Monday, February 4, 2008

Óhamingja..... eða hvað?

Við Lísa vorum í óðaönn að halda upp á það að það var komin föstudagur með því að drekka berjasaft þegar að dyrabjallan hringdi. Þar stóð fyrir utan litli leiðinlegi íbúðaeigandinn og sagði okkur (á Ítölsku) að það væri komin nýr leigjandi í íbúðina....
OHHHHH við héldum að við yrðum ein í febrúar (erum frekar mannfælin) við vorum einnig í óðaönn að skola niður seinni flöskunni af ódýra berjasaftinu sem við erum orðin svo hrifin af....

Einnig kom þessi truflun á slæmum tíma þar sem að við vorum að horfa á uppáhalds sjónvarpsþáttinn okkar, þátturinn er einskonar orðaleikur þar sem að maður reynir að geta upp a orði i eyðurnar, þið getið rétt ýmindað ykkur hve góð við erum í þessum leik. Lísu finnst þátturinn einnig mjög áhugaverður af því að konan sem er í honum er alltaf í svo flottum kjólum og mér finnst þátturinn svo skemmtilegur af því að konan er í honum..... Bara svo þið skiljið hvað okkur finnst svo skemmtilegt við hann setti ég myndir (af sjónvarpsþætti....skrítið) á myndasíðuna, þar getið þið dæmt sjálf hvort “kjóllinn” er flottur eða ekki...

Eftir að hafa eitt helginni með meðleigjandanum sem er stelpa (frá Úkraínu en býr og vinnur í Graz) held ég að þessi geðveiki í okkur Lísu um að vilja vera ein hafi engan rétt á sér, þetta er ósköp róleg og ljúf stelpa. Það er einnig mjög gott að hafa hana í íbúðinni með okkur þar sem við Lísa fáum ekki alveg upp í kok á hvort öðru, allavegana ekki strax. Hún talar einnig Ítölsku svo hún getur eflaust hjálpað okkur eitthvað.


Í gær fórum við á fótboltaleik, Reggina tók á móti Torino leikurinn var ágætur á að horfa en Reggina tapaði. Það hefði verið skemmtilegara að vera á vellinum ef þeir hefðu unnið.
Í næsta mánuði kemur Juventus og þá verðum við að fá miða. Mig langar mikið til að fá miða á þann leik.

Við keyptum miða sem voru í númeruð sæti en þegar við komum á völlinn sáum við að það var ekkert þannig, flestir standa bara þar sem þeim sýnist og gera það sem þeim sýnist t.d. var einn með hundinn sinn með sér á leiknum.
Þetta var frekar spes og talsvert skemmtilegara en að vera á Laugardalsvellinum, þar sem Íslenskir áhorfendur eru flestir algjör dauðyfli á vellinum, þarna öskraði fólk og baðaði út höndunum ef þeim mislíkaði eitthvað.

Allskonar fólk var þarna saman komið, gamlar kellingar og ungabörn, já og hundurinn, sem Lísa vorkenndi allan leikin vegna þess að þegar öskur og læti brutust út í áhorfendaskaranum hljóp hann alltaf um geltandi og tók virkan þátt í þessu.
Það er einn Íslendingur sem spilar með liðinu og hann kom inn á í seinni hálfleik en allt kom fyrir ekki tvö vítaspyrnu mörk frá Torino kláruðu leikinn. Meira hvað menn geta verið klaufalegir inni í teignum........ Eg var half pirradur eftir tennan leik

Kv. Jónas og Skvísa

ATH! Nyjar myndir, fotbolti og sjonvarpstattur asamt okkar fridu fèsum svo tid gleymid okkur ekki.

7 comments:

Anonymous said...

Vona bara að samkomulagið verði í lagi. Búin að skoða myndirnar og nú sem slide-show og það er miklu skemmtilegra! Ég hlakka til að heyra hvernig ykkur gekk í ítölskuprófinu. Kv. Anna-mamma

Anonymous said...

Gaman að heyra frá ykkur:) við erum að guggna að koma til ykkar en við erum eh að skoða ferð til alicante eh auka páskaflug... Það er léttara að fara þangað.. Pabbi getur ekki alveg hugsað sér svona vesen... Þú veist..

Anonymous said...

Gleymdi að skrifa að þetta væri Hlín :) Hvað er eiginlega heitt hjá ykkur? Mér finnst þið alltaf vera mikið klædd á þessum myndum.

Anonymous said...

Hæ! gaman ad sjà myndirnar af ykkur. èg skil thig mjøg vel Jònas og thad er gott ad thid getid horft à sjònvarpid saman. svarid vid spurningunni af blogginu ykkar er bædi 1 og 2 sem er mjøg gott thà sleppur thù ad kaupa klòsetpapir. kvedja, Màni og Eir

Jonas og lísa said...

Takk fyrir Mani eg var farin ad halda ad tad vaeru bara konur ad skoda myndirnar okkar.

Anonymous said...

hæ hæ . Bara að kvitta fyrir mig héðan ú snjónum. Gott að fá nýjan húsfélaga þið eruð nú ekki þekkt fyrir að vera félagsfælin. Og svo talar hú ítölsku,bara gott. Veit að Siggi skoðar bloggið ykkar, þó han kvitti ekki. Þeir félagar njóta lífsins á brettum í sjónum, en ekki á snjónum þetta árið. Kanski þið prófið sjóin þarna. kveðjur Sigga K

Anonymous said...

já... þetta er rosa flottur kjóll hjá dömunni, ætl'etta sé gucci?

Passið ykkur á berjasaftinni

kv. Páll Kolka