Tuesday, March 4, 2008

Þegar við héldum af stað í janúar þá var planið út apríl svona...

..Læra Ítölsku í tvo mánuði (febrúar-mars) og svo að halda íbúðinni í apríl og ferðast um Ítalíu.

Þetta hefur aðeins breyst. Ja kanski meira en aðeins...

Við erum hætt í Ítölsku námi, okkur líkaði ílla við skólan.

Við erum sem sagt búin að stytta námið um helming....... kunnum minna en ekkert.

Nýja planið....

Við ætlum að vera hérna í borginni í tvær vikur í viðbót og nota þær til að skoða Sikiley og héraðið sem við erum í, ásamt því að sækja um vinnur og skóla fyrir haustið.

Svo svona ca. 16 mars ætlum við að pakka niður og halda af stað í norður.

Við ætlum okkur um 2 vikur í að ferðast upp ítalíu og skoða það sem við höfum ekki séð áður.

Við ætlum að skoða

Napoli (pompei, vesuvíus, amalfi)

Í toscana – Pisa, Lucca

Í Liguria - La Cinque terra og kanski Genoa

Monaco???

Milano

Parma

Modena

Verona

Feneyjar

Kanski svolítið langur listi á tveimur vikum, en það ætti nú að vera í lagi, við sitjum nefnilega núna og hvílum okkur fyrir ferðalagið.

Í byrjun apríl ætlum við svo að fara til Austurríkis og hitta tvær fjölskyldur sem Jónas (og Siggi) var hjá fyrir 8 árum. Við stoppum vonandi 4-5 nætur á hvorum stað.

Svo er planið að hitta Andrés (bróðir Lísu) og Söru konuna hans einhverstaðar í suður Þýskalandi eða Austurríki 15.apríl. Við ætlum að keyra eitthvað og skoða meira með þeim áður en við keyrum upp til Danmerkur og Svíþjóðar.

Í Kaupmannahöfn erum við búin að panta helgi hjá Óla Tage og Svanhildi (og fabio) en þau reka gistiheimili fyrir Íslendinga (að mér skilst). Þau veita mikla og góða þjónustu (og fá marga gesti), t.d. fær maður gott kort með leiðbeiningum um lestarstöðvar og lestarlínur þegar maður kemur til þeirra.
Vonandi verða þau ekki í miðjum prófum því við erum að spara bjórdrykkju þangað til við komum til þeirra.

Við eigum svo flug heim 2.maí og þá tekur við “venjulegt” líf þ.e.a.s borga yfirdrátt og vísareikninga sem hafa safnast upp á ferðalaginu. En vonandi komum við heim í gott Íslenskt sumar.

Ef þið hafið einhverjar góðar ábendingar um staði til að heimsækja bæði á Ítalíu og í Austurríki/Þýskalandi megið þið endilega benda okkur á þá.....

Kv. Jónas og Lísa.

8 comments:

Anonymous said...

Mér líst mjög vel á þetta nýja plan hjá ykkur. Við munum reyna hvað við getum til að vera ekki í prófum þegar þið komið.

Ég get svo sent ykkur annað copy af lestarkortinu ef ykkur vantar :)

Í þessum töluðu er byrjað að snjóa í dk. þetta er í annað skipti sem ég sé snjó í vetur, ég er í skólanum og þessir útlendingar sem eru með mér í bekk eru límdir við gluggan, fuss um svei

Jonas og lísa said...

Ég vona bara að þú sért búinn að undirbúa fabio fyrir þessi átök sem snjónum fylgja, getur verið erfitt fyrir stóra sál í litlum líkama að takast á við snjó.

Anonymous said...

Ég væri til í að fá fleiri sögur eins og ökutíminn. Helvíti góð saga og þarna þekkir maður kallinn. Loksins skoðaði ég líka myndirnar, margar alveg geðveikar aðrar ekki eins góðar(þessar með Jónasi á).

Kveðja krullhærði gerpið.

Anonymous said...

hæhæ mér líst vel á þetta plan hjá ykkur. Getiði ekki bara hitt mig í Svíþjóð:) ég er að fara þangað í lok apríl, passar það ekki? En í dag er búið að rigna og rigna alveg ógeðis veður en það samt enþá snjór hérna! Helgi var að senda mér sms áðan og var að segja að þeir sitja fyrir aftan varamannabekkinn á leiknum.. hann á örugglega eftir að hringja í þig og láti þig vita:) Annars allt gott að frétta. Sakna ykkar Kveðja Hlín.

Anonymous said...

Tetta er eina vitid.... Ekkert gaman ad fara i ferdlag til ad hanga i skola. Vonandi gengur tetta allt upp hja ykkur. Siggi bidur ad heilsa til Austurikis.
Kvedja fra Astraliu
Kristjan Sv

p.s Tad er stadur sem heitir Amsterdam tarna rett hja tyskalandi, tar er vist gaman ad skemmta ser....

Anonymous said...

Ég skal hjálpa ykkur að borga upp yfirdráttinn með klippingu í byrjun maí :)

Góða skemmtun í ferðalaginu!

Anonymous said...

Jónas minn. Þú kennir mér semsagt ekki ítölsku þegar þú kemur heim, en skítt með það.Bið að heilsa fólkinu í Austurríki. Góða ferð og njótið vel. Kveðjur Sigga K.

Anonymous said...

Nýja planið ykkar hljómar rosalega vel, góða skemmtun! Bestu kveðjur Dagný Ösp