getur eflaust hjálpað okkur eitthvað.
Í gær fórum við á fótboltaleik, Reggina tók á móti Torino leikurinn var ágætur á að horfa en Reggina tapaði. Það hefði verið skemmtilegara að vera á vellinum ef þeir hefðu unnið.
Í næsta mánuði kemur Juventus og þá verðum við að fá miða. Mig langar mikið til að fá miða á þann leik.
Við keyptum miða sem voru í númeruð sæti en þegar við komum á völlinn sáum við að það var ekkert þannig, flestir standa bara þar sem þeim sýnist og gera það sem þeim sýnist t.d. var einn með hundinn sinn með sér á leiknum.
Þetta var frekar spes og talsvert skemmtilegara en að vera á Laugardalsvellinum, þar sem Íslenskir áhorfendur eru flestir algjör dauðyfli á vellinum, þarna öskraði fólk og baðaði út höndunum ef þeim mislíkaði eitthvað.
Allskonar fólk var þarna saman komið, gamlar kellingar og ungabörn, já og hundurinn, sem Lísa vorkenndi allan leikin vegna þess að þegar öskur og læti brutust út í áhorfendaskaranum hljóp hann alltaf um geltandi og tók virkan þátt í þessu.
Það er einn Íslendingur sem spilar með liðinu og hann kom inn á í seinni hálfleik en allt kom fyrir ekki tvö vítaspyrnu mörk frá Torino kláruðu leikinn. Meira hvað menn geta verið klaufalegir inni í teignum........ Eg var half pirradur eftir tennan leik
Kv. Jónas og Skvísa
ATH! Nyjar myndir, fotbolti og sjonvarpstattur asamt okkar fridu fèsum svo tid gleymid okkur ekki.
Friday, February 1, 2008
Dagur 2 i Reggio Di Calabria
Jæja við fórum á skrifstofu skólans í dag og kláruðum að skrá okkur í kúrsana sem við munum taka hérna. Við munum líklega bara taka tvo þ.e.a.s febrúar og mars svo ætlum við að sjá til hvort við ferðumst bara í apríl eða tökum þriðja kúrsinn.
Skólinn lýtur betur út en við fyrstu sýn þar sem að núverandi inngangur virðist vera notaður vegna viðgerða hinumegin við húsið.
Það er hálf fyndið að fylgjast með því hvernig hlutirnir virka hérna þar sem að t.d. á skrifstofunni sem var að skrá okkur inn í tölvukerfið voru 5 kallar og þar af voru þrír að fylgast með einum vinna í tölvunni að skráningunni. Ég myndi ekki vilja vera hérna á sumrin þegar mikið er af stúdentum og afgreiðslan er svona.
Á mánudaginn förum við í próf þar sem á að athuga kunnáttu okkar í Ítölsku.....munum eflaust standa okkur mjög vel þar.....
Það er ekkert af ástæðulausu að Ítalskur ís er heimsfrægur, við fórum í gær og fengum okkur ís og hann var ótrúlega mergjaður, Lísu fannst hann græðgislegur (eitt af þessum orðum sem hún og Anna finna upp á og ég skil ekki, þau eru mörg). Það voru ótrúlega margar tegundir og maður vissi ekki hvernig maður snéri þegar kom að því að velja, enda notuðum við mjög vel þróað tungumál sem samanstendur af bendingum höfuðhreyfingum og orðinu Si. Þarna var hægt að fá t.d. ís í brauði.... ekkert nýtt?? Jú víst þetta var ekki brauðform þetta var brauð, þetta var eins og snúður úr bakaríinu klofinn og ís troðið ofan í hann. Við lögðum nú ekki alveg í slíkar dírðir en einn daginn ætlar Lísa að prufa svona.
Við eiðum dögunum í að ganga um borgina og skoða það sem er vert að skoða á milli þess sem við skjótum okkur í gegnum umferðina, erum orðin nokkuð góð í því og ég er farin að hafa minni áhygjur af þessu. Sérstaklega þar sem að ég er næstum jafn þungur og einn svona smábíll sem þeir keyra um á.
Við bættum við myndum í Ítalíu albúmið okkar....
Við erum komin með Ítalskt símanúmer sem er +393497045212
Og veriði nú óhrædd við að hringja og endilega commenta hjá okkur það er alltaf gaman að sjá hvort einhver er að kíkja á síðuna, ef það er engin að skoða þá hættum við að blogga. Alveg satt.
Kiss kiss Jónas og Lísa