Friday, February 1, 2008

Dagur 2 i Reggio Di Calabria

Tveir postar i dag vegna mannlegra mistaka


Jæja við fórum á skrifstofu skólans í dag og kláruðum að skrá okkur í kúrsana sem við munum taka hérna. Við munum líklega bara taka tvo þ.e.a.s febrúar og mars svo ætlum við að sjá til hvort við ferðumst bara í apríl eða tökum þriðja kúrsinn.
Skólinn lýtur betur út en við fyrstu sýn þar sem að núverandi inngangur virðist vera notaður vegna viðgerða hinumegin við húsið.
Það er hálf fyndið að fylgjast með því hvernig hlutirnir virka hérna þar sem að t.d. á skrifstofunni sem var að skrá okkur inn í tölvukerfið voru 5 kallar og þar af voru þrír að fylgast með einum vinna í tölvunni að skráningunni. Ég myndi ekki vilja vera hérna á sumrin þegar mikið er af stúdentum og afgreiðslan er svona.
Á mánudaginn förum við í próf þar sem á að athuga kunnáttu okkar í Ítölsku.....munum eflaust standa okkur mjög vel þar.....
Það er ekkert af ástæðulausu að Ítalskur ís er heimsfrægur, við fórum í gær og fengum okkur ís og hann var ótrúlega mergjaður, Lísu fannst hann græðgislegur (eitt af þessum orðum sem hún og Anna finna upp á og ég skil ekki, þau eru mörg). Það voru ótrúlega margar tegundir og maður vissi ekki hvernig maður snéri þegar kom að því að velja, enda notuðum við mjög vel þróað tungumál sem samanstendur af bendingum höfuðhreyfingum og orðinu Si. Þarna var hægt að fá t.d. ís í brauði.... ekkert nýtt?? Jú víst þetta var ekki brauðform þetta var brauð, þetta var eins og snúður úr bakaríinu klofinn og ís troðið ofan í hann. Við lögðum nú ekki alveg í slíkar dírðir en einn daginn ætlar Lísa að prufa svona.
Við eiðum dögunum í að ganga um borgina og skoða það sem er vert að skoða á milli þess sem við skjótum okkur í gegnum umferðina, erum orðin nokkuð góð í því og ég er farin að hafa minni áhygjur af þessu. Sérstaklega þar sem að ég er næstum jafn þungur og einn svona smábíll sem þeir keyra um á.
Við bættum við myndum í Ítalíu albúmið okkar....
Við erum komin með Ítalskt símanúmer sem er +393497045212
Og veriði nú óhrædd við að hringja og endilega commenta hjá okkur það er alltaf gaman að sjá hvort einhver er að kíkja á síðuna, ef það er engin að skoða þá hættum við að blogga. Alveg satt.
Kiss kiss Jónas og Lísa

8 comments:

Anonymous said...

'Eg er alltaf að kíkja eftir ´bloggi frá ykkur svo vogið ykkur ekki að hætta þessu, og örugglega hin mamman líka!!!
En gott var að heyra frá ykkur, farið varlega í umferðinni, kveðja Addý-mamma

Anonymous said...

Já, ég tek undir með Addý. Bara svo fegin að lesa pistilinn ykkar! Hlakka til að heyra meira frá skólanum og náminu. Hvernig er annars veðrið? Veðurkortið í dag sýndi slagveður á flestum stöðum í Evrópu, en á Italíu var sól og huggulegheit! Kv. Anna-mamma

Unknown said...

hæ Jónas og Lísa. ÉG les reglulega hjá ykkur postinn og skoða myndir. Fegin að sjá að þið komust heil frá löggunni og alla leið til Italíu.
Kveðjur úr snjónum og kuldanum
Sigga K

Jonas og lísa said...

Vedrid er fint hja okkur, madur svitnar i solinni en skuggin er nokkud taegilegur. Held eg geti lofad tvi ad tad verdi sol naestu daga hja okkur

Anonymous said...

Ég er mjög ánægður með þessa blogggleði. Á Íslandi er annars 20°frost.

kv, Freyr

Anonymous said...

Ég er nokkuð ánægður með að einhverjir nenni að blogga....þetta er eitthvað sem fólk er hætt að nenna. Ekki hætta þessu, gaman að fréttum af ykkur
kv Sigurjón

Anonymous said...

Tad er vist allt best sem kemur fra Italiu. Besta fotboltalidid, besti maturinn, bestu byssurnar og bestu billarnir. Sammala tessu? Annar bidjum vid bara ad heilsa fra Astraliu.
Kristjan og Siggi
www.blog.central.is/kristjanogsiggi

Anonymous said...

Sæl Ítalíufarar.
Gaman að geta fylgst með Ítalíuferð ykkar hérna. Það er alveg rétt hjá ykkur ítalskur ís og mjög góður og líka maturinn hjá þeim. Gangi ykkur vel.
Helga Kristjáns