Monday, February 18, 2008

Helgin.......

Gaman að sjá að tvær uppáhalds frænkur hafa bæst í hóp diggra lesenda þessarar síðu (eru ekki annars um ca. 9 mans sem skoða hana).

Svo viljum við þakka ættingjum okkar fyrir öll símtölin sem við höfum fengið í nýja númerið okkar, mér telst til að Anna hafi hringt c.a. 3, Andrés 3, Addý 1 og
Þelamörk 43 1.

Vá hvað ykkur þykir vænt um okkur!!!!!!
(Lísa segir að ég sé með heimþrá af því að ég er alltaf að tuða yfir því að engin hringi)


Jæja nóg af tuði....
Við skelltum okkur til Sikileyjar um helgina. Við erum búin að góna yfir sundið nokkuð oft og loksins fórum við. Við eyddum nokkrum klst í Messina sem er aðeins stærri borg en Reggio (okkar). Helsti munurinn var kannski sá að göturnar voru breiðari og borgin öll stærri að sjá, annars var hún svona típísk Ítölsk, hundaskítur á gangstéttinni og dúfur.
Frá Messina fórum við lest suður með austurströnd Sikileyjar fram hjá misstórum bæjum og eru 1-2 alla vegana komnir inn á heimsókna listann okkar. Annar er Taormina frekar vinsæll ferðamannastaður á sumrin og er eflaust skemmtilegur að sækja heim þegar ferðamannatíminn er í lágmarki, hinn er Catania sem stendur undir Etnu og er það kannski það helsta sem dregur mig til borgarinnar. Ég tók ansi margar myndir af fjallinu út um lestargluggann á leiðinni heim í gær (Lísu til mikillar ánægju þar sem hún var að reyna að sofa).
Við eyddum helginni í Siracusa sem er einnig típísk Ítölsk borg en þó talsvert vinalegri en þær sem við höfum séð í ferðinni, skemmtilegur borgarhluti þar sem göturnar voru frekar gangstígar og húsin allveg úti við sjó. Einnig var þarna gamalt grískt leikhús og rústir frá rómverjum en við vorum aðeins of sein og það var lokað því svæði á nefið á okkur.
Annars var frekar mikill vindur og kalt svo maður náði ekki alveg að njóta þess að rölta um borgina til að skoða.
Ég veit ekki hvað hitastigið er hérna en ég er viss um að það er svipað og á Íslandi og við vorum að drepast úr kulda í skólanum í morgun. Það er ekki beint hvetjandi að rífa sig fram úr hlýju rúminu á morgnana og skella sér í skólann þegar maður veit að það er jafn kalt og í ísskápnum okkar þar inni.

Nokkrar nýjar myndir komnar inn.

Kiss kiss

7 comments:

Anonymous said...

Ég ákvað að segja HALLÓ þar sem það er svo langt síðan síðast. Ég er í þessum rituðu orðum upp við heitan og góðan ofn og með hundinn á tánum sem hrýtur í takt við vindkviðurnar sem berja á gluggan. Hafið það sem allra best og verið dugleg að setja inn ferðasögur.
Kv Bjartur

Anonymous said...

'Eg er sko búin að hringja 2x ! 'Eg var í faðmi frænkna og frænkna á ská um helgina ('Alftavatni) þar sem ekkert annað komst til tals en KINDUR.IS þar sem Hlédís er að gera út pabba sinn og selja kindur sem hann fóstrar fyrir fólk og það eru bullandi viðbrögð, þetta virðist vera að gera sig hjá stelpunni!!! ,Annars fór ég að horfa á Thelmu í fimleikum og var tíminn hálfnaður þegar hún ákvað að vera með :o) bestu kveðjur héðan Fróni, Addý-mamma

Anonymous said...

Mér finnst vont að vita af ykkur í þessum andstyggðar kulda. Hér er bara venjulegur suddi, en það er þó hlýtt og gott innandyra. Við getum bara verið þakklát að búa á þessu skeri.
Ég lofa að hringja oftar, að minnsta kosti einu sinni í viku! Kv. Anna-mamma

Anonymous said...

Ég skoða síðuna líka :) er reyndar farin að þurfa mikið á klippingu að halda og sakna hárgreiðslukonunnar minnar! -Álfhildur

Anonymous said...

Hæhæ við erum alltaf að hugsa til ykkar:) Við vorum á þorrablóti um helgina hjá Sigfúsi og var svakalegt stuð þar. við fórum heim með hellur eftir öll lætin, þá sérstaklega í Gunnari eins og vanalega:) Annars var gaman að fylgjast með Thelmu Nótt, Unni Sjöfn og Siggu Soffíu. Thelma þurfti alveg 2 tíma að jafna sig eftir að hafa sofnað á leiðinni en svo kom þetta loksins hjá henni og þá var svo mikið stuð að þær voru allar komnar á nærfötin og kófsveittar:)Allavega veriði dugleg að skrifa. við förum að hringja fyrst þú saknar okkar svona mikið:) en við heyrumst. Kveðja Þelamörk 43

Anonymous said...

var ég ein af þessum níu, held að það séu e-ð flerri en níu sem fylgjast með ykkur :) það er nú ekki svona kalt hjá okkur, er farin að hlakka til að fá ykkur í heimsókn

kíkti í orðabókina og nú kemur í ljós hvort þið séuð farin að skilja e-ð í ítölsku hehe, held að þetta sé nú ekki pró-ítalska

imbattersi fra pochi settimana
Svanhildur
og hér eftir verða kommentin mín á ítölsku

Jonas og lísa said...

Bravissimo Svanhildur, é una intelligente ragazza.