Wednesday, February 20, 2008

Ökutími

Fyrsti ökutíma ítalsks unglings ATH! Samtalið er þýtt á Íslensku......

Ökukennarinn (Luigi): Góðan dag

Nemandinn (Isabella): Góðan dag herra Luigi, hvernig lýður þér. (mjög gott kurteis í fyrsta tíma... gott)

Ökukennarinn (Luigi): Vel þakka þér fyrir. Jæja eigum við að byrja?

Nemandinn (Isabella): Jáhá, ég er ekkert smá spennt.

Ökukennarinn (Luigi): Það er gott. Jæja þetta er flautan, já ýttu á hana.

Nemandinn (Isabella): Já híhí. FLAUT.

30 mín. Seinna.

Ökukennarinn (Luigi): Jæja þetta er orðið fínt, þú mátt hætta að flauta.

Nemandinn (Isabella): Já allt í lagi. Vá æðislega skemmtilegt...

Ökukennarinn (Luigi): Já finst þér ekki. Í næsta tíma mundu læra að setja bílinn í gang og ég mun kenna þér á aðra hluti sem eru ekki eins nauðsynlegir við akstur, eins og t.d. kúpling, bensíngjöf og stefnuljós.

Nemandinn (Isabella): Æi þarf ég að læra eitthvað annað en að flauta.

Ökukennarinn (Luigi): Já því miður..

ATH! Þetta eru ýmindaðar aðstæður en gætu allt eins verið sannar miðað við hvernig bílar eru notaðir hérna. Og ef pimp my ride væri stílfært yfir í ítalskt sjónvarp væri örugglega skipt um flautu fyrst.

4 comments:

Anonymous said...

Sæl verið þið!
Þótt maður hafi ekkert að segja þorir maður ekki annað en að senda línu því SUMIR kvarta og kveina:)
Hér er rok, rigning, slydda, kalt og dimmt( en ok. hlýtt inni) svo reynið að njóta ykkar og upplifa nýja hluti. Kveðja Addý-mamma

Anonymous said...

Farið bara varlega innan um þessa brjáluðu ökumenn. Þeir eru nú varasamir hérna líka. Í gær ók einn fullur á ljósastaur, gaf þá duglega í og tók staurinn bara með sér. Steig síðan út úr bílnum (15 milljón kr. Benz)og labbaði heim til sín. Þetta gerðist á bak við húsið okkar! Kv. Anna-mamma

Anonymous said...

Krakkar, ég er búin að reyna að hringja í tvo daga, en fæ ekki samband! Viljið þið láta mig vita hvers vegna? Kv. Anna-mamma

Anonymous said...

Jæja, þá hef ég heyrt í ykkur og veit að allt gengur vel! Kv. Anna-mamma