Við fórum á fótboltaleik í gærkvöldi.... Reggina vs. Juventus
Þegar við vorum að labba á völlin fór ég að pæla í því að ef við værum á englandi þá væru allir sem væru að fara á völlin blindfullir. Ekkert svoleiðis í gangi.
Við vorum í stúkunni þar sem stuðningsmenn Reggina voru og menn, konur og börn voru óspör á orð eins og t.d. bastardo
í miðjum leik kom í ljós að nokkrir stuðningsmenn Juve voru í stúkunni rétt hjá okkur, ekki innilokaðir í net hinumegin á vellinum eins og aðrir, þetta komi í ljós rétt eftir að Juve jafnaði og því urðu heljarennar læti. Menn reyndu að klifra yfir girðingar og fóru að gríta klinki á milli stúkanna, fólk frá Reggio sem var nálægt Juve mönnum fór að flýja í burtu þegar klinkinu byrjaði að rigna.
Annars var leikurinn fínn og hann endaði með því að Reggina fékk víti á 90mín sem varð til þess að þeir unnu Juve 2-1 sem gerist sko ekki á hverjum degi og geggjuð fagnaðarlæti brutust út .... Ekkert smá skemmtilegt..
kv. Jónas og Lísa
Sunday, February 24, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
Já, það hefur aldeilis verið fjör! Kv. Anna-mamma
Úff, ég verð að segja að ég öfunda ykkur smá að hafa upplifað þetta.. Er ekki annars Ítalski boltinn að fara til fjandans útaf spillingu eins og margt annað í þessu ágæta landi..?
Forza Milan!
Þráinn.
Jú ég efast ekkert um það, allavegana er fótboltin mikið í fréttum hérna.
Post a Comment