Monday, December 29, 2008

Annáll 2008

Núna er ansi viðburðaríku ári að ljúka...... ýmislegt merkilegt hefur gerst hjá okkur Elísu.
Ég held ég nenni ekki að skrifa fullan útdrátt á því helsta sem hefur skeð á árinu svo ég nefni aðeins það helsta.....

Janúar

Við vorum nýflutt út úr bestu íbúð sem ég hef búið í á Íslandi, kjallaranum okkar á Laufásveginum með fallegu grænu hringjunum.
Við fluttum heim á Þelamörkina.
Febrúar
Við stoppuðum ekki lengi á mörkinni, við fórum á ferðalag í lok janúar, sem leiddi okkur um London, Ítalíu frá Suðri til Norðurs og Vestri til Austurs. Þaðan til Slóveníu svo 2 vikur í Austurríki (Ég elska landið), þaðan fórum við um Lichtenstein, Sviss, Frakkland, Þýskaland, Svíðþjóð og svo Danmörku þar sem við skipulögðum fluttninga um haustið og fyrirhugað nám í Kaupmannahöfn.
Maí-ágúst
Í sumar unnum við í Reykjavík, ég á ÍSOR og Elísa á Marbakkanum. Stórmerkilegir hlutir eins og jarðskjálfti o.fl. var viðfangsefnið...........Stuð???
September
Í lok ágúst fluttum við svo til Danmerkur, án íbúðar og húsgagna fórum við út með það í huga að finna okkur stað að búa á.
Þar settumst við upp á Óla og Svanhildi og ég held að við getum seint þakkað þann greiða til fulls........(Kanski ég segi takk núna um áramótin)
Október
Við fengum svo íbúð hérna í eldriborgara blokkunum okkar, sem er fínt. Engin læti um helgar og ég held að flestir hérna séu heyrnalausir..........kostur
Nóvember
Í nóvember fór ég í mánuð til Argentínu.....að safna grjóti.....já og taka myndir af því líka....heljarennar ævintýri.
Desember
Desember fór í jólagjafapælingar hjá mér og algjöra leti.....ég var gjörsamlega búinn eftir Argentínu.
Anna Kristín og Stefanía komu í heimsókn, sem var stórskemtilegt. Vona að fleiri sjái sér fært að kíkja á okkur.

Stutt skrepp til Íslands yfir helstu hátíðisdagana (kom heim úr í gær).....Takk fyrir mig

Næst á dagskrá eru svo áramótin en þeim verður fagnað með Óla og Svanhildi......Jibbíííí

2009
Næsta ár verður ekki síður spennandi
Hlín, Thelma og Helgi flytja út
“Jónas” Ólafsson er væntanlegur
Matta er búin að lofa mér knúsi í 11/2 ár......í ár munum við standa við það.

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla

Jónas og Elísa

Tuesday, December 16, 2008

Desember.....smesember

Desember hefur verið einstaklega skrítinn mánuður. Venjulega hef ég verið að læra fyrir próf á þessum tíma, en núna á ég bara að skila skýrslu í janúar og hef ekki staðið mig sérlega vel við þá vinnu. Já og í staðinn fyrir að njóta þess að vera í fríi í Des og drekka kakó með rjóma hef ég nánast gert lítið annað en að gera við hjólið mitt........

Annars er annað í fréttum hjá okkur.....að

Ég er með átsýki og ríf ísskápinn nánast af hjörum á 5.mín fresti (kanski ekkert nýtt)

Jóla Haribo er orðinn uppáhald

Anna er í heimsókn og erum við því með annan fótinn í Tormestorp hjá Andrési og Söru

Lísa er búinn að baka nokkrar sortir af smákökum og GETIÐ þið hver er búinn að éta þær..

Ég fékk 300kg af grjóti í pósti

já og ég kem heim á mánudaginn


Gleðileg Jól

kv Jónas og Elísa

Saturday, December 6, 2008

Laugardagskvöld...........

Frekar lítið að gera.....annað en að drekka bjór og rauðvín.

Sem er kanski ekki svo slæmt.

kv. Jónas og Elísa

Monday, December 1, 2008

Hún á afmæli í dag......hún á afmæli í dag....

hún er 25 ára hún Elísa, hún er 25 ára í dag


Til hamingju með daginn.......Ég vona að ég verði góður við þig í dag..

Sunday, November 30, 2008

Myndir

Ég er búinn að skella nokrum myndum inn á myndasíðuna, en þar sem að flestar myndirnar mínar eru í tölvum hjá ferðafélögum ennþá eru þær ekki margar.

Ég var að reyna að velja e-h skemmtilegar myndir inn, ég hef nefnilega komist að því undanfarin ár að fólki finnst myndir af steinum ekki jafn skemmtilegar og mér finnst........því reyndi ég að halda þeim í lágmarki......erfitt þar sem að þær eru ca.70% af öllum myndum sem ég tók í Argentínu.

Skelli kanski fleirum inn seinna..........og kanski smá ferðasögu ef ég nenni.

kv. Jónas

Friday, November 28, 2008

Kominn heim

Halló halló

Ég er kominn heim, farangurslaus samt, fluginu frá Buenos Aires seinkaði aðeins og við þurftum að hlaupa í gegnum flughöfnina í Frankfurt. Sem betur fer náðum við fluginu en farangurinn ekki.....

kv. Jónas og Lísa

Thursday, November 27, 2008

Buenos Aires

Godan dag

Vid lentum seint i gaerkvoldi herna i hofudstadnum, eftir frekar leidinlegt og tilbreytingarlaust flug.
Eg sit nuna einn nidri i mottokunni vegna tess ad tad er vist annar timi herna I Buenos Aires en i vestanverdu landinu, eg vaknadi tvi 1klst of snemma virdist vera.......

Planid i dag er ad drepa timann tar til vid forum ut a flugvoll kl.8 i kvold. Tagurinn verdur tvi half tosadur a milli tess ad tekka sig ut af hotelinu og passa toskur.

En vonandi naer madur adeins nidur i bae. Svo verd eg nu ad na einni nautasteik adur en eg fer heim.......er annars buinn ad eta yfir mig af teim...

Bid ad heilsa

kv.Jonas

Friday, November 21, 2008

Gomeria

hola

Nu fer ad lyda ad leidarlokum.........

Tad er vika tar til eg kem heim og vid erum enta a fullu ad reyna ad na ollu adur en vid komum heim.
Mest allt hefur gengid afallalaust fyrir utan aevintyrid i kviksyndinu (sem er ekki lygi og kviksyndi eru ekki bara til i aevintyrum).

Annars eru frabaer fyrirtaeki herna i Argentinu sem heita Gomeria, og ekki veitir af teim. Gomeriurnar serhaefa sig i tvi ad gera vid dekk, og ekki veitir af........ Tvi allir vegir herna eru malarvegir og eru teir ansi misjafnir......
Vid keyrum auk tess mikid a slodum og eru teir mis mikid gronir........af.........kaktusum.

Fyrir utan kaktusana er allur grodur herna buinn tyrnum......sem er ekki holt fyrir dekk....

Vid erum semsagt ordnir fastakunnar hja Gomerium i teim baeum sem vid heimsaekjum,

Vid erum buinn ad sprengja dekk 8 sinnum, tyna einu varadekki og eidileggja eitt dekk algjorlega.


En til ad snara tessu yfir a iskr, ta kostar ein vidgerd a dekki (eftir tyrni) 8 pesos = 320 kr

tannig ad vid hofum enta efni a tvi ad sprengja nokkrum sinnum...... eina sem er ad tetta tekur tima fra vinnuni.....

Takk fyrir god tips Eva, vona ad eg hafi tima til ad heimsaekja tessa stadi........Annars kem eg bara aftur til Arg.............Ekki slaemt tad.


Kv. Fra Argentinu.


Jonas

Wednesday, November 19, 2008

hmmmmm

Nuna er eg buinn ad vera i bil med tveimur stelpum i 10 DAGA.........

Fyrir ta sem ekki vita ta eru stelpur ekki eins og strakar og eg tarf tvi ad hafa mig allan vid til ad gera ollum til haefis.... tvo daemi..


Onnur prumpar.......hin heldur ad tad se eg sem prumpa....og eg fae alltaf illan svip tegar upp gis olykt i bilnum

Onnur er med jafn surar taer og eg........Mer er kennt um alla tafyluna i bilnum......



kv. Jonas

Friday, November 14, 2008

Afsokunarbeidni til Sigurdar Gustafssonar

Vegna mikilla anna gleymdi eg mikilvaegum degi a arinu.


Eg aetla tvi ad bidjast opinberlega (a tessu bloggi) afsokunar.

Eg gleymdi nefnilega afmaelisdeginum hans Sigga i sidasta manud og mer tykir tad leitt.

Siggi tu faerd einhverja fina gjof fra Argentinu og 5 kassa af bjor tegar tu kemur til Koben til ad heimsaekja mig.



Ad odru.......

Sidust 5 dagar eru bunir ad fara i tomt vesen, fyrst var tad vesen med ad taka ut peninga. Tad er ekkert erfitt tegar madur er i borgum en i litlum baeum uti a landi getur madur ekki borgad med korti og tvi turftum vid talsverda peninga adur en vid keyrdum nuna sidast, tad tok 2 daga ad fa peningana.

I gaer festum vid svo bilinn i kviksyndi og kuplingin biladi...... tad kom mikil rigning og vegurinn vard ad blondu af vatni og sandi og allt i einu bar vegurinn ekki bilinn og hann sokku upp ad maga. Tad eina sem vid gatum gert var ad bida eftir tvi ad sandurinn tornadi adeins og birja ad grafa. Tetta hafdist allt a endanum en kuplingin i bilnum var ekki alveg satt vid adferdirnar og eg turfti ad bakka sidasta kilometerinn ad gistiheimilinu okkar tar sem tad var eini girinn sem eg kom bilnum i.

Fyrir utan tetta gengur vinnan agaetlega og vid sendum t.d. 200kg af prufum heim um daginn. Nu erum vid ad safna meiru og eg byst vid 100kg i vidbot af GRJOTI.

A eftir 2 vikur og er kominn med sma heimtra.........


kv. Jonas

Saturday, November 8, 2008

Grjot

lifid snyst um grjot tessa dagana.

Eg skrifa a grjot
Eg hegg grjot
Eg safna grjoti
Eg geng a grjoti
Eg tala um grjot
Eg tek myndir af grjoti
og eg er med grjot i vasanum


Og nuna sidast fekk eg grjot i pizzuna mina...............ekki svo anaegjulegt tar sem eg braut tonn......ekki alveg a retta stadnum til ad brjota tennur.

Kv. Fra Malargue i Mendoza Argentinu

Monday, November 3, 2008

vika 1

hei.



Er nuna sjalfsagt a sydsta stad sem eg hef nokkurntiman komid a, eg er i litlum oliu vinnslu bæ vid Rio Colorado sem heitir Ringon de la Souca eda eitthvad alika.



Ekki serlega fallegur bær en eg skodadi svædid sem eg a ad kortleggja seinni i manudinum og lyst vel a.



Hingad til erum vid buin ad vera i San Rafael og tad var agæt........ Er allavegana buin ad vera a spes hlidarransoknar verkefni med leidbeinandanum minum og felst tad i tvi ad fa Malbec med kvoldmatnum og reyna ad smakka sem flestar gerdir, tad gengur bara agætlega og er ansi anægjulegt eftir langan dag uti i morkinni.



Dagarnir eru nu misjafnir hja mer, fer eftir tvi hve langt vid turfum ad keyra til ad safna prufum, en vid erum nu oftast 12 klst i burtu fra bæum uti i halfgerdri eydimørk tar sem madur ser einstaka belju og fullt af spennandi grjoti sem eg mynda i grid og erg.



Tessi postur var skrifadur fyrir 2 dogum en netid datt ut, eg skelli honum samt inn...

Var buin ad skrifa eitthvad merkilegt man ekki hvad tad var.

Bid ad heilsa ollum

Jonas


ps.

Mamma eg vard inneignarlaus tarna um daginn, tad er talsvert dyrara ad hringja til Isl en Dk, tu sendir mer bara email ef tu vilt heyra i mer jonasjard@simnet.is

Lisa eg er inneignarlaus, er i San Rafael aftur, ætla ad kaupa inneign a eftir og reyni ad hringja i fyrramalid.

Tuesday, October 28, 2008

San Rafael og eg forst ekki i flugslysi.........

Eg er kominn til San Rafael, ferdin hingad gekk vel. svolitid skritid ad ferdast tannig ad madur hefur ekki pantad neitt og veit i raun ekkert hvad er naest.

Erum komin med bilaleigubila og forum sudur a vid a morgun.

Sorry Eva, eg fer ekkert til Mendoza tannig ad tu heldur handlegnum.



annars var soldid skondid tegar vid fengum bilaleigubilana ta var mikid verid ad spa i verdi og svona og gaurinn spyr ekki hvort bankarnir i danmorku seu betri en a Islandi..... tad vita greinilega allir ad island er i grininu.

Hef ekki haft tima til ad finna simabud enta, lentum svo seint i gaerkveldi og forum snemma fra Buenos Aires i dag.


Stefnan er ad fara ad fa ser eina nautasteik i kvold, eins gott ad hun standist undir vaentingum....annars er allt ekkert gridarlega odyrt herna. allavegana ekki eins og eg vonadi.

kv. fra San Rafael Jonas

Sunday, October 26, 2008

Argentína!!!!!!

jæja nú er eins gott að allt sé komið ofan í tösku..... ég hef það samt á tilfinningunni að ég sé að gleyma einhverju......sérstaklega af því að ég veit ekki almennilega hvað það er sem ég er að pakka fyrir.....veður, hiti o.fl.

ég flýg kl.7 í fyrramálið og veit ekki alveg hvernig sambandið verður þarna niður frá. Ég er að vona að ég geti keypt argentínskt "frelsi" og ef ég get það þá skelli ég númerinu hérna inn.

annars bið ég að heilsa og vona að ég geti verið eitthvað í sambandi á meðan ég verð þarna niður frá

kv.Jónas

Saturday, October 25, 2008

Frændi frændi frændi frændi

Vorum að koma af spítalanum frá Allý og Davíð sem eignuðust lítinn strák í gærkvöldi. Gæinn er algjört æði og ekkert smá góður.



Við tókum okkur til og fengum að halda á meistaranum sem er ótrúlega rólegur og góður, lá bara og horfði út í loftið ekkert að stressa sig á hlutunum.



Allý og Davíð eru með fleiri myndir á blogginu sínu og ég vona að þeim sé sama að ég smellti myndum af gaurnum þeirra hérna inn.

Jæja best að fara að pakka.....ekki nema 1 1/2 sólarhringur í Argentínu

kv.Jónas og Lísa

Tuesday, October 21, 2008

kjams kjams kjams

Takk fyrir sendinguna........

Er að gúffa í mig flatkökur og planleggja hvenær ég borða hangikjötið.......

það verður sem fyrst þar sem það styttist í Argentínu hjá mér (mánudaginn næsta).


kv.Jónas

Sunday, October 19, 2008

Þar sem maður á nú yngri systkini er þá ekki.......

tilvalið að pína þau aðeins?

Þannig er mál með vexti að ég er að skrifa lokaskýrslu í áfanganum mínum og á að skila á hádegi á morgun. Þegar maður er langt frá því að klára slík verkefni þá finnur maður sér alltaf eitthvað annað til að gera......þegar maður á að vera að skrifa um e-h merkilegt.

Ég ákvað því að leita að myndum af systkinum mínum og setja þær á netið, ekki einhverjar módel myndir...hehehehee

Því miður fyrir Helga þá fann ég ekki myndir af Hlín, ég verð því að redda myndum af henni seinna.Þessi hefur verið tekin við eitthvað merkilegt tækifæri í FSU..........



Það verður seint sagt að ennisbönd fari honum vel

Þarna er hann með vini sínum.....

Ég vona að þið hafið notið þessarar myndasýningar, og núna er ég búin að eyða 30mín í vitleysu í staðinn fyrir að vera að skrifa.....

Best að halda áfram

kv.Jónas

Thursday, October 16, 2008

Hefur einhver séð?

Við fengum dótið okkar úr fragt í vikunni og mikið varð lísa ánægð að fá klippigræjurnar sínar. en við virðumst hafa gleymt nokkrum hlutum.. og söknum þeirra mikið :(

Ég hef ekki séð þessa hluti lengi.......

ég sakna skónna minna mikið, ef einhver sér þá og kemur þeim til mín....... þá fær hann bjór



við finnum heldur ekki þessa bók


hún er líklega á þelamörk eða í Lyngeiði ef einhver sér hana..... þá fær sá hinn sami bjór.

kv. Jónas og Lísa





Monday, October 13, 2008

Námsmannakreppa/Kreppukúrinn

Þetta efnahagsástand á Íslandi hefur heilmikil áhrif á námsmenn......

Fyrir nokkrum árum töluðu námsmenn alltaf um sig sem fátæka námsmenn en undanfarinn ár hef ég ekki fundið fyrir því. Maður hefur lifað eins og venjulegur einstaklingur á Íslandi á sínum námslánum. Bíll, íbúð,bjór......

Núna fer kanski að líða að því að maður geti kallað sig fátækan námsmann. Ég veit það ekki enn en það kemur líklega í ljós á næstunni, svona þegar danskir bankar byrja að leifa millifærslur frá Íslandi.

Við vorum nú svo heppin að eiga inni orlof hérna í banka frá 2006, svo við höfum ekki þurft að stressa okkur á því að ná einhverju út úr bönkunum. Svo er nú hægt að fara langt á því sem til er í ísskápnum. það þarf því ekki að hafa áhygjur af okkur (MÖMMUR!!!!).

Jahh! og ef allt fer á versta veg þá er kanski hægt að líta á þetta sem ágætis ástæðu og fasta í fyrsta skiptið, hvernig væri það???? Fasta til að mótmæla Bretunum og hryðjuverkalögunum þeirra.
Kanski verður þetta að frægum megrunarkúr, kreppukúrinn og hann útleggst þannig!

Morgunmatur, epli (þau eru ódýr á haustin)

hádegismatur 2 epli

kvöldmatur e-h baunadrasl í staðinn fyrir kjöt,

Á milli mála. Kaffi til að fylla í tómarúmið.

Kv. frá námsmönnunum í Köben sem eru á kreppukúrnum!

Friday, October 10, 2008

Hahahahahah

Hafið þið heyrt um hænuna sem borðaði jójóið????



Hún verpti sama egginu 5 sinnum


þessi var í boði Danske Bank......í tilefni af því að þeir eru búnir að loka á millifærslur frá Íslandi

kv.Jónas og Elísa sem láta ekki deigan síga.

Wednesday, October 8, 2008

Undurraga

Vín varð fyrir valinu.....Merlot 2007.

Við ákváðum að halda upp á það að.........æiii ég veit ekki alveg hvað við erum að halda upp á.



Kv. Jónas og Elísa

Friday, September 26, 2008

Póstur

Jæja núna er fyrsta vikan í nýju íbúðinni liðinn. Og gluggatjöld loksins kominn upp, það má segja að sumir á heimilinu hafi sett heimsmet í 3m spretti þegar var verið að spretta á milli "blindra" staða í íbúðinni áður en glugga tjöldin komu upp.

Við erum að ganga á milli búða hérna í nágreninu í leit að húsgögnum og erum heppin með það að kirkjan er með allavegana 2 búðir með notuð húsgögn í nágreninu, en ekkert gott finst enn.

Nú er komið að þjóðinni sem við búum hjá, DANIR.....Lísa er hálfdönsk og ég sagði oft í gríni þegar við bjuggum heima, ,,þetta er daninn í þér"
En ég er búinn að komast að því að hún er ekkert lík neinum dönum...........

Við höfum komist að því að þeir misnota póstkerfið í landinu, maður kemur kanski á e-h skrifstofu með eyðublað og svarið er...... já, ég fylli þetta úr fyrir ykkur og sendi það svo í pósti...........og maður bara ehhhh...get ég ekki bara beðið eftir þessu?
Það er vegna þess að Íslendingar eru að öllum hlutum á síðustu stundu en danirnir eru svo skipulagðir að þetta er ekkert mál fyrir þá.

Svona gengu málinn allavegana þegar við vorum að fá íbúðina....allt kom í pósti.....Einnig í bankanum við sátum hjá konunni og hún var að stofna reikninga á okkur svoooooo þegar hún var að verða búin þá kom........... já þið fáið eiðublöð í póst sem þið undirritið og skilið svo inn......hmmmm heima á Ísl. þá fengi maður visakort,debetkort,yfirdrátt og bankahólf áður en maður væri sestur. En svona er þetta í landi Tuborg og Carlsberg.

Í Kaupmannahöfn búa SVO margir Íslendingar að ég er þegar kominn með ca. 12 ný símanúmer og ég er ekki búinn að kynnast neinum nýjum..... Hvernig má þetta vera???
Kostirnir og ókostirnir við það að allir þessir Íslendingar búa hérna núlla hvorn annan út.
Hvernig? Get ekki útskýrt það........ þetta er gáta sem eftir er að svara..........


Bið að heilsa öllum heima og gaman frá því að segja að ég var í stuttbuxum í allan dag.......

kv.J

Thursday, September 25, 2008

Halló

Erum loksins komin með nettengingu,
Fengum fína þjónustu hjá þurröstu afgreiðslukonu í heimi. Hún var reyndar fljót að skutla síma, netpung og samning upp hendurnar á okkur. hviss bang búmm og við komin með allt sem við þurftum. Maður bíður bara spenntur eftir næstu mánaðarmótum og sér hvað maður á að borga fyrir netnotkun.

Mér var bent á það að símanúmerin okkar væru eitthvað á reiki...

Jónas: +4553234459

Elísa: +4526803440


kv.Jónas

Monday, September 22, 2008

Flutt inn

jæja

Erum flutt inn ad

Fogedgården 10, 2200 Kbh.


Lyst vel a tetta og nuna er bara ad finna ser e-h husgogn svo manni lidi vel tarna

kv.J

Thursday, September 11, 2008

íbúð!

Íbúð


Íbúð


Íbúð


Íbúð


Íbúð


íbúð


Íbúð


skrifa e-h eftir helgi þegar ég er alveg viss.

kv. Jónas og Svísa

Monday, September 8, 2008

Nytt simanumer

jæja....

Nuna erum vid buin ad vera uti i viku og erum svona retta ad atta okkur a tvi hvad tad tidir ad bua ekki a Islandi.

Vid erum buin ad fa frabærar mottokur hja Ola og Svanhildi sem hafa ekkert kvartad yfir yfirganginum i okkur. Eina sem tau segja er "jaja vid hofum nu heyrt tennan adur" tegar vid forum ad tala um e-h dagsetningar a tvi hvenær vid faum ibud......

Skolinn byrjadur a fullu hja okkur badum og madur er strax ordin eftira i heimalærdomi......slæmt.

Stefnan er natturulega su ad vera duglegari i tessari viku en teirri sidustu......sem var undirlogd af ibudarleit....og ad hugsa um ibudarleit.

Vonandi ad madur fari ad fa tennan leigusamning i posti......Svo madur fari nu ad vita e-h um innflutning og fleira..


kv. Jonas og Elisa.

Thursday, September 4, 2008

Fyrstu dagarnir í stuttu yfirliti

Jæja núna er kominn fimmtudagur og þá er komið að punkta bloggi.



Mánudagur.



Fórum stressuð fyrsta dag í skólann



íbúðaleit gekk ekki vel



Jónas fór úr strætó allt of snemma og þurfti að labba 2km með 5 töskur til óla og Svanhildar.



Þriðjudagur

Jónas fór á sína fyrstu handboltaæfingu síðan Siggi Sveins var upp á sitt besta.

Og hann stóð sig aðeins betur í upphituninni en spilinu (upphitun = fótbolti)



Slappað af yfir sjónvarpinu á Trorod kollegiinu



Tékkað á email 10 sinnum yfir daginn og boligportal.dk 50 sinnum.



Engin íbúð



Miðvikudagur.

Lísa tók lestina 2 stoppum of langt þegar hún var á leið til Trorod.



Skoðuðum íbúð á Íslands bryggju.



Fengum tilboð um íbúð (í eldriborgara blokk) á Norrebro.



Fimmtudagur

Óli þvoði skítug íþróttaföt af Jónasi..........jeee



Jónas lærði heima í fyrsta sinn



Jónas skrifaði blogg



Eftir þetta skemmtilega blogg má bæta því við að ég og óli erum að fara á handboltaæfingu kl.7 og þar sem það er fimmtudagsæfing verður víst komið við í kantinuni í íþróttahúsinu og drukkin bjór eftir æfingu......Svanhildur skutlar okkur og ég er nokkuð viss um að ég standi mig betur í bjórnum en í handboltanum.





kv. LJÓS



ps. Unnur er hægt að semja við þig um að redda okkur svona pennum sem hægt er að stroka út?



Ég borga þér andvirðið í bjór þegar þú kemur í heimsókn..........

Monday, September 1, 2008

Danmörk ó Danmörk afhverju ertu svona erfið?

Jæja fyrsti dagurinn í skólanum búinn....

Hjá Jónasi var hann ekkert sérstaklega spennandi þar sem umfjöllunin var ísótópar og ég var ekki alveg í stuði til að vita hvernig ég get reiknaðu út hvernig jörðin varð til og hvað þá að vita hvernig á að vita hversu gömul hún er.......en ég á að skila dæmi á miðvikudaginn og það er eins gott að ég fái hugljómum um Osmíum útreikninga þangað til.....kanski gamli vinur minn Tuborg hjálpi ekki til við það vegna þess að ég er í fríi á morgun..


Elísa var einnig að fara í fyrsta skipti í dag og það var smá stress í gangi þar sem hún var að byrja í nýjum skóla, með nýjum krökkum og nýju tungumáli.........og engin Unnur til að sitja við hliðina á lengur.
En ég veit ekki betur en að henni hafi líkað ágætlega og að hún sé búin að spotta gelgjurnar í beknum.......

Við erum hjá Óla og Svanhildi og nýtum okkur það óspart að þekkja fólk hérna þar sem enginn vill leigja okkur íbúð hérna, held ég ætti kanski að fara að senda mynd af okkur með umsóknum......eða kanski ekki!

Fínt að fá að vera hjá góðu fólki en það er aðeins að skemma upplifunina að vera flutt til Dk og vera upp á aðra komin......þetta lagast allt og þá verður greiðinn launaður....


Á morgun er líka stór dagur. ÉG er að fara á handbolta æfingu með Óla......hann er búin að undirbúa mig andlega fyrir þessa æfingu og helsti frasinn sem hann hefur notað á mig í sumar er "Hefurðu sett á þig harpix" ????? er það mikil lífsreynsla eða???? spyr ég alltaf. Ég er mjög spenntur yfir því að setja á mig harpix á morgun og rifja upp taktana hjá Sigga Sveins, sem ég sá í sjónvarpinu einu sinni....


Ps. Nennir ekki einhver að kaupa bílinn af okkur?

kv.Jónas og Elísa

Tuesday, August 5, 2008

Núna fer að líða að þessu

Jæja núna erum við komin bæði með inngöngu í skólana og nú er bara að leggja staðfestingu á því í póst, það er eins gott að þessi bréf berist skólanum og þeir viti af því að við erum að koma.....

Annars er lítið að frétta af okkur annað en það að við erum á fullu að leita okkur að íbúð í köben þar sem við erum ekki enn búin að fá inni á kollegie......


allir að hugsa vel til okkar og íbúðarmálanna okkar.

kv.Jónas og Elísa

Thursday, May 1, 2008

Leiðarlok eða hvað???

jæja Núna eru ca.24 klst þangað til við leggjum að stað heim.

Veit ekki hve öflug við verðum í blogginu í sumar en ef allt gengur eftir með það að komast inn í skóla úti þá munum við kanski halda áfram að skrifa einhverja vitleysu hérna inn.

kv. Jónas og Lísa

Á leiðinni heim

Sunday, April 27, 2008

Af skólamálum, bjórdrykkju og hári....

Núna erum við búin að koma okkur í klípu......

Við vorum semsagt að skoða umsóknarfresti fyrir skólana hérna úti og við höfum lesið eitthvað ótrúlega skakt þar sem umsóknarfresturinn okkar rann út fyrir mánuði............

Samt var Jónas búin að fá póst um að umsóknarfresturinn fyrir masters nám sé 1.júní, og við vonum að það standist, en það virðist vera sem Lísa sé svolítið of sein....... Við ætlum samt að gera umsókn og vona að það sé auðveldara fyrir Íslendinga að komast inn.

Þetta er allavegana verkefnið fyrir næstu daga.

Núna erum við í heimsókn á Óla og Svanhildi í Troröd og höfum við skemmt okkur stórkostlega við bjórdrykkju og aðra vitleysu, við teljum okkur vera auðveld að fá í heimsókn þar sem að við erum ekki að nenna að skoða neitt svo þau fá helgarfrí í bjórdrykkju og blaðri..... vona að þau séu sátt við það.

En á föstudaginn var búið að drekka talsvert af dönskum bjór og þá komst í tal hvað Óli er stórgóður hárgreiðslumaður og hann sagðist vera mesti og besti hárlitunarmaður norðan alpafjallana..... Við þurftum nú að sannreyna það og það endaði með því að Jónas var litaður.... og þegar við vöknuðum daginn eftir var HANN með fallega rauðfjólublátt hár sem var ótrúlega ekki fallegt...... En þar sem óli stóð sig vel þá var skuldinni skellt á Lísu sem blandaði litinn og á hún núna erftit verkefnið fyrir höndum að reyna að kippa þessu í liðinn þar sem ég er að fara að hitta leiðbeinandann sinn fyrir Mastersverkefnið á mánudaginn.... Eins gott að ég líti ekki út eins og sleikibrjóstsykur þegar ég fer að hitta hann..................... kemur í ljós.

Sjáumst á föstudaginn.....

kv. Jónas (fjólublárauðhærði) og lísa (sem er sko ekki í uppáhaldi)

Tuesday, April 22, 2008

jæja jæja jæja

Nú er að koma að leiðarlokum hjá okkur....... :(

Við erum komin heim til Andrésar og Söru í Svíþjóð og þau byrjuð að vinna og við þurfum að gera ýmislegt hérna í Skandinavíu áður en við komum heim, sækja um skóla o.fl.

Síðasta vika gekk alveg eins og í sögu að mestu leiti...... Það var ekkert búið að ske allan tíman þangað til tvo síðustu dagana.....

Sko, við vorum á nýjum Toyota yaris og var ansi þröngt um okkur, en á mánudaginn þá vorum við að leggja af stað til Hamborgar í 600km akstur og við þurftum að taka disel..... 5km seinna fer bíllinn að láta e-h skringilega, hann varð kraftlaus og svo fór að koma svartur mökkur aftan úr honum. Við stoppuðum og húddið var opnað en það var náttúrulega ekki mikið gagn í því þar sem við vitum ekkert um bíla, svo góndum aðeins ofan í húddið og svo var hringt í þjónususíma. Þar sem að við sögðum þeim að við hefðum verið nýbúin að taka disel þá töldu þeir að kanski væri þetta bara e-h mismunur í olíunni á milli landa...... Við keyrðum í ca. 40 mín og bíllin varð alltaf máttlausari og máttlausari og reykurinn meiri og meiri....þarna spunnust upp hinar ýmsu samsæris kenningar um hvað diselolían er léleg á Esso í þýskalandi.... Á endanum gekk þetta ekki lengur og við hringdum aftur í þjónustusíma Toyota í Svíþjóð og þeir sendu e-h gæja (við vorum á autobahn) sem var komin eftir 10mín og kíkti aðeins ofan í húddið og tók eftir því að loftintakið í túrbínuna var ekki á, þetta tók hann 5 mín að laga og við gátum haldið áfram.......
þetta var búið að seinka okkur um ca. 3klst í allt á lang lengsta keyrslu deginum okkar frekar pirrandi......


Svo í gær keyrðum við frá Hamborg til Svíþjóðar og þegar við vorum að nálgast Kaupmannahöfn þá tókum við eftir því að bíllin var að verða dísellaus við ákváðum að taka dísel aðeins seinna....... Og þegar við vorum komin framhjá Kastrup flugvelli á leiðinni yfir Eyrarsundsbrúnna föttuðum við það að við hefðum gleymt að taka disel......og ljósið farið að blikka í mælaborðinu.....þarna er ekki hægt að snúa við svo við urðum að halda áfram yfir........Við urðum svo disel laus rétt við hliðið þar sem maður borgar fyrir að fara yfir brúnna og þar sem Sænski tollurinn er..... við þurftum því að ýta bílnum í gegnum sænska tollin og þar þurftum við að bíða í 2klst vegna þess að bíllinn fór ekki í gang við það að setja á hann dísel, það þurfti aftur að hringja í þjónustusíma Toyota og gaurinn sem svaraði var sá sami og daginn áður........ ég held að Andrés sé kominn á svartan lista yfir eigendur Toyota í Svíþjóð...... það fyndna var að hann mundi fyrstu tölustafina í símanúmerinu..... hann kom svo bílnum í gang og við gátum loksins haldið áfram heim á leið.....

allt gekk þetta á endanum....

kv.Jónas og Lísa.......Og Andrés og Sara.......Og litla Toyotan sem er búin að bera okkur alla þessa leið.

ps.
Bjössi ég er í svo góðu formi eftir át og drikkju........ að ég held ég fari að taka það nærri mér þegar þú kallar mig fitubollu núna....þannig að þú verður að passa þig ég er svo viðkvæm Sál.

Friday, April 18, 2008

östrig og schweiz

Hej hej vi har set mange bjerge og meget sne.
Nu er vi i Lauterbrunner i Schweiz.
I dag har vi prövet at tage bilen med toget, fordi vejen var lukket med sne.
Vi drikker öl og slår prutter hele dagen, Andres har den værste lugt i hele livet.
Vi har det rigtigt godt og i morgen skal vi ud at vandre og om aftenen tager vi til vinsmagmning i Alsace i Frankrig og det bliver meget spændende.

Kram Jonas og Lisa
Sara og Andres

Monday, April 14, 2008

Hmmmmm! Hvernig lýst ykkur á þessar bollur?





Fengum að máta þessar fínu Austurrísku flíkur og teljum okkur lýta ansi vel út í þeim.....eða hvað?

kv. Jónas og Lísa

Sunday, April 13, 2008

Fjallaloft

Við erum búin að vesenast heilmikið hérna. Það stendur þó kanski hæst upp úr að geta eitt deginum í ekki neitt þegar maður hefur fullt að gera. Á einhvern hátt þá er skemmtilegara að vera latur þegar maður getur gert e-h, t.d. í Reggio þá höfðum við lítið að gera og þá var ekkert gaman að vera latur, hérna getur maður horft á tv eða farið á netið, farið út að hjóla eða labba kíkt í ísskápinn o.fl merkilegt.
Í gær fórum við til Salzburgar með Sissi og Ernst þar sem við skoðuðum gamla bæinn og fórum á kaffihús, og sáum húsið sem Mozart fæddist í.
Daginn þar á undan fórum við að skoða stærsta bókasafn í eigu kirkjunar í heimi, við sáum bækur sem voru gerðar árið 1340 t.d. Það bókasafn er í eigu e-h munnkaklausturs sem er held ég ótrúlega ríkt.... passar ekki alveg en svona er það nú bara, er víst einn stærsti vinnuveitandi í Steiermark.

Á þriðjudaginn hittum við Andrés og Söru í Salzburg og við ætlum að keyra um í viku með þeim, það fer því að styttast í annan endann á þessu flandri okkar.

Við búumst nú ekki við að komast jafn mikið á internet þá vikuna og við höfum gert hérna og fólk verður þá bara að lesa gömul blogg til að stytta sér stundir og skoða myndir ef það saknar okkar..... eða bara njóta síðustu dagana þar sem þið eruð laus við okkur :)

Það er annars allt komið í ljós með sumarið og nám næsta haust hjá okkur. Við erum hætt við USA (þrátt fyrir að Jónas hafi fengið inngöngu í skólann.......) kanski seinna.
Annars erum við búin að ákveða að fara í nám til Danmerkur í haust Lísa ætlar í DTU í levningsmiddelingeniör......get ekki þýtt þetta og Jónas fer í Kaupmannhafnarháskóla, er búinn að fá inni í verkefni þar og held að það verði spennandi......
Svo verðum við bara að vera dugleg að vinna í sumar (Lísa á sambýli og Jónas á ISOR) til að borga allan bjórin sem við erum að drekka þessa dagana....

Kanski verðum við dugleg að setja inn myndir fyrir þriðjudaginn, því það er síðasti almennilegi internetdagurinn okkar....

kiss kiss

Wednesday, April 9, 2008

Gröbming

Jæja.

Erum komin í mikla fjallasælu í nágreni Salzburgar. En....... það er einn hængur á, skíðatímabilið hérna kláraðist um síðustu helgi. Ekki hægt að segja annað en að við séum frekar mjög rosalega ótrúlega fáránlega óheppin, þar sem að það er óvenjulega kalt í Austuríki þessa dagana og því er engin skortur á snjó hérna.

En þrátt fyrir alla þessa gríðarlegu óheppni þá er eitt svæði enn opið, sem við skelltum okkur á í dag. Og þetta eina svæði er ansi stórt og þó það þurfti að taka gondóla upp í snjóinn þá var nóg fyrir ofan.

Þar sem að Lísa hefur kanski ekki farið jafn oft á skíði og ég þá ákvað ég að setja ekki undir mig snjóbretti í dag heldur skíði........ Mér finst skemmtilegara á snjóbretti..... það var til að geta hjálpað henni við e-h sem gætið komið upp á, en það kom nú ekki til þess.
Lísa stóð sig eins og hetja en hún var búin að segja mér margar frægðarsögur úr Kirkjubrekkunni frægu, og í dag voru hún látin standa við stóru orðin.
Þegar við vorum búin að fara nokkrar ferðir í barnalandinu, fékk ég að skella mér eina ferð upp á topp, og ég var ansi valtur, rétt kominn 20m frá lyftunni og flaug á hausinn. Fólk horfði á mig brölta við að standa upp og svo dreif ég mig niður og skellti mér í svarta (erfiðasta) brekku til að sanna fyrir sjálfum mér að ég gæti þetta enn.

Dagurinn gekk því þannig fyrir sig, ég fór í stórubrekkurnar og Lísa sólaði sig á meðan. Svo fórum við nokkrar ferðir saman í litlubrekkunum, alveg þangað til ég var óþolinmóður og fékk að fara eina ferð.
ENN.....SVO
Þegar ég var búin að skoða svæðið taldi ég nú að ég væri búin að finna leið sem Lísa gæti nú farið niður með léttum leik..... sem var rétt, fyrstu 500m en þá kom að brekku sem ég hafði "gleymt" og við reyndum við hana en hún reyndist frekar erfið. Þetta endaði með því að lísa rendi sér á rassinum niður fínustu brekkur í Evrópu...... Ekki slæmt það.

Núna sitjum við heima ég mér eldrautt nef, og Lísa lýtur út eins og þvottabjörn þ.e.a.s hvít í kringum augun eftir sólgleraugun, erum dauðþreytt og ætlum sko að sofa út á morgun.

kv. Frá Gröbming

Monday, April 7, 2008

Ótrúlegt...........

.....................hvað tíminn flýgur áfram.
Erum búin að ver hérna í tæpa viku og núna er heimsóknin búinn. Á morgun förum við af stað í næstu heimsókn og búumst við ekki verri mótökum þar. Þrátt fyrir að vera nettengt stanslaust höfum við ekki bloggað mikið en við höfum bætt við myndum og hvetjum við fólk til að kíkja á þær.

Biðjum að heils öllum Jónas og Lísa

Saturday, April 5, 2008

Austurríki



Halló Ísland.

Erum búin að vera í Austrríki núna í 3 daga og höfum það eiginlega allt of gott. Það er allt búið að snúast um að gera okkar dvöl hérna sem besta.

t.d Skruppum við til Vínar í gær.....

Já og svo held ég að ég hafið hvorki orðið svangur né þyrstur síðan ég kom, það er sko séð fyrir því að maður hafið nóg að bíta og brenna....
Fólkið sem við erum hjá talar ekki mikla ensku og við enn minni þýsku, og því getur reynst erfitt að segja.... Nei takk ég er orðinn saddur.... Ég hef því tekið þann pól í hæðina að éta bara..... og er ansi góður í því..
Ein algengasta setningin hjá Lísu er ,,Jónas getur þú ekki borðað þetta fyrir mig" enn því miður á ég nóg með mig og hún verður því oft að éta og éta.

Fjölskyldan sem við erum hjá ræktar epli og það eru því nóg af eplum og heimagerður eplasafi með öllu hérna...

Steiermark das grune hertz der Österreich

Friday, April 4, 2008

Nýjar myndir.....

Erum búin að setja inn nýjar myndir.....

Tuesday, April 1, 2008

Gridarleg spenna

Eins og lesendur sidunar hafa tekid eftir hafa undanfarnir dagar verid aesispennandi og folk hefur lagt a sig mikla rannsoknarvinnu vid ad reyna ad finna ut hvar vid erum.

Tegar upp var stadid var tad Sigridur Kristjansdottir sem bar sigur ur bytum.

Vid erum semsagt i Ljubljana i Sloveniu og erum ansi satt vid borgina. Borgin er passlega stor og hostelid okkar er nanast alveg nidri i gamlabaenum og tvi er stutt i helstu turistastadina (kastalann o.fl) og matsolustadina.

Vid hofum brugdid ut af vananum herna i Sloveniu og i stadinn fyrir ad borda ut ur stormorkudum hofum vid farid ut ad borda i nanast oll mal. Tad er nefnilega talsvert odyrara ad borda herna en a Italiu, t.d. i gaer fengum vid okkur tvo retti og drykki med og borgudum 30 evrur (tad hefdi rett dugad fyrir eyrnatoppum i Feneyjum). Svo seinna um kvoldid forum vid ad sja Roma Manchester og tar fengum vid 1,5l af bjor a 5,40 evrur, Jonas var ansi sattur vid tad og sofnadi vaerum svefni um kvoldid, fullur magi af mat og bjor.

Vid erum ad fara ad tekka okkur ut af hostelinu okkar en erum ad bida eftir starfsmanninum, gaurinn er ekki sa araedanlegasti i bransanum, bidum eftir honum i gaer lika.

Um half ellefu hoppum vid upp i lest og stefnan verdur tekin til Graz i Austurriki tar verdum vid sott a lestarstodina af folki sem Jonas var hja fyrir 8 arum. Nu verdur tyskan brukud....... engin Italska lengur.......

verdur gott ad komast i tvottavel og sma pasu fra lestarstodvum....

Meira seinna.

Ps. Sigga tu att von a gridarlega fallegu Turistadoti sem vid erum buin ad finna handa ter.

Monday, March 31, 2008

Hvar eru Jonas og Lisa???

Tar sem ad tessi stor skemmtilegi leikur slo i gegn sidast tegar hann var a dagskra a tessari bloggsidu allra landsmanna hefur verid akvedid ad hafa hann aftur.

I tetta skiptid teljum vid ad nanustu aettingjar viti ekki hvert vid erum ad fara og tvi eru allir landsmenn jafnir i tessari keppni.

Verdlaunin i tetta skiptid verda ekki af verri endanum. Tad verdur keyptur ekkta alvoru turistadrasl i borginni sem spurt verdur um, naestum tvi fyrsta turistadraslid sem vid kaupum.

Fyrst nokkur ord um sidustu daga i okkar lifi......

Modena og Bologna.
Vid forum til Modena fra Nice og skodum Bologna einnig, skemmtilegar borgir med fallegum husum og mikid af ungu folki i teim serstaklega Bologna. Forum ad smakka balsamic (ekki edik) tar sem madur bragdadi misgamalt balsamic. Keyptum nokkrar floskur og vonum bara ad taer brotni ekki i toskunum.....
Tetta var samt bara stutt stopp og vorum vid ansi spennt fyrir naesta stoppi sem var.......

Feneyjar
Vid erum buin ad vera i tvaer naetur og fyrsta daginn urdum vid mjog hissa tar sem tad var alveg gridarlega mikid af turistum herna, madur turfti nanast ad standa i bidrod fyrir framan bryr. En i gaer var talsvert minna af folki og vid nadum ad ganga mikid og skoda og forum oft i hringi i tessari borg. Svo i morgun tegar vid forum i sidasta roltid ta var algeng setning hja okkur "hei, hofum vid ekki sed tetta adur?"
Borgin er ansi serstok og skemmtileg ad skoda en hun er ansi dyr, t.d. borgudum vid jafnmikid i almenningssamgongur her og lestina fra Milano til Nice.

En ta er komid ad storleik vikunnar.

Hvar eru Jonas og Lisa????

Visbendingarnar verda erfidar.....

1. Erum i borg
2. ca. 4-5klst. med lest fra Feneyjum
3. Borgin er staerri en Reykjavik en minni en London :)
4. Vid hofum aldrei farid i tessa borg adur.

Kv. Jonas og Lisa, ef tid getid ekki upp a tessu verdum vid ad eiga turistadraslid.......

Thursday, March 27, 2008

Franska riverian

Erum bara buin ad vera ad njota lyfsins herna i Nice. Hotelid sem vid gistum a faerdi okkur i tveggja manna herbergi i stadin fyrir ad gista i dorm (getur einhver islenskad tetta ord, heimavist passar ekki).
Agaet ad vera i einkaherbergi aftur eftir brjalaedid i Milano tar sem hostelid tar var fullt af skola og itrottahopum.

Nice er algjor turistastadur, sem gerir hlutina einfalda fyrir okkur.
Turistastadur = fullt af gistingu og fullt af stodum til ad borda a og allir tala ensku.

I gaer forum vid til Monaco og spokudum okkur medal lystisnekkja, ferraria, Gucci buda og kvenna sem voru nykomnar ur nefadgerd.

Erum ad fara upp i lest kl. 14.00 a leid til Modena, ef einhver myndi skoda kort af Italiu og paela i leidinni sem vid hofum farid ta er hun ekkert serlega snidug, sem tidir ad vid verdum ansi lengi i lest i dag. Turfum ad skipta i Genoa og komum ekki til Modena fyrr en seint i kvold og tar verdum vid a yndislegu(grin) HI hosteli (sama daemid og i Milano).
Tad tidir ad madur vaknar fyrir 7 a morgnana vegna umgangs frammi og sefur litid fyrir hrotum og umgangi i odrum...... gaman ekki satt.

Fra Modena aetlum vid til Feneyja og verdur tad ansi spennandi....... eins gott ad borgin standi undir teim vaentingum sem madur gerir til hennar.


kv. Jonas og Lisa

ps. Anna viltu bidja Stefaniu ad fyrir gefa Jonasi? Segdu henni lika ad tad hafi verid lisu hugmynd ad Jonas myndi knusa tennan okunnuga kvenmann.

pps. Tid sem skiljid tetta ekki verdid bara ad skoda myndirnar okkar.

Monday, March 24, 2008

Leikurinn heitir..........

........... Hvar eru Jonas og Lisa.

Adur en leikurinn hefst ta er vert ad segja adeins fra sidustu dogum.

Vid skodudum tad helsta i Milano og medal annars forum vid ad sja mynd eftir Leonardo Da Vinci i morgun sem heitir sidasta kvoldmaltidin. Ansi mognud og gaman ad sja svona fraega mynd.
Einnig totti okkur domkirkjan teirra ansi falleg og skrautleg.

Vid erum nefnilega ordin miklir ahugamenn um kastala og kirkjur, tad er nefnilega oft okeypis ad skoda ta stadi. I framhaldi af tvi ta viljum vid takka teim einstaklingum a Islandi sem bera abyrgd a gengisbreytingum kronunar kaerlega fyrir.
Okkur tikir mjog vaent um ad tid erud ad gera ferdalagid okkar 25% dyrara. TAKK

En ta er komid ad storskemmtilegum leik........ Hvar eru Lisa og Jonas

Visbendingar......

1. Ekki i Milano
2. Tad er adeins hlyrra en i Milano
3. Mikid af ferdamonnum
4. Evran er gjaldmidillinn her.
5. Michael Jackson eftirherma er ad dansa vid strondina...


Sa sem getur upp a rettum stad faer ad bjoda okkur i mat tegar vid komum heim.....Jibbi

Setjum kanski inn myndir a eftir.

Friday, March 21, 2008

kulurassar og skordyrabit

Erum buin ad eyda sidustu dogum med tyskum turistum og fallegu utsyni i cinque terre, baeirnir eru tengdir med gongustygum sem vid gengum og teir voru sko ekki larettir.... stigar stigar og aftur stigar.
Tad helsta sem var til tidinda var tad ad einhver elskuleg skordyrafjolskylda gerdi mig (Jonas) ad sinu einka hladbordi eina nottina, Eg er nu vanur tvi ad vera elskadur af skordyrum enda einstaklega gomsaetur madur, en eg hef aldrei verid bitinn i kinnarnar adur. Eg lyt ut eins og unglingur a gelgjuskeidi, naestum. Tad eru tvi nanast allar myndir af lisu fra tessum dogum....

Vid erum nuna i Milano og erum adeins buin ad atta okkur a adstaedum herna, en vid erum a hosteli i nagreni vid fotboltaleikvang borgarinnar (San Siro/Guiseppe meazza) og a morgun er storleikur tegar inter tekur a moti juve og vid aetlum ad reyna ad fa mida a tann leik. Tad verdur to eitthvad erfitt, tvi tetta er ekta alvoru storleikur.

Vonum ad tid etid ekki yfir ykkur af paskaeggjum um helgina og bidjum ad heilsa, vid setjum inn myndir tegar vid komumst i alvoru internet tengingu.....

kv. Jonas og Lisa kulurass

Monday, March 17, 2008

Skakki turninn er.......

.......... alveg otrulega skakkur.

Erum semsagt i Pisa og er tetta sidasta kvoldid okkar, erum ekki alveg buin ad akveda hvert vid forum a morgun tar sem baeirnir sem vid aetludum ad skoda eru vinsaelari en allt virdist vera, og erfitt er ad fa gistingu a verdi sem er vidradanlegt.

Annars erum vid ad lenda i vandraedum vegna skipulagsleysis, en vid akvedum alltaf lauslega hvert vid forum og svo kemur i ljos hvernig fer med gistingu o.fl.

Tannig ad vid erum ekki alveg viss hvert vid forum a morgun ne hvar vid sofum.

Erum buin ad setja inn myndir fra Napoli, gleymdum ad segja fra tvi sidast.

Bless

Friday, March 14, 2008

Napoli

Buongiorno

Vid erum buin ad vera a teytingi um borgina, uthverfin, nagranna baei og eyju.

I gaer forum vid og skodudum Pompei og tetta var allt miklu meira og staerra en vid gatum nokkurntiman imyndad okkur, tad er alveg otrulega mikid af husum og gotum tarna sem eru vel vardveitt og tad er eflaust haegt ad eyda heilum degi tarna og alltaf skoda eitthvad nytt.
Vid vorum i Pompei fyrir hadegi og eftir hadegi aetludum vid ad skota Amalfi strondina, vid komumst a endanum i einn bae a strondinni eftir talsverda bid a lestar og rutu bidstodum.

Eg er nu frekar bilhraeddur (spyrjidi Ola Tage) og tarna ta styrnadi eg upp nokkrum sinnum og kom ekki upp ordi tegar rutubilstjorinn brunadi i beygjurnar, og flautadi a undan ser svo ad hinir bilarnir vissu af honum.
Vegurinn sem liggur um Amalfi strondina er faranlegur, tad er lodrett fall beint nidur ca. 100m ofan i sjo og baeirnir eru bygdir a teim stodum tar sem er adeins minna lodrett. Vid erum semsagt med stinna rassa eftir ad hafa skodad baeinn Positiano.

Tad ma likja tessum vegi vid ad Islendingar myndu kanski leggja einn veg utan i Latrabjargi (kanski ekki alveg en naestum tvi)

I dag forum vid og skodudum Capri og erum buin ad vera ad vinna enn frekar i tvi ad fa stinna rassa med tvi ad ganga um Napoli, sem er hreint ut sagt otruleg. Tad er ekki haegt ad likja tessari borg vid neina adra held eg, trongar skitugar gotur met tvotti hangandi tvert yfir og motorhjol a fullu fram hja manni.

Ja og tad ma kanski nefna tad ad vid erum buin ad smakka pizzur i borginni tar sem pizzan faeddist. Eg aetla aldrei ad kaupa Dominos aftur....

Naesti stoppistadur er Pisa og Lucca i Toscana en eftir tad verdur enn styttra a milli borga svo engar langar lestarferdir og tad gerir hlutina ansi taegilega.

kv. Jonas og Lisa foringjar i stynnurassafelaginu.is

Wednesday, March 12, 2008

Ferdalangar

Ja samkvaemt upphaflega planinu sem reyndar breytist hratt ta aetludum vid ad fara af stad um naestu helgi.

A manudaginn nenntum vid ekki ad vera lengur i Reggio svo vid akvadum ad fara af stad. vid forum snemma i morgun og erum nuna i Napoli og verdum i 3 naetur.


Matta, vid verdum farin til Austurrikis i byrjun april svo vid verdum liklega ekki nalaegt vinkonu tinni..... takk samt.

kv. Jonas og Lisa.

Monday, March 10, 2008

Ekki fréttir.

Við höfum ákveðið að gera nokkrar breytingar á ferðaplaninu okkar og það er ekki að þakka góðum ábendingum frá diggum lesendum okkar.....

Þessar breytingar hafa í för með sér mikinn lífsháska og mun líklega aðeins annað okkar ná fluginu heim í maí.

Til að fá að vita hvað það er sem við ætlum að gera ..... viljum við fá að vita svolítið í staðinn.

Hver var morðinginn í danska sakamálaþættinum Forbrydelsen?

Kv.Jónas og Lísa

Tuesday, March 4, 2008

Þegar við héldum af stað í janúar þá var planið út apríl svona...

..Læra Ítölsku í tvo mánuði (febrúar-mars) og svo að halda íbúðinni í apríl og ferðast um Ítalíu.

Þetta hefur aðeins breyst. Ja kanski meira en aðeins...

Við erum hætt í Ítölsku námi, okkur líkaði ílla við skólan.

Við erum sem sagt búin að stytta námið um helming....... kunnum minna en ekkert.

Nýja planið....

Við ætlum að vera hérna í borginni í tvær vikur í viðbót og nota þær til að skoða Sikiley og héraðið sem við erum í, ásamt því að sækja um vinnur og skóla fyrir haustið.

Svo svona ca. 16 mars ætlum við að pakka niður og halda af stað í norður.

Við ætlum okkur um 2 vikur í að ferðast upp ítalíu og skoða það sem við höfum ekki séð áður.

Við ætlum að skoða

Napoli (pompei, vesuvíus, amalfi)

Í toscana – Pisa, Lucca

Í Liguria - La Cinque terra og kanski Genoa

Monaco???

Milano

Parma

Modena

Verona

Feneyjar

Kanski svolítið langur listi á tveimur vikum, en það ætti nú að vera í lagi, við sitjum nefnilega núna og hvílum okkur fyrir ferðalagið.

Í byrjun apríl ætlum við svo að fara til Austurríkis og hitta tvær fjölskyldur sem Jónas (og Siggi) var hjá fyrir 8 árum. Við stoppum vonandi 4-5 nætur á hvorum stað.

Svo er planið að hitta Andrés (bróðir Lísu) og Söru konuna hans einhverstaðar í suður Þýskalandi eða Austurríki 15.apríl. Við ætlum að keyra eitthvað og skoða meira með þeim áður en við keyrum upp til Danmerkur og Svíþjóðar.

Í Kaupmannahöfn erum við búin að panta helgi hjá Óla Tage og Svanhildi (og fabio) en þau reka gistiheimili fyrir Íslendinga (að mér skilst). Þau veita mikla og góða þjónustu (og fá marga gesti), t.d. fær maður gott kort með leiðbeiningum um lestarstöðvar og lestarlínur þegar maður kemur til þeirra.
Vonandi verða þau ekki í miðjum prófum því við erum að spara bjórdrykkju þangað til við komum til þeirra.

Við eigum svo flug heim 2.maí og þá tekur við “venjulegt” líf þ.e.a.s borga yfirdrátt og vísareikninga sem hafa safnast upp á ferðalaginu. En vonandi komum við heim í gott Íslenskt sumar.

Ef þið hafið einhverjar góðar ábendingar um staði til að heimsækja bæði á Ítalíu og í Austurríki/Þýskalandi megið þið endilega benda okkur á þá.....

Kv. Jónas og Lísa.

Tuesday, February 26, 2008

Taormina

Eg var svo anaegdur med tad at Reggina vann Juventus sidasta laugardag ad eg gleymdi ad nefna ad vid forum i dagstur til Taormina a Sikiley.

Taormina er byggdur uppi i fjalli beint upp af sjonum og er frekar spes og fallegur, tetta er alvoru ferdamannabaer og madur fann fljott fyrir tvi.
Tetta hefur verid vinsaell ferdamannabaer i yfir 100 ar og vorum vid ekki hissa tegar vid gengum um hann.

Vid settum inn myndir fra deginum a myndasiduna, vorum ansi anaegd med tessa ferd.

kvedja lisa og jonas

Monday, February 25, 2008

Veðurfréttir

Þar sem helsta áhugamál Íslendinga er veður og þá helst hvernig veðrið er annars staðar þá ákváðum við að láta ykkur vita af því að það er gott veður hjá okkur.

Lísa er búin að vera í sólbaði úti á svölum og ég er orðin sveittur á rassinum.

Bara svona til að láta ykkur vita, við vonum að veðrið hjá ykkur sé gott....

kiss kiss

Sunday, February 24, 2008

Fótbolti

Við fórum á fótboltaleik í gærkvöldi.... Reggina vs. Juventus

Þegar við vorum að labba á völlin fór ég að pæla í því að ef við værum á englandi þá væru allir sem væru að fara á völlin blindfullir. Ekkert svoleiðis í gangi.

Við vorum í stúkunni þar sem stuðningsmenn Reggina voru og menn, konur og börn voru óspör á orð eins og t.d. bastardo


í miðjum leik kom í ljós að nokkrir stuðningsmenn Juve voru í stúkunni rétt hjá okkur, ekki innilokaðir í net hinumegin á vellinum eins og aðrir, þetta komi í ljós rétt eftir að Juve jafnaði og því urðu heljarennar læti. Menn reyndu að klifra yfir girðingar og fóru að gríta klinki á milli stúkanna, fólk frá Reggio sem var nálægt Juve mönnum fór að flýja í burtu þegar klinkinu byrjaði að rigna.

Annars var leikurinn fínn og hann endaði með því að Reggina fékk víti á 90mín sem varð til þess að þeir unnu Juve 2-1 sem gerist sko ekki á hverjum degi og geggjuð fagnaðarlæti brutust út .... Ekkert smá skemmtilegt..

kv. Jónas og Lísa

Wednesday, February 20, 2008

Ökutími

Fyrsti ökutíma ítalsks unglings ATH! Samtalið er þýtt á Íslensku......

Ökukennarinn (Luigi): Góðan dag

Nemandinn (Isabella): Góðan dag herra Luigi, hvernig lýður þér. (mjög gott kurteis í fyrsta tíma... gott)

Ökukennarinn (Luigi): Vel þakka þér fyrir. Jæja eigum við að byrja?

Nemandinn (Isabella): Jáhá, ég er ekkert smá spennt.

Ökukennarinn (Luigi): Það er gott. Jæja þetta er flautan, já ýttu á hana.

Nemandinn (Isabella): Já híhí. FLAUT.

30 mín. Seinna.

Ökukennarinn (Luigi): Jæja þetta er orðið fínt, þú mátt hætta að flauta.

Nemandinn (Isabella): Já allt í lagi. Vá æðislega skemmtilegt...

Ökukennarinn (Luigi): Já finst þér ekki. Í næsta tíma mundu læra að setja bílinn í gang og ég mun kenna þér á aðra hluti sem eru ekki eins nauðsynlegir við akstur, eins og t.d. kúpling, bensíngjöf og stefnuljós.

Nemandinn (Isabella): Æi þarf ég að læra eitthvað annað en að flauta.

Ökukennarinn (Luigi): Já því miður..

ATH! Þetta eru ýmindaðar aðstæður en gætu allt eins verið sannar miðað við hvernig bílar eru notaðir hérna. Og ef pimp my ride væri stílfært yfir í ítalskt sjónvarp væri örugglega skipt um flautu fyrst.

Monday, February 18, 2008

Helgin.......

Gaman að sjá að tvær uppáhalds frænkur hafa bæst í hóp diggra lesenda þessarar síðu (eru ekki annars um ca. 9 mans sem skoða hana).

Svo viljum við þakka ættingjum okkar fyrir öll símtölin sem við höfum fengið í nýja númerið okkar, mér telst til að Anna hafi hringt c.a. 3, Andrés 3, Addý 1 og
Þelamörk 43 1.

Vá hvað ykkur þykir vænt um okkur!!!!!!
(Lísa segir að ég sé með heimþrá af því að ég er alltaf að tuða yfir því að engin hringi)


Jæja nóg af tuði....
Við skelltum okkur til Sikileyjar um helgina. Við erum búin að góna yfir sundið nokkuð oft og loksins fórum við. Við eyddum nokkrum klst í Messina sem er aðeins stærri borg en Reggio (okkar). Helsti munurinn var kannski sá að göturnar voru breiðari og borgin öll stærri að sjá, annars var hún svona típísk Ítölsk, hundaskítur á gangstéttinni og dúfur.
Frá Messina fórum við lest suður með austurströnd Sikileyjar fram hjá misstórum bæjum og eru 1-2 alla vegana komnir inn á heimsókna listann okkar. Annar er Taormina frekar vinsæll ferðamannastaður á sumrin og er eflaust skemmtilegur að sækja heim þegar ferðamannatíminn er í lágmarki, hinn er Catania sem stendur undir Etnu og er það kannski það helsta sem dregur mig til borgarinnar. Ég tók ansi margar myndir af fjallinu út um lestargluggann á leiðinni heim í gær (Lísu til mikillar ánægju þar sem hún var að reyna að sofa).
Við eyddum helginni í Siracusa sem er einnig típísk Ítölsk borg en þó talsvert vinalegri en þær sem við höfum séð í ferðinni, skemmtilegur borgarhluti þar sem göturnar voru frekar gangstígar og húsin allveg úti við sjó. Einnig var þarna gamalt grískt leikhús og rústir frá rómverjum en við vorum aðeins of sein og það var lokað því svæði á nefið á okkur.
Annars var frekar mikill vindur og kalt svo maður náði ekki alveg að njóta þess að rölta um borgina til að skoða.
Ég veit ekki hvað hitastigið er hérna en ég er viss um að það er svipað og á Íslandi og við vorum að drepast úr kulda í skólanum í morgun. Það er ekki beint hvetjandi að rífa sig fram úr hlýju rúminu á morgnana og skella sér í skólann þegar maður veit að það er jafn kalt og í ísskápnum okkar þar inni.

Nokkrar nýjar myndir komnar inn.

Kiss kiss

Friday, February 15, 2008

Sma ferdalag a morgun

Erum ad fara til Sikileyjar i fyrramalid og komum (vonandi) til baka a sunnudag.....
Stefnan er tekin nidur til Syracusa og vid forum liklegast med nokkrum krokkum sem eru med okkur i skola.
Erum buin ad setja inn nokkrar nyjar myndir, af storskritinni sitronu, myndir ur partyi sem vid vorum ì ì gaer (nenntum ekki i skolan i dag) og svo nokkrar af Lisu ad dansa jeeeee.

Ennnnn um tar naestu helgi er annad a dagskranni eins og sest a myndinni.


sjaumst.....





Wednesday, February 13, 2008

hitasveiflur

Við erum allveg ad fara ad venjast þessum hitasveiflum í húsinu okkar. Þó er erfitt að skilja hversvegna það er ekki hægt að vera með smá miðstöð í húsinu.
Ég held t.d. að ef eihver myndi kenna Ítölunum að nota tvöfalt gler og almennilega þröskulda (út á svalir) þá væri ekki alveg jafn kalt.
Vegna þess hve mikill kuldi kemur inn um svaladyrnar okkar þá notum við (ásamt öllum öðrum) sérstaka hlera til að loka fyrir á nóttunni. Þetta getur skapað vandamál sem tók okkur nokkra morgna að átta okkur á.

Vandamálið er það að maður fær ekkert sólarljós inn í íbúðina um morguninn og því er almyrkvað í herberginu svo lengi sem þessi “rúlluhleri” er fyrir hurðinni.
Maður er allveg gríðarlega þungur upp á morgnana (kanski ekkert nýtt fyrir okkur) og það má segja að við Lísa erum að skapa okkur okkar eigið skammdegi hér í suðurhöfum. Ég hef t.d. staðið sjálfan mig að því að vakna og hugsa...,, Hvenær ætlar sólin eiginlega að koma upp” ég allveg gjörsamlega útkvíldur og allt almyrkvað ennþá, ég hélt að það væri ennþá nótt. Svo leit ég á klukkuna og hún var orðin hálf eitt........ frekar skrítið.... allt orðið bjart úti og hitinn stigin yfir 13°.

Við erum að reyna að skipuleggja helgarferð og er stefnan tekin á Sikiley og eitthvað í nágreni við Etnu.

Reynum ad vera dugleg ad taka myndir og setjum taer svo inn eftir helgi.

Kv. Jónas og Lísa.

Monday, February 11, 2008

Samvera........

Eg held ad vid Lisa seum buin ad eida òedlilega miklum tima saman undanfarid........ Tad kom fram i samtali sem vid attum herna fyrr i dag.

Lisa: Ertu buin ad fara a klosettid i dag?

Jonas: Nei var ad vona ad kaffid myndi hjalpa.

Lisa: Ekki eg heldur, vid verdum ad fara ad borda minna pasta.

Jonas: Ja og drekka meira kaffi.

Samtalid var reyndar lengra og meira um smaatridi sem eg lysti fyrir Lisu (henni totti tetta MJOG ahugavert....), tel ekki naudsynlegt ad skyra nakvaemlega allt herna.

Eg vona ad tid eigid godan dag og tessi postur veki upp godar tilfinningar......

kv. Jonas og Lisa

Friday, February 8, 2008

VEIKINDI

Eins og Anna Kristin benti a ta getur sverdfiskur verid eitradur.......

Og hann er tad svo sannarlega tvi vid tjaumst af mjog algengum sjukdomi sem getur borist i menn ur sverdfiski baedi vid inntoku, innondun og snertingu. Helstu einkenni sjukdomsins eru skapstird a morgnana og erfidleikar vid ad fara fram ur rumi, longun til ad leggja sig yfir midjan daginn og hraedsla vid allt likamlegt erfidi.

Tad er skemmst fra tvi ad segja ad vid erum med sjukdominn a hau stigi og tad hefur ordid vart vid oll einkennin a heimilinu.

VARUD! ef tid sem lesid tetta og commentid ekki er mjog liklegt ad tid smitist...... tad sagdi laeknirinn okkur i gaer (alveg satt).

Tad hafa verid trumur og eldingar herna i tvo daga sem gaeti to kanski skyrt letina i okkur.....

kv. Jonas fitubolla og Lisa skvisa

Wednesday, February 6, 2008

Mercoledi, 6 Febbraio 2008

Núna erum við búin að vera tvo daga í ítölsku námi og erum orðin ofboðslega góð í Ítölsku...... T.d í gær vorum við að kaupa grænmeti og konan spurði okkur að einhverju, við svöruðum nei (no) og hún sprakk úr hlátri, við sögðum henni þá að við töluðum ekki ítölsku og hún náði að útskýra fyrir okkur að hún hefið spurt. Er þetta allt? Við nei..... og stoðum svo eins og kjánar og ætluðum ekki að fá neitt annað.

Það er eitt vandamál sem við eigum við að stríða hérna (tengist aðeins því að vera mállaus), það er að við vitum ekki alveg hvernig við eigum að spyrja. Hversu mikið kostar þetta???? Því eins og t.d. í gær vorum við að labba fram hjá fiskbúð og fyrir utan búðina var sverðfiskshaus sem greinilega hafði verið veiddur um morguninn, okkur langaði náttúrulega til að smakka hann og báðum um stykki. Sagan er aðeins flóknari svo hún kemur bara öll...
Við reyndum að útskýra að við vildum fá nóg fyrir tvo og konan sagði uno i duo og vegna gífurlegrar kunnáttu í tungumálinu svöruðum við sí, svo segir lísa við mig sjáðu hún er að klúfa steikina okkar, þá skyldi konan okkur þannig að steikin ætti að fara í tvo hluta...... Fína sverðfisksteikin okkar var þunn og kjánaleg... Já og að verðinu þá kostuðu tvær sverðfisksteikur (báðar klofnar í tvennt nota bena) 14 evrur, sem er í raun frekar mikið, hefðum líklegast ekki keypt þetta ef við hefðum kunnað að segja...Hvað kostar þetta? (14 evrur = 1400kr kanski ekki mikið fyrir fínt stykki en við hefðum getað fengið okkur fína nautasteik þrisvar sinnum fyrir þetta verð).... En við erum allveg að fara að mana okkur upp í að reyna að biðja um hlutina frekar en að standa og benda á eitthvað og kinka kolli.....
Við reynum að nota ensku bara í undantekningar tilfellum t.d. þegar við báðum um símakort.
Það er búið að vera einhverjir tillidagar hérna undanfarið, við erum aðeins úr takti við dagatalið en eru ekki sprengi, bollu og öskudagur núna einhverntíman? Við tengjum allavegana krakka í búningum við það, krakkarnir eru búinir að vera með froðu í brúsum (eins og rakfroða) svo af og til mætir maður krakka þöktum í froðu og bílar og hús hafa fengið sinn skerf. Í gær hefur svo verið aðaldagurinn því það var skrúðganga eða carnival eins og þetta er kallað hérna með skreytum vögnum og bílum og fullt af fólki.

kv. Jonas og Lisa

Monday, February 4, 2008

Óhamingja..... eða hvað?

Við Lísa vorum í óðaönn að halda upp á það að það var komin föstudagur með því að drekka berjasaft þegar að dyrabjallan hringdi. Þar stóð fyrir utan litli leiðinlegi íbúðaeigandinn og sagði okkur (á Ítölsku) að það væri komin nýr leigjandi í íbúðina....
OHHHHH við héldum að við yrðum ein í febrúar (erum frekar mannfælin) við vorum einnig í óðaönn að skola niður seinni flöskunni af ódýra berjasaftinu sem við erum orðin svo hrifin af....

Einnig kom þessi truflun á slæmum tíma þar sem að við vorum að horfa á uppáhalds sjónvarpsþáttinn okkar, þátturinn er einskonar orðaleikur þar sem að maður reynir að geta upp a orði i eyðurnar, þið getið rétt ýmindað ykkur hve góð við erum í þessum leik. Lísu finnst þátturinn einnig mjög áhugaverður af því að konan sem er í honum er alltaf í svo flottum kjólum og mér finnst þátturinn svo skemmtilegur af því að konan er í honum..... Bara svo þið skiljið hvað okkur finnst svo skemmtilegt við hann setti ég myndir (af sjónvarpsþætti....skrítið) á myndasíðuna, þar getið þið dæmt sjálf hvort “kjóllinn” er flottur eða ekki...

Eftir að hafa eitt helginni með meðleigjandanum sem er stelpa (frá Úkraínu en býr og vinnur í Graz) held ég að þessi geðveiki í okkur Lísu um að vilja vera ein hafi engan rétt á sér, þetta er ósköp róleg og ljúf stelpa. Það er einnig mjög gott að hafa hana í íbúðinni með okkur þar sem við Lísa fáum ekki alveg upp í kok á hvort öðru, allavegana ekki strax. Hún talar einnig Ítölsku svo hún getur eflaust hjálpað okkur eitthvað.


Í gær fórum við á fótboltaleik, Reggina tók á móti Torino leikurinn var ágætur á að horfa en Reggina tapaði. Það hefði verið skemmtilegara að vera á vellinum ef þeir hefðu unnið.
Í næsta mánuði kemur Juventus og þá verðum við að fá miða. Mig langar mikið til að fá miða á þann leik.

Við keyptum miða sem voru í númeruð sæti en þegar við komum á völlinn sáum við að það var ekkert þannig, flestir standa bara þar sem þeim sýnist og gera það sem þeim sýnist t.d. var einn með hundinn sinn með sér á leiknum.
Þetta var frekar spes og talsvert skemmtilegara en að vera á Laugardalsvellinum, þar sem Íslenskir áhorfendur eru flestir algjör dauðyfli á vellinum, þarna öskraði fólk og baðaði út höndunum ef þeim mislíkaði eitthvað.

Allskonar fólk var þarna saman komið, gamlar kellingar og ungabörn, já og hundurinn, sem Lísa vorkenndi allan leikin vegna þess að þegar öskur og læti brutust út í áhorfendaskaranum hljóp hann alltaf um geltandi og tók virkan þátt í þessu.
Það er einn Íslendingur sem spilar með liðinu og hann kom inn á í seinni hálfleik en allt kom fyrir ekki tvö vítaspyrnu mörk frá Torino kláruðu leikinn. Meira hvað menn geta verið klaufalegir inni í teignum........ Eg var half pirradur eftir tennan leik

Kv. Jónas og Skvísa

ATH! Nyjar myndir, fotbolti og sjonvarpstattur asamt okkar fridu fèsum svo tid gleymid okkur ekki.

Friday, February 1, 2008

Dagur 2 i Reggio Di Calabria

Tveir postar i dag vegna mannlegra mistaka


Jæja við fórum á skrifstofu skólans í dag og kláruðum að skrá okkur í kúrsana sem við munum taka hérna. Við munum líklega bara taka tvo þ.e.a.s febrúar og mars svo ætlum við að sjá til hvort við ferðumst bara í apríl eða tökum þriðja kúrsinn.
Skólinn lýtur betur út en við fyrstu sýn þar sem að núverandi inngangur virðist vera notaður vegna viðgerða hinumegin við húsið.
Það er hálf fyndið að fylgjast með því hvernig hlutirnir virka hérna þar sem að t.d. á skrifstofunni sem var að skrá okkur inn í tölvukerfið voru 5 kallar og þar af voru þrír að fylgast með einum vinna í tölvunni að skráningunni. Ég myndi ekki vilja vera hérna á sumrin þegar mikið er af stúdentum og afgreiðslan er svona.
Á mánudaginn förum við í próf þar sem á að athuga kunnáttu okkar í Ítölsku.....munum eflaust standa okkur mjög vel þar.....
Það er ekkert af ástæðulausu að Ítalskur ís er heimsfrægur, við fórum í gær og fengum okkur ís og hann var ótrúlega mergjaður, Lísu fannst hann græðgislegur (eitt af þessum orðum sem hún og Anna finna upp á og ég skil ekki, þau eru mörg). Það voru ótrúlega margar tegundir og maður vissi ekki hvernig maður snéri þegar kom að því að velja, enda notuðum við mjög vel þróað tungumál sem samanstendur af bendingum höfuðhreyfingum og orðinu Si. Þarna var hægt að fá t.d. ís í brauði.... ekkert nýtt?? Jú víst þetta var ekki brauðform þetta var brauð, þetta var eins og snúður úr bakaríinu klofinn og ís troðið ofan í hann. Við lögðum nú ekki alveg í slíkar dírðir en einn daginn ætlar Lísa að prufa svona.
Við eiðum dögunum í að ganga um borgina og skoða það sem er vert að skoða á milli þess sem við skjótum okkur í gegnum umferðina, erum orðin nokkuð góð í því og ég er farin að hafa minni áhygjur af þessu. Sérstaklega þar sem að ég er næstum jafn þungur og einn svona smábíll sem þeir keyra um á.
Við bættum við myndum í Ítalíu albúmið okkar....
Við erum komin með Ítalskt símanúmer sem er +393497045212
Og veriði nú óhrædd við að hringja og endilega commenta hjá okkur það er alltaf gaman að sjá hvort einhver er að kíkja á síðuna, ef það er engin að skoða þá hættum við að blogga. Alveg satt.
Kiss kiss Jónas og Lísa

Thursday, January 31, 2008

Reggio Di Calabria

Vid klikkudum adeins. Vid skrifudum tetta i gaer svo tid faid tvo posta i dag


Vid komum med lestinni i borgina okkar i gaer, vid vorum sott a stodina af gaur sem vid bjuggumst vid ad taladi ensku, en neeeiii ekki svo gott. Tad kom to annar madur sem kunni sma hrafl i ensku tegar vid vorum ad taka vid ibudinni. Tetta virdist vera mjog algengt herna, vid notum mjog mikid setninguna non parla italiano og byrjum bara oft a tvi tegar vid erum i budinni og ta byrjar handapatid vid ad reyna ad utskyra hvad madur vill.



Ibudin sem vid erum i er ansi stor og tad eru 3 herbergi fyrir utan okkar sem eru leigd ut til studenta, en vid erum ein i ibudinni vegna tess ad flestir eru herna i nami a sumrin. Sem vid skyljum ekki alveg serstaklega tar sem ad vid erum ad traeda skuggana tegar vid erum i gongutur.



Borgin er nanast oll yngri en 1908 tar sem ad hun eidilagdist nanast alveg i jardskjalfta. Tad tydir ad allar byggingarnar eru yngri og taer eru ekkert mjog fallegar, fallegasti stadurinn er vid strondina en tar er nu samt buid ad "skreyta" adeins med spreybrusum.



Madur ser vel yfir til Sikileyjar og Etna sest vel svo madur a eftir ad kikja yfir einhvern daginn til ad skoda.



Vid verdum adeins ad segja fra umferdinni..... hun er hryllileg vid vorum uti ad ganga i gaer og vid drifum okkur heim tar sem vid vorum bara half hraedd vid hamaganginn og flautid og magn af bilum og skellinodrum. Madur tarf ad skjota ser yfir gotur tar sem enginn stoppar a gangbrautum, engin notar stefnuljos ne bilbelti..... en Italirnir eru godir ad nota bilflautuna.



Vid byrjum i skolanum a manudaginn og vid vonum ad hann se betri en utlitid segir til um, forum tangad i dag og vorum half hissa, tetta leit ekkert ut eins og skoli frekar eins og inngangur i fjolbylishus.



Vid settum inn myndir af ibudinni okkar endilega ad kikja taer, nuna forum vid og kaupum 1stk raudvin til ad tora yfir gotuna a leidinn heim.

Saturday, January 26, 2008

Mexico mojito

Mojito er frábærasta uppfinning sem hefur verið fundin upp á eftir hjólinu. Við fórum á Mexicanskan stað sem heitir La Pacifico. Þar fengum við nokkrar tegundir af mojito sem að var greynilega gert að mexicönskum sið, við smökkuðum bæði venjulegt mojito, mojito með brómberjum og mojito með átta ára gömlu rommi. :)

Svo fengum við þennan rosalega góða mexicanska mat, slatta af guacomole með nautakjöti og miklum bræddum osti. Bjór frá Mexico og dúndrandi tónlist sem fékk mann til að háma matinn í sig. Við getum ekki annað sagt en að staðurinn er frábær og ættu allir London farar að prufa hann. Einfaldlega að fara út á Caring cross lestarstöðinni og villast svo í 40-50mínútur og þá hljótið þið að hitta á þennan stað.

Við skoðuðum Camdem market, ótrúlegt úrval af fötum á góðu verði og drasli á betra verði. Þarna var mikið fötum sem samanstóðu af leðri og keðjum..... Fyrir þá sem vilja svoleiðis.

Einnig var fullt af fötum sem lísa fílaði í botn (ekki leður ohhhh.). Við fundum einnig hinar ýmsu sveppategundir fallega innpakkkaðar og tilbúnar til NOTKUNAR.

á morgun ætlum við á Wagamamma sem er japanskur veitingastaður og við lísa erum orðin nokkuð góð í að nota prjóna og stórar tréskeiðar, sem eru helstu mataráhöldina þar. Reyndist þrautin þyngri í byrjun en þetta er allt að koma hjá okkur.

PS. Jónas er komin með bjórvömb..... rosabjórvömb...

Takk og bless.

Friday, January 25, 2008

Hælsæri og blöðrur

Heil og sæl

Við erum búin að ganga af okkur lappirnar undanfarna daga og ákváðum að sofa út í dag, sem var orðið langþráð.

Á þriðjudaginn vorum við stoppuð af lögguni þegar við vorum að labba niður í bæ og var það vegna þess að það hafði verið "bent" á mig eftir að ég "var" með einhver læti inni á rakarastofu sem við höfðum gengið fram hjá. Löggan sem stoppaði okkur var einhver uppskrúfuð bresk kelling sem átti mjög erfitt með sig þegar ég reyndi að brosa og gera grín af þessu. En við samþykktum að ganga með þeim til baka og láta mannin á rakarastofuni athuga hvort ég væri hryðjuverkamaðurinn umtalaði. Þegar við komum þangað var hann fljótur að segja að ég væri ekki gaurinn, löggan sagði ekki einusinni afsakið og ég vona að hún sé með mörg líkþorn og vörtur á yljunum eftir þetta.

Í gær fórum við á British Museum og við vorum búin að panta miða á sýningu um kínversku leirhermennina (the therracota army). Þegar við mættum um morgunin að sækja miðana okkar og áttu að gilda inn kl. 10:50 þá kom babb í bátinn. Þeir voru ekki fyrr en kl. 22:50 (smá am/pm ruglingur þegar við pöntuðum). Það þýddi að við urðum að koma aftur á safnið um kvöldið. Við skoðuðum nú þann hluta safnsins sem ekki kostaði inn á og líkaði ágætlega, Lísa var reyndar hálf þunn og var því ekki alveg í stuði til að vera skoða múmíur og gamalt drasl.
Kl. 13:00 hittum við frænku hennar Lísu hana Elísabetu sem býr hér og hún fór með okkur í enn einn göngutúrinn sem leiddi okkur á staði sem við hefðum líklegast ekki séð sjálf. En við náðum nú samt nokkrum pöbbum á leiðinni og því þótti okkur gangan létt. Við fórum svo heim til Elísabetar og borðuðum kvöldmat hjá henni. Svo var farið að skoða sýningina sem stefnd var að, sem ekki brást og var áhugaverð í alla staði.


Þrátt fyrir allt þetta hefur mál málanna og aðalatburður ferðarinnar hingað til verið þegar við hittum Paul Smith í Tate modern (nýlistasafninu). Elísabet vinnur hjá honum og við Lísa fengum sætt krummpað bros frá þessum fræga fatahönnuði.
(Ég verð nú að játa að ég hafði ekki hugmynd um þennan mann fyrr en lísa sagði mér að hann væri frægur, þá pissaði ég í buxurnar.)

Í dag fórum við í London eye sem var ansi töff, gott útsýni yfir þessa borg sem maður hefur staðið á öðru hverju götuhorni vopnaður korti og grettu að reyna að lesa hvað stendur á því.

Við settum inn myndir á myndasíðu sem við bjuggum til, nokkrar sætar myndir af okkur bara svo þið gleymið ekki hvernig við lýtum út.

kiss kiss Jónas og Lísa

Tuesday, January 22, 2008

London baby

London

Erum búin að koma okkur fyrir á hostelinu okkar og erum bara nokkuð sátt við það, herbergið okkar er kannski helst til lítið og t.d. þurfti ég að fara fram þegar Lísa skipti um skoðun hér fyrr í dag.

Við erum búin að vera dugleg að nota Tubið og erum nokkuð sátt við okkar frammistöðu þar.

Svo skruppum við á Oxford Street og Lísa sagði mér hetjusögur af sér og Unni þegar þær örkuðu þar um forðum daga klifjaðar af pokum.

Við ætlum að taka einhvern túrista pakka á þetta á morgun og kannski að finna peysu handa lísu þar sem að það er nú frekar kalt hérna, það er nú samt skárra en ef það fer að rigna.


Fyrir ykkur sem langar að commenta hjá okkur þá er bara að haka í anonymous og þá er hægt að skrifa eitthvað skemmtilegt.

Endilega að pósta svo við vitum hvort einhverjir aðrir en Svanhildur og Óli elska okkur.

kv. Jónas og Lísa

Tuesday, January 15, 2008

Ein vika til stefnu

Jæja eftir nákvæmlega eina viku leggjum við af stað suður á bóginn. Eins gott að það verði ekki ófært þar sem við keyptum ekki forfallatryggingu.

Það sem við höfum ákveðið að gera í London verður helst til lítið annað en eitthvað túrista dót og drekka öl..... já og hitta frænku hennar lísu sem býr þarna.

Og ég reyni að halda lísu frá búðunum þar sem við megum bara tékka inn tvær töskur hjá ryan air.
og lísa heldur mér að mestu frá bjórnum svo við þurfum ekki að borga fyrir 3 sæti.

kv. LísanóJónasíL

Monday, January 14, 2008

fyrstu fréttirnar


Fyrsta góða fréttin í sambandi við ferð okkar lísu til Reggio di Calabria kom í dag. Við fengum staðfestingu um það að við fáum íbúð jeiiii.

Þannig að þá höfum við litlu að kvíða, núna er bara að kíkja í póstinn á hverjum degi og athuga hvort boð um skólavist fari ekki að koma, annars er það bara smámál þegar íbúðin er komin.

Við fljúgum út þann 22.janúar til london. Við ætlum að bralla ýmislegt í london, t.d. eins og sönnum Íslendingum sæmir þá förum við á Oxford street og þar fæ ég túr með alvönum gæd, við ætlum líka á British Museum og hittum svo frænku Lísu þetta er það eina sem er planað, já og smakka allar bjórtegundirnar sem við sjáum á hinum ýmsu pöbbum. Við ætlum að vera í London þangað til þann 28.jan þegar við fljúgum til Ítalíu. Svo ætlum við okkur að vera komin í borgina okkar þann 1.feb þegar við fáum íbúðina (fínu og flottu, líklega jafnstór og kústaskápur).

JogL