Núna erum við búin að vera tvo daga í ítölsku námi og erum orðin ofboðslega góð í Ítölsku...... T.d í gær vorum við að kaupa grænmeti og konan spurði okkur að einhverju, við svöruðum nei (no) og hún sprakk úr hlátri, við sögðum henni þá að við töluðum ekki ítölsku og hún náði að útskýra fyrir okkur að hún hefið spurt. Er þetta allt? Við nei..... og stoðum svo eins og kjánar og ætluðum ekki að fá neitt annað.
Það er eitt vandamál sem við eigum við að stríða hérna (tengist aðeins því að vera mállaus), það er að við vitum ekki alveg hvernig við eigum að spyrja. Hversu mikið kostar þetta???? Því eins og t.d. í gær vorum við að labba fram hjá fiskbúð og fyrir utan búðina var sverðfiskshaus sem greinilega hafði verið veiddur um morguninn, okkur langaði náttúrulega til að smakka hann og báðum um stykki. Sagan er aðeins flóknari svo hún kemur bara öll...
Við reyndum að útskýra að við vildum fá nóg fyrir tvo og konan sagði uno i duo og vegna gífurlegrar kunnáttu í tungumálinu svöruðum við sí, svo segir lísa við mig sjáðu hún er að klúfa steikina okkar, þá skyldi konan okkur þannig að steikin ætti að fara í tvo hluta...... Fína sverðfisksteikin okkar var þunn og kjánaleg... Já og að verðinu þá kostuðu tvær sverðfisksteikur (báðar klofnar í tvennt nota bena) 14 evrur, sem er í raun frekar mikið, hefðum líklegast ekki keypt þetta ef við hefðum kunnað að segja...Hvað kostar þetta? (14 evrur = 1400kr kanski ekki mikið fyrir fínt stykki en við hefðum getað fengið okkur fína nautasteik þrisvar sinnum fyrir þetta verð).... En við erum allveg að fara að mana okkur upp í að reyna að biðja um hlutina frekar en að standa og benda á eitthvað og kinka kolli.....
Við reynum að nota ensku bara í undantekningar tilfellum t.d. þegar við báðum um símakort.
Það er búið að vera einhverjir tillidagar hérna undanfarið, við erum aðeins úr takti við dagatalið en eru ekki sprengi, bollu og öskudagur núna einhverntíman? Við tengjum allavegana krakka í búningum við það, krakkarnir eru búinir að vera með froðu í brúsum (eins og rakfroða) svo af og til mætir maður krakka þöktum í froðu og bílar og hús hafa fengið sinn skerf. Í gær hefur svo verið aðaldagurinn því það var skrúðganga eða carnival eins og þetta er kallað hérna með skreytum vögnum og bílum og fullt af fólki.
kv. Jonas og Lisa
Wednesday, February 6, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
8 comments:
hæhæ Hlín hér. Það var öskudagur hjá okkur í dag og í gær var saltkjöt og baunir dagur og við vorum að búa til bauna súpu sem heppnaðist rosa vel nema hvað hún var frekar þunn... Varð svona eins og þegar maður er að borða kjötsúpu... hehe en samt góð. Allt gott að frétta hérna heima nema Thelma er búinn að vera veik síðan á sunnudaginn en er eh aðeins að hressast. Haldið áfram að vera dugleg að skrifa. Kveðja úr snjónum :)
Salute! :)
Þráinn Ómar
Hæhæ
Ég sá linkinn ykkar hjá Sigga og Kristjáni og ákvað að forvitnast um ykkur.
Þið skemmtið ykkur greinilega mjög vel!
Kv. úr snjó og kulda
Dagný Ösp
Þið eigið eftir að rífast á ítölsku, því þið verðið svo klár!
Annars hef ég lesið að sverðfiskur getur verið ´ban´eitraður! Farið varlega. Anna-mamma
Bara svo þið vitið af hverju þið eruð að missa hér uppá Fróni þá er búið að loka Hellisheiðinni, Þrengslunum, Reykjanesbrautinni, við Hafnarfjall o.s.frv....... nóg að gera hjá hjálparsveitunum ! Sennilega er betra að vera smá kalt á nefinu inni í íbúðinni heldur en að standa í þessum ósköpum :o****** Addý-mamma
Já það er áreiðanlega erfitt að vera hálfmállaus, samt gott að þið getirð talað saman á því ylhýra góða. Gangi ykkur vel
Sigga K
Svanhildur fylgist vel með tilboðum til Italy en ég efast þó um að við komum. Aldrei að segja aldrei samt.
Enda sjáumst við í DK. næsta haust, er það ekki ?
Kveðja Óli Veiðivörður
Takk fyrir postana
kv Jonas og lisa
Post a Comment