Wednesday, February 13, 2008

hitasveiflur

Við erum allveg ad fara ad venjast þessum hitasveiflum í húsinu okkar. Þó er erfitt að skilja hversvegna það er ekki hægt að vera með smá miðstöð í húsinu.
Ég held t.d. að ef eihver myndi kenna Ítölunum að nota tvöfalt gler og almennilega þröskulda (út á svalir) þá væri ekki alveg jafn kalt.
Vegna þess hve mikill kuldi kemur inn um svaladyrnar okkar þá notum við (ásamt öllum öðrum) sérstaka hlera til að loka fyrir á nóttunni. Þetta getur skapað vandamál sem tók okkur nokkra morgna að átta okkur á.

Vandamálið er það að maður fær ekkert sólarljós inn í íbúðina um morguninn og því er almyrkvað í herberginu svo lengi sem þessi “rúlluhleri” er fyrir hurðinni.
Maður er allveg gríðarlega þungur upp á morgnana (kanski ekkert nýtt fyrir okkur) og það má segja að við Lísa erum að skapa okkur okkar eigið skammdegi hér í suðurhöfum. Ég hef t.d. staðið sjálfan mig að því að vakna og hugsa...,, Hvenær ætlar sólin eiginlega að koma upp” ég allveg gjörsamlega útkvíldur og allt almyrkvað ennþá, ég hélt að það væri ennþá nótt. Svo leit ég á klukkuna og hún var orðin hálf eitt........ frekar skrítið.... allt orðið bjart úti og hitinn stigin yfir 13°.

Við erum að reyna að skipuleggja helgarferð og er stefnan tekin á Sikiley og eitthvað í nágreni við Etnu.

Reynum ad vera dugleg ad taka myndir og setjum taer svo inn eftir helgi.

Kv. Jónas og Lísa.

2 comments:

Anonymous said...

Þetta er ekki gott. Hvernig væri að nota vekjaraklukku? Það hefur oft reynst vel!
Vonandi komist þið til Sikileyjar. Kv. Anna-mamma

Anonymous said...

Tetta er eitthvad annad en hja okkur. Tad er bara heit herna....og alltof heit i tokkabot. Erum samt ad byrja kafaranamskeid a morgunn sem aetti ad geta kaelt okkur nidur. Kvedur ur hitanum
Kristjan (sem er i Astraliu, ekki egilstodum)